Læknablaðið - 15.04.2012, Page 16
RANNSÓKN
hjartaskurðdeildum erlendis þar sem hlutfall viðgerða við mítur-
lokuleka er komið yfir 75%.26 Hátt hlutfall viðgerða hérlendis verð-
ur að teljast jákvætt, enda sýna rannsóknir að snemmkominn ár-
angur og langtímalifun er mun betri eftir viðgerð en lokuskipti.27
Með aukinni þróun míturlokuviðgerða, meðal annars með hjarta-
þræðingartækni, er sennilegt að hlutfall þessara viðgerða komi til
með að hækka enn frekar.
Gervilokur voru notaðar hjá 91% sjúklinga en sex þeirra fengu
lífræna loku. Þetta er öfugt við ósæðarlokuskipti en þar fengu 81%
sjúklinganna lífræna loku.15 Skýringin á þessum mun er aðallega
sú að meðalaldur sjúklinganna í þessari rannsókn var umtals-
vert lægri, en oftast er mælt með gerviloku hjá sjúklingum undir
65-70 ára aldri.12 Athyglisvert er að næstum tveir þriðju sjúklinga
gengust samtímis undir aðrar aðgerðir. Þannig fengu 20% sjúk-
linga bæði ósæðar- og míturloku í sömu aðgerð og 40% gengust
einnig undir kransæðahjáveitu. Slík inngrip lengja tíma á hjarta-
og lungnavél og tangartíma sem aftur eykur tíðni fylgikvilla í
og eftir aðgerð. Þetta endurspeglast í langri dvöl á gjörgæslu og
sjúkrahúsi.
Fimm ára lifun í þessari rannsókn var 69% sem er í samræmi
við niðurstöður erlendra rannsókna sem flestar sýna lifun á bilinu
65 til 85%.19'22,28,29 Til samanburðar var 5 ára lifun hér á landi eftir
lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla 78%.30
Styrkleiki þessarar rannsóknar er að hún nær til heillar þjóðar
þar sem sjúklingarnir voru allir meðhöndlaðir á sömu stofnun.
Takmarkandi þáttur er að rannsóknin er afturskyggn og nær langt
aftur í tímann. A þessum tveimur áratugum hafa orðið miklar
framfarir í hjartaskurðlækningum og gjörgæslumeðferð sem gerir
samanburð á árangri við aðrar rannsóknir og milli tímabila erf-
iðan. Heildrænni mynd af skurðmeðferð míturlokusjúkdóms mun
fást þegar rannsókn sem er í gangi á árangri míturlokuviðgerða
lýkur.
Niðurstaða þessarar rannsóknar er að tíðni fylgikvilla er há
eftir míturlokuskipti, enda margir sjúklinganna með alvarlegan
hjartasjúkdóm fyrir aðgerð. Skurðdauði er þó lægri hér á landi en í
mörgum sambærilegum erlendum rannsóknum og langtímalifun
í hærra lagi. Míturlokuskiptaaðgerðum hefur fækkað á Islandi
undanfarin ár samfara hærri tíðni míturlokuviðgerða.
Þakkir
Gunnhildi Jóhannsdóttur skrifstofustjóra eru færðar þakkir fyrir
aðstoð við öflun sjúkraskráa. Rannsóknin var styrkt af Vísinda-
sjóði Landspítala, Rannsóknarsjóði Háskóla