Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2011, Side 53

Læknablaðið - 15.12.2011, Side 53
A F AÐALFUNDI Nilsson segir að fyrir tæpum 20 árum hafi verið gerð róttæk breyting á þjónustu við aldraða í Svíþjóð. „Þá var flestum stofnunum og elliheimilum lokað og á hverju ári síðan hefur hjúkrunarrýmum fyrir aldraða á stofnunum fækkað. Áhersl- an er á að fólk geti verið heima hjá sér eins lengi og hægt er og geti fengið bæði félagslega þjónustu og jafnvel hjúkrunar- þjónustu að nokkru leyti heim til sín. Þetta er bæði hagkvæmara fyrir þá sem veita þjónustuna og betra fyrir þá sem þiggja hana. Margir hinna öldruðu þurfa margs konar heilbrigðisþjónustu. Við teljum að það sé óhagkvæmt að veita hana á sjúkra- stofnunum heldur sé hagkvæmasta leiðin að veita hana í heimaþjónustu og hafa hana alla á hendi eins aðila en ekki tveggja eða fleiri." Nilsson segir að vissulega þurfi að veita hjúkrunarþjónustu á stofnunum fyrir þá veikustu meðal aldraðra. „Það er eins og með alla sem eru veikir. En það á ekki að setja fólk á stofnun aldursins „Þaö virkar mjög hvetjandi á alla aðila að með bættri þjónustu megi spara vcrulegar fjárliæðir," segir Eva Nilsson B&genholm um breytingar í þjónustu við aldraða í Svíþjóð. vegna, heldur einungis ef það er of veikt til að vera heima. Þetta er ekki mjög stór hópur í rauninni og heilsufar aldraðra verður sífellt betra. Það má skipta fólki á eftirlaunaaldri í þrjá hópa. Fámenn- asti hópurinn eru þeir sem þurfa mesta þjónustu vegna veikinda, og eðli málsins samkvæmt er þetta dýrasti hópurinn og þarna er hægt að endurskipuleggja þjónustuna hvað mest. Annar hópurinn eru þeir sem þurfa nokkra læknisþjónustu og einhverja félagslega þjónustu en sjá um sig sjálfir að mestu leyti. Þriðji hópurinn er sá sem er heilsuhraustur og þarf mjög litla læknisþjónustu og nánast enga félags- lega þjónustu. í fyrsta hópnum eru um 300.000 manns, 3% sænsku þjóðarinnar, og við teljum að þjónustan við þennan hóp sé ómarkviss og hana megi bæta verulega með því auka heimaþjónustu og draga úr sjúkrahúsvistun. Meginmarkmiðið er að bæta þjónustuna en það virkar mjög hvetj- andi á alla aðila að með bættri þjónustu megi spara verulegar fjárhæðir. Við höfum dæmi úr litlu sveitarfélagi þar sem þessu hefur þegar verið hrint í framkvæmd og árangurinn er ótrúlegur þar sem kom í ljós að sjúkranóttum fækkaði um 80% samhliða því að hinir öldruðu voru mun ánægðari með þjónustuna." LÆKNAblaðið 2011/97 717

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.