Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2011, Síða 30

Læknablaðið - 15.12.2011, Síða 30
Y F I R L I T lifað í allt að 15 ár. Þær geta valdið krabbameini í lifur, görnum og þvagblöðru, auk vitsmunaskerðingar. Algengi er að minnsta kosti 200 milljónir, um 120 milljónir einstaklinga eru með einkenni og 20 milljónir alvarlega veikir. Um 97% sýktra búa í Afríku.1315 Aðrar gerðir schistosoma sýkja aðeins dýr en geta valdið sundmannakláða í mönnum og hafa meðal annars fundist hérlendis!6 Augnyrja (trachoma) er bólga í hornhimnu og slímhúð augans. Hún stafar af síendurteknum smitum af bakteríunni Chlamydia trachomatis, gerðum A-C, í umhverfi þar sem hreinlæti er ábóta- vant. Algengi er um 85 milljónir og um 1,3 milljónir manna verða blindir á hverju ári, mest megnis í Afríku og Mið-Austurlöndum.917 Leishmaniasis er sjúkdómur af völdum nauðbundins innan- frumu frumdýrs (obligate intracellular prolozoa) sem smitast með biti sandflugna. Sársaukalaus sár myndast á húð, slímhúð og inn- yflum. Algengi er um 12 milljónir, dánartíðni um 70.000 á ári. Sjúkdómurinn er nú tíður sem tækifærissýking með HIV í Suður- Evrópu. Hann finnst í 88 löndum, þar af eru 72 þróunarlönd!8-19 Annað frumdýr, Trypanosoma cruzi, smitast með biti blóð- sjúgandi skordýra og veldur Chagas-sjúkdómi (Chagas disease) sem einkennist af langvinnum hjartavöðvakvillum og maga- og garnasjúkdómum í um 30% smitaðra. Algengi er um 15 milljónir og dánartíðni um 20.000 á ári, hæst í Suður-Ameríku.3-20 Beinbrunasótt (dengue fever) af völdum dengue-veiru veldur blæðingum í sinni svæsnustu mynd. Rannsóknir benda til að almennt skipi sjúkdómurinn sama sess og berklar og malaría hvað varðar samfélagsleg áhrif. Nýgengi er að aukast og eru nú um 100 milljón tilfelli á hverju ári, þar af eru 500 þúsund tilfelli alvarlegra fylgikvilla og um 20 þúsund dauðsföll. Líklegast má rekja þá aukningu til fólksfjölgunar, þéttbýlismyndunar og bættra skilyrða fyrir smitbera (vector), sem í flestum tilvikum er moskító- flugan Aedes aegypti. Beinbrunasótt er algengust í Suður-Ameríku og Suðaustur-Asíu, en auk áhrifa sinna þar er hún líka orðin einn algengasti sjúkdómurinn í alþjóðlegum ferðalöngum.5-21 Niðurgangssjúkdómar eru oftast af völdum veira, en geta líka verið af völdum baktería og frumdýra. Þeir valda frekar dauða en aðrir VSÞ vegna meðfylgjandi salt- og vatnstaps, þá sérstaklega hjá börnum. Talið er að 2,5 milljónir manna látist á hverju ári úr niðurgangi sem er nú í fimmta sæti yfir helstu orsakavalda dauða í heiminum. Niðurgangur er þriðja algengasta dánarorsök barna yngri en fimm ára í heiminum, en 600 sinnum fleiri börn deyja í þróunarríkjum en á Vesturlöndum.3-22'24 Buruli-sár, holdsveiki, dracunculiasis, mýgulusótt (yellow fever), himberjasótt (yaws) og höfgasótt af völdum Trypanosoma brucei (african sleeping sickness) eru dæmi um sjaldgæfari VSÞ. Þeir valda engu að síður miklum sjúkdómseinkennum, oft á tíðum ör- kumlum, án þess að valda dauða. Algengi þessara sjúkdóma er frá nokkrum þúsundum upp í hundruð þúsunda, en oft er algengi þeirra óþekkt stærð.9-25-27 Af þessu stutta yfirliti er ljóst að um afar fjölbreyttan hóp sjúk- dóma er að ræða og faraldsfræði innan hópsins er misjöfn. Hins vegar eiga þeir svo margt sameiginlegt að það er auðveldara en ekki að fjalla um þá sem hóp. Faraldsfræði og sjúkdómsbyrði Talið er að minnst milljarður manna séu sýktir af umræddum sjúkdómum í dag.3 Algengi, nýgengi og dánartíðni eru þó afar mis- jöfn milli sjúkdóma en einnig vantar upplýsingar um faraldsfræði nokkurra þeirra. Þá skal