Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 59
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR LÆKNADAGAR 2008 þarf einnig að vera upplýst því geðræn vandamál bama og unglinga stafa oft af neyslu annars eða beggja foreldra og einnig gefur augaleið hversu mikilvægar vímuefnaforvamir em í mæðra- og ungbama vemd." Jákvætt viðhorf til áfengismeðferðar í könnun sem Eyjólfur gerði meðal 127 heimilis- lækna á höfuðborgarsvæðinu (spumingarlisti var sendur og fékkst 70% svömn) kemur skýrt fram að viðhorf 97% þeirra til áfengismeðferðar er jákvætt. Á hinn bóginn kveðjast einungis 40% eiga nokkuð auðvelt með að greina áfengissýki hjá skjólstæð- ingum sínum en 60% segjast ekki geta greint sjúkdóminn eða eiga erfitt með að meta hann. 53% lýstu yfir áhuga á kynna sér betur það sem fram fer í áfengismeðferð en 32% kváðust hlynntir því að meginreglan væri sú að heimilislæknar vísuðu skjólstæðingi í áfengismeðferð sem var jafnstór hópur og var á móti, en 26% tóku ekki afstöðu til tilvísunar. Aðspurðir hvort þeir teldu mikilvægt að læknabréf berist heimilislækni ef skjólstæð- ingur hefur farið í áfengismeðferð svömðu 91% játandi. Eyjólfur telur ástæðima fyrir dræmum und- irtektum hjá ákveðnum hópi við að tilvísanir í áfengismeðferð sé í höndum heimilislækna stafa að hluta til af misskilningi. „Eflaust vex mönnum í augum aukið vinnuálag vegna þessa en þegar betur er skoðað eru þetta um 2200 til 2400 ein- staklingar árlega sem sækja áfengismeðferð og starfandi heimilislæknar á landinu eru um 215 svo þetta em 10 til 11 tilvísanir á lækni á ári. Meira er það nú ekki." Eyjólfur kveðst með þessu erindi sínu hafa viljað hvetja til þess að byggðar væm brýr á milli heilsugæslu og meðferðar og efna til samvinnu með tilvísvmum og læknabréfum. „Sjúkrastöðin Vogur er í ágætu sambandi við Landspítalann en heilsugæslan er þama nokkuð útxmdan og því vil ég breyta. Ég vil að samskiptin séu jöfn og góð á milli allra þriggja aðila og upplýsingaflæðið sé jafnt og allir séu samtaka í meðhöndlun þessara alvarlegu sjúkdóma." Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir SÁÁ Skortir bæði starfsfólk og fjármuni „Það er mjög einföld skýring á því hvers vegna við höfum ekki farið út í að senda læknabréf með hverjum skjólstæðingi okkar. Okkur vantar starfsfólk og fjár- magn til þess. Það fer vissulega faglega vel á því að gera þetta en hér eru starfandi þrír læknar og á hverju ári fara hér nær þrjú þúsund sjúklingar í gegn," segir Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir SÁA. Hann segir að væntanlega murd þetta mál leysast með rafrænni sjúkraskrá sem til standi að taka í notkun og allar sjúkrastofnanir landsins verði aðilar að. „Það mál hefur tafist þar sem ekki hefur tekist að leysa tæknileg vandkvæði og því má kannski segja að þessi umræða sé ekki fyllilega tímabær þar sem lausn- in er framundan." Aðspurður um hvort hann sé sam- mála því að heimilislæknar eigi að sjá um tilvísanir sjúklinga til meðferð- arstofnunar segir Þórarinn að þar sé um að ræða forsjárhugmyndir lækn- isins sem séu að sínu mati nokkuð gam- aldags. „ Sjúklingar eru almennt mjög vel upplýstir og meðferðin hér byggist á samvinnu við sjúklingana. Á Vog leita engir aðrir en alkóhólistar þannig að ekki þarf millilið til að upplýsa þá um hvert þeir eiga að leita. Hér er unnið með sjúklingum og meðferðin byggist á því að breyta hegðun fólks og við verð- um að vinna sjúklingana á okkar band. Á hinn bóginn höfum við gert könnun meðal sjúklinga okkar á því hvort þeir séu sáttir við að upplýsingar fari héðan til annarra heilbrigðisstofnana og meiri- hluti þeirra er sáttur við það þó alltaf sé einhver hluti mótfallinn því. Við send- um að sjálfsögðu læknabréf til þeirra lækna sem óska eftir slíku en sjálfvirk útsending læknabréfa vegna allra sjúk- linga sem hingað koma er einfaldlega ekki möguleg við núverandi aðstæður." LÆKNAblaðið 2008/94 235
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.