Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2011, Page 44

Læknablaðið - 15.12.2011, Page 44
Alsæll í mínu ævistarfi ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson „Ég fæddist í Reykjavík 14. mars 1940, sonur hjónanna Harðar Þórðarsonar og Ingibjargar Oddsdóttur. Kvöldið sem ég fæddist sat faðir minn að bridsspili sem oftar, en brids var eina íþróttin sem höfðaði til hans. Var hringt til hans og tilkynnt að honum væri fæddur sonur. Svo vildi til að hann var nýbúinn að segja 7 grönd, en hærra varð ekki farið og nú varð að taka alla slagina. Það tókst, enda heilsaðist móður og barni vel. En það lýsir föður mínum vel, að aldrei hafði hann orð á þessu sjálfur en móðir mín sagði mér til gamans á fullorðinsaldri." Þannig lýsir Þórður Harðarson yfir- læknir og prófessor í hjartalækningum komu sinni í þessa veröld í óbirtum minn- ingum sínum. Þórður varð á sínum tíma yngstur yfirlækna á lyflækningadeild Borgarspítalans, 36 ára gamall, eftir fram- haldsnám í lyf- og hjartalækningum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann varð síðan yfirlæknir og prófessor við lyflækn- ingadeild Landspítalans árið 1982. Hann lét formlega af störfum fyrir tveimur árum en starfar enn að ýmsum verkefnum fyrir spítalann og landlækni og sinnir hugðar- efnum er lúta að bókmenntum og sagn- fræði, en þar er hann hafsjór fróðleiks. „Ég hafði eiginlega mestan áhuga á þessum greinum strax í menntaskóla og var aldrei mikill raungreinamaður. Ég sá fyrir mér ýmsa möguleika eftir stúdents- próf, jafnvel prestskap, en skorti Iíklega trúarhitann til að fylgja því eftir. Læknis- fræðin varð þó ekki fyrir valinu vegna útilokunar á öðrum greinum, heldur vaknaði hjá mér raunverulegur áhugi á þessu fræðum sem rúma viðfangsefni allt frá öreindum til lýðheilsu og sálpælinga." Læknir yrði ég aldrei Hörður Þórðarson var elsti sonur Þórðar Sveinssonar yfirlæknis á Kleppi og Ell- enar Sveinsson konu hans. Hörður var sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis frá 1942 til dauðadags árið 1975. „Faðir minn var elstur sjö systkina og bræður hans voru litríkir persónuleikar svo ekki sé meira sagt, en flestar sögur eru sagðar af þeim Úlfari og Gunnlaugi. Ég ólst upp í húsinu að Vesturgötu 45 þar sem foreldrar mínir leigðu íbúð af Ludvig Einarssyni málarameistara. Hann bjó á efri hæðinni ásamt Rósu systur sinni. Þau tóku miklu ástfóstri við mig og ég kallaði þau afa og ömmu. í bernsku var ég umlukinn ástúð og dekri og taldi mig eiga fimm ömmur að meðtöldum eiginlegum ömmum. Anna móðursystir mín var mér önnur mamma og Flosi (Ólafsson) sonur hennar var stóri bróðir. Önnur móður- systkini og föðursystkini birtust ásamt börnum sínum með háreysti og gleði. Ég las mikið og var löngum stundum eina barnið innan um fullorðið og aldrað fólk. Hugmyndaheimurinn var nítjándu aldar og ömmur mínar miklir sjóðir af kveð- skap og arfsögnum. Þetta drakk ég í mig og teldist nörd í dag. Með Ludvig og Rósu sat ég á síðkvöldum og hlýddi á leikritin í útvarpinu og tónlist af hljómplötum. Lud- vig átti líklega eitt stærsta hljómplötusafn landsins. Hann var mikill höfðingi og gaf veglegar gjafir, kenndi mér á bíl og efndi til ferðalaga út á land. 708 LÆKNAblaðið 2011/97

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.