einnig bent á að tölur um algengi VSÞ eru taldar vanmetnar sökum ófullnægjandi skráninga.4-9 Sumir sjúk- dómanna eru að hverfa, þökk sé skipulögðu átaki og heppilegum lífsferlum sýkils. Aðrir eru að aukast á ný eftir að hafa verið í lægð í mörg ár, enn aðrir eru stöðugir sem endranær!1-28-29 Sem hópur valda sjúkdómarnir tæpum þremur milljónum dauðsfalla á ári og sjúkdómsbyrði þeirra er metin allt að 94 milljónir heilbrigðra ára sem tapast af lífi smitaðra einstaklinga (disability-adjusted life years, DALY)? DALY-kerfið magngreinir sjúkdómsbyrði út frá reikni- formúlu þar sem meðal annars er notast við lífslíkur í samfélagi, nýgengi ákveðins sjúkdóms og fjölda dauðsfalla smitaðra.30 Vegna þess að sjúkdómarnir valda, bæði beint og óbeint, örorku og skerð- ingu lífsgæða þeirra sem smitast miklu frekar en dauða, hefur DALY-kerfið ekki þótt nægilega gott matstæki fyrir þess háttar króníska sjúkdóma í fátækum samfélögum þar sem lífslíkur eru lágar. Engu að síður er sjúkdómsbyrði vanræktra sjúkdóma, reikn- uð í DALY, í einstaka tilvikum hærri en HIV, malaríu og berkla.3 Lífsgæðaskali (quality-adjusted life ycars; QALY) sem byggist á við- tölum við smitaða hópa, spurningalistum og sjónrænum skölum (visual analog scale) er talinn geta metið betur áhrif sjúkdóma eins og VSÞ, jafnt bein sem óbein, en er mun erfiðari og dýrari í fram- kvæmd.4 Einn stærsti sameiginlegi þáttur sjúkdómanna er sjúklinga- hópurinn. Algengi smita er hæst í fátækum hitabeltislöndum sem falla í flokk þróunarlanda hjá Alþjóðabankanum. Flest þeirra eru í Afríku en mörg eru einnig í öðrum heimsálfum, svo sem Suður- Ameríku, Suðaustur-Asíu og í Mið-Austurlöndum. Þar myndast kjöraðstæður fyrir framgang helstu smitbera og þroskun sníkla. Þó er VSÞ einnig að finna í ríkjum utan hitabeltis, svo sem í Mið- Asíu og Suður-Evrópu, og eru þar vaxandi vandamál!9-31 Það eru langoftast þeir sem búa við hvað verstar félagshagfræðilegar að- stæður sem smitast. Sá hópur býr við lélegt aðgengi að hreinu vatni, óviðunandi hreinlætisaðstöðu og litla heilsugæslu, auk slæms húsakosts. Allir þessir þættir gera smituðum erfiðara um vik að leita sér lækninga og auka verulega smithættu. Því geta margir einstaklingar verið smitaðir af fleiri en einum sjúkdómi í einu.2-4-11-17 Þessi sjúklingahópur á síður kost á að borga fyrir helstu for- varnir eða meðferð. Jafnvel þeir tekjuhæstu í samfélaginu geta átt erfitt með að standa straum af kostnaði, búi þeir í þróunarríki. Þar má nefna að í Ghana árið 2003 kostaði meðferð við Buruli-sárum 242% af meðalárstekjum fátækasta hóps samfélagsins og 94% af meðalárstekjum þess ríkasta.2 En aðrir þættir en beinharðir pen- ingar skipta máli þegar kemur að því að leita sér meðferðar. Sem dæmi má nefna langar vegalengdir frá heimili að heilsugæslu eða spítala, tímalengd meðferðar, meðferðarmáta og fjölda skipta. Ef þessir þættir eru óhagstæðir, geta þeir valdið því að sjúklingurinn getur eða vill ekki ljúka meðferð að fullu. Það viðheldur smithættu í samfélaginu og eykur líkur á viðnámi gegn lyfi sem er fyrsta val (first-line)!9 Einnig hefur verið sýnt fram á verri árangur og mætingu smitaðra barna í skóla og neikvæð áhrif á efnahagslega afkastagetu smitaðra fullorðinna einstaklinga. Þar að auki geta nokkrir sjúkdómanna lagst á húsdýr (zoonosis).1129 Þannig geta sjúkdómarnir haft langtímaáhrif á afkomu smitaðra og fjölskyldur þeirra.5 Þar fyrir utan geta smitaðir átt á hættu að missa vinnu vegna örkumla af völdum sjúkdómsins eða útskúfunar úr samfé- 694 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.