Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2011, Síða 4

Læknablaðið - 15.12.2011, Síða 4
12. tölublað 2011 LEIÐARAR FRÆÐIGREINAR 671 Tómas Guðbjartsson Læknablaðið í sókn - nýjar leiðbeiningar til höfunda fræðigreina Læknablaðið er með elstu vísindaritum á íslandi og fylgir reglum alþjóðlegra læknatímarita til að tryggja að allt efni fái faglega umfjöllun sérfræðinga. Nýjar leiðbeiningar um ritun fræðigreina eiga að styrkja blaðið og verða mönnum hvatning til að senda slíkt efni til blaðsins. 673 Guðmundur Þorgeirsson Meðal 300 bestu - hlutur læknadeildar Á 100 ára afmæli læknadeildar og 250 ára afmæli upphafs lækna- kennslu á Islandi liggur fyrir að deildin stenst alþjóðlegan sam- anburð í kennslu og rannsóknum. Nýlega barst sú frétt að Háskóli íslands væri í hópi 300 bestu háskóla í heiminum. Þetta var óneitanlega glæsileg afmælisgjöf! 675 Árún K. Sigurðardóttir, Sólveig Ása Árnadóttir, Elín Díanna Gunnarsdóttir Lyfjanotkun eldri íslendinga sem búa heima. Lýð- grunduð rannsókn í dreifbýli og þéttbýli Rannsóknin gefur mikilvægar upplýsingar um lyfjanotkun og hvernig fjöldi lyfja, fjöllyfjanotkun og lyf úr mismunandi ATC-lyfjaflokkum tengjast búsetu. Flókin tengsl eru milli lyfjanotkunar og áhrifaþátta sem varða aldur, kyn, um- hverfi, færni og heilsu eldra fólks. 681 Sverrirl. Gunnarsson, Kristinn B. Jóhannsson, Marta Guðjónsdóttir, Steinn Jónsson, Hans J. Beck, Björn Magnússon, Tómas Guðbjartsson Árangur lungnasmækkunaraðgerða við langvinnri lungnaþembu á íslandi Merki um lungnateppu hafa mælst hjá 18% íslendinga sem komnir eru yfir fertugt. Þegar sjúkdómurinn er kominn á alvarlegt stig getur þurft að beita svokallaðri lungnasmækkunaraðgerð, einkum hjá þeim sem hafa ofþenslu á lungum og sjúkdóm bundinn við efri blöð lungna. 687 Guðmundur Vignir Sigurðsson, Ásgeir Haraldsson, Jón R. Kristinsson Úlfur, úlfur Rauðir úlfar er sjaldgæfur sjúkdómur meðal barna. Greiningin er oft gerð um 12-14 ára aldur, stúlkur eru í 3-5 sinnum meiri áhættu. Fyrstu einkenni eru oft ósértæk, svo sem þreyta, bein- og vöðvaverkir, kraftleysi og þyngdartap. Húðútbrot, sérstaklega kinnbeinaútbrot (Malar rash) í andliti og liðverkir eru helstu birtingarformin. 691 Júlíus Kristjánsson, Sigurður Guðmundsson Vanræktir sjúkdómar þróunarlanda - yfirlit Hér er lýst smitleiðum, faraldsfræði og áhrifum nokkurra vanræktra sjúk- dóma þróunarlanda ásamt forvörnum og meðferð. Þeir sem smitast af þeim búa við lakar þjóðfélagsaðstæður og fá sjaldan viðunandi heilbrigðisþjón- ustu. Sjúkdómarnir eru algengir og í samanburði við HIV, malaríu og berkla má kalla þá vanrækta þareð fjármagn til rannsókna er ekki í hlutfalli við sjúkdómsbyrði. Lausnin felst í að bæta lífskjör og baráttu við sjúkdómana. ísland hefur þar hlutverki að gegna. 699 Tómas Guðbjartsson, Anna Gunnarsdóttir, Engilbert Sigurðsson Leiðbeiningar fyrir höfunda fræðilegs efnis í Læknablaðinu 668 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.