Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.12.2011, Qupperneq 51
NÝR SPÍTALI SJÚKRAHÓTEL KVENNADEILD CAMLI LANDSPÍTALINN BARNASPÍTALI CEÐDEILD MEÐFERÐARKJARNI RANNSÓKNARHÚS TÆKNIRÝMI AiMiniiiiujk fTmminilil y-n-. r.. ÞYRLUPALLUR HÁSKÓU Skýringarmvnd 1. áfanga ■H Eldri byggingar ■■ Nýbyggingar ■■ Afmörkun deiliskipulagsreits Nýr Landspítali cftir 1. áfanga stækkunar við Hringbraut árið 2017. byggingar geta stytt gönguleiðir, en á móti kemur ferða- og biðtími vegna lyftunotk- unar. Rannsóknir sýna að leggja má að jöfnu 70-80 metra göngu og ferðalag með lyftu um eina hæð. Hærri byggingar með minni hæðir hafa minni sveigjanleika og þar með minni hagkvæmni til framtíðar. Við skipulag og forhönnun meðferðar- kjarnans er leitast við að sameina kosti hvors tveggja. Hver hæð í reglulega formaðri bygg- ingu meðferðarkjarnans er stór og hefur mikinn sveigjanleika, og fjöldi hæða (5-6 hæðir frá götum, auk kjallara) leyfir uppröðun þar sem meðferðarstarfsemi er komið fyrir á neðri hæðum og legu- deildum á efri hæðum. Það leiðir af sér að ferðaleiðir með sjúklinga í rúmum milli legudeilda og meðferðar verða stuttar og greiðar og sveigjanlegt samhengi í starf- semi spítalans. Sjálfvirk flutningskerfi eru orðin hluti nútímaspítala. Gert er ráð fyrir þrenns konar kerfum; rörpóstkerfi fyrir meðal annars sýni og lyf, kerfi sjálfvirkra flutn- ingsvagna fyrir mat, vörur og fleira, og sjálfvirku flutningskerfi fyrir sorp og lín. Nauðsynlegt er að átta sig á mikilvægi þessara kerfa þegar mat er lagt á vega- lengdir innan spítalans og kostir hærri og lægri bygginga bornir saman, því þau draga mjög úr ferðaþörf starfsfólks. Sé litið til nágrannalandanna Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, þar sem er mikil uppbygging spítala, er víðast unnið með svipaðar húshæðir og gert er í Land- spítalaverkefninu. Aðkoma lækna að lykilákvörðunum I grein í síðasta tölublaði Læknablaðsins segir formaður Læknafélags Reykjavíkur að aðkoma lækna að lykilákvörðunum málsins hafi verið takmörkuð til þessa. Þarfagreiningu var stýrt af lækni og í öllum greiningarhópum voru læknar lykil- menn. Hönnunarferlið er notendastýrt, sem þýðir að hópar starfsmanna spítalans eru hreyfiaflið í ferlinu. 115 notendahóp- um eru 76 starfsmenn spítalans, þar af 24 læknar. í notendastjórn og verkefnisstjórn er læknir í fullu starfi, talsmaður lækna sat í dómnefnd um samkeppnina. í bygg- inganefnd situr Iæknir. Læknar sem til hafa verið kallaðir í notendahópa hafa Iagt sig fram fyrir verkefnið og margir unnið frábært starf. Fjárhagsleg hagkvæmni Frumkostnaðaráætlun sem gerð var 2009 fyrir meðferðarbyggingu, rannsóknar- stofuhús og sjúkrahótel var 51 milljarður króna á verðlagi í ársbyrjun 2009. Þetta svarar til eins og hálfs árs rekstrarkostnað- ar spítalans. Norska fyrirtækið Hospitali- tet Ltd. hefur gert nýja hagkvæmniúttekt framkvæmdarinnar og borið saman við það að hafast ekki að í nýframkvæmdum en reka spítalann við óbreyttar aðstæður. Niðurstaðan er að árlega sparast 2,6 millj- arðar í rekstri spítalans, eða rífleg sú upp- hæð sem áður var reiknuð. Niðuriag Læknar deila ekki um mikilvægi nýbygg- ingar Landspítala á einum stað eða um að nútímalegur húsakostur fyrir spítalann sé löngu orðinn brýnn. Deildar meiningar eru um hæð húsa og sumir sætta sig illa við niðurstöðu hönnunarsamkeppni sem fram fór árið 2010, svo og við staðsetningu sem var til lykta leidd fyrir áratug. Einnig er deilt um hvort stundin sé rétt þegar að kreppir í fjárhag hér á landi. Fjármagn sem fæst til fjárfestingar er ekki falt til rekstrar. Umkvörtun lækna að þeir hafi ekki verið hafðir með í ráðum er ekki á rökum reist. Kappkostað er að rétt og faglega sé staðið að undirbúningi þessa flókna verkefnis í samráði við breiðan hóp starfsmanna Landspítala, þar með talið lækna. LÆKNAblaðið 2011/97 715 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.