Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2011, Side 57

Læknablaðið - 15.12.2011, Side 57
Óttar Guðmundsson geðlæknir og formaður félagsins ottarg@landspitali.is Félagið hefur um árabil gengist fyrir því að hingað komi einn norrænn fyrirles- ari árlega til svokallaðs Egils Snorrasonar fyrirlestrar. Núverandi stjórn félagsins hef- ur lagt meiri áherslu á nútímasögu læknis- fræðinnar en áður hefur verið gert. Okkur hefur fundist skipta miklu að læknar átti sig á því að þeir eru hluti af þeirri sögu sem er sífellt í mótun. í fyrra kom tii landsins Öivind Larsson prófessor frá Osló (gamall kunningi prófessor Jóns) og ræddi um mótun sögu læknisfræðinnar. Auk hans komu fram þeir prófessorarnir Sigurður Guðmundsson (gamall nemandi Jóns) og Vilhjálmur Arnason og fjölluðu um afleiðingar hrunsins á heilsufar og sið- fræði landsmanna. Þessir fyrirlestar voru haldnir í samráði við Háskóla íslands í til- efni af aldarafmæli skólans. Öivind lagði þunga áherslu á það að sagan væri alltaf í mótun og við værum öll að skrifa þessa sögu. Anna Löcke prófessor frá Danmörku var gestur félagsins á Egils Snorarsonar fyrirlestri í október síðastliðnum. Hún fjallaði um ýmsar ráðleggingar lækna til almennings á liðinni öld og afleiðingar þeirra. Hún gerði sér tíðrætt um margs konar algildan sannleika sem læknar í krafti áhrifa sinna hefðu boðað án þess að hafa nægilegar forsendur til þess. í þessu sambandi nefndi hún þá ráðleggingu að ungabörn skyldu sofa á maganum til að koma í veg fyrir skyndidauða. Þetta taldi hún hina mestu firru sem hefði í raun gert mun meiri skaða en gagn. Læknar ráðlögðu konum ákveðnar reglur varðandi brjóstagjöf sem urðu til þess að mjög dró úr brjóstagjöfinni og konur gáfust upp. í þessum tilvikum snerust ráðleggingarnar upp í andhverfu sína og afleiðingarnar urðu fremur dapurlegar. Auk þess ræddi hún um baráttu lækna gegn offitu þar sem menn hefðu boðað fagnaðarerindi tísku- blaða og líkamsræktarstöðva án þess að hafa neinar vísindalegar sannanir fyrir málflutningi sínum. Margir fundarmanna hættu að draga inn ístru sína eftir að hafa hlustað á erindi Önnu og slökuðu á og leyfðu sér eina örstund að trúa því að BMI yfir 25 væri ekki dauðasynd. Prófessor Jóhann Agúst Sigurðsson (gamall uppáhaldsnemandi Jóns) ræddi um mæligildin í nútímalækningum og þá ofurtrú sem margir læknar hefðu á þeim. Menn litu oftsinnis framhjá klín- ískri mynd en einblíndu á mæligildin eins og þau hefðu verið hoggin í stein. Þessir fyrirlestrar færðu mönnum heim sanninn um það að sannleikurinn er jafn erfiður viðskiptis og forðum þegar Pílatus velti fyrir sér sannleikshugtakinu. Það sem menn trúa á í dag er skilgreint sem bull og hindurvitni á morgun. Saga læknis- fræðinnar er eins og hver önnur saga sem stekkur stundum kollhnís þegar minnst varir. Ekki veit ég hv'ort Jón væri ánægður með þessar áherslur núverandi stjórnar á nútímasögu læknisfræðinnar en mestu skiptir að þessari sögu sé haldið til haga og hún gleymist ekki. Læknar þurfa að sætta sig við það að sagnfræðingar fram- tíðar munu grandskoða störf þeirra á sama hátt og við horfum til fortíðar og veltum fyrir okkur þeim ákvörðunum og þeim ráðleggingum sem þá voru gefnar. Kannski er það mönnum hvatning til dáða að vita af þessum dómi sögunnar sem bíður okkar allra. Eg held að félagið geti á 57 ára afmæl- inu sínu horft um öxl með sigurbros á vör og þá sérstaklega þegar glæsibyggingin úti á Nesi er skoðuð. Hún mun halda nafni Jóns Steffenssens á lofti um ókomin ár og aldir þegar aðrir formenn félagsins eru löngu gleymdir bæði eigin afkomendum og öllum kollegum sínum. LÆKNAblaðið 2011/97 721

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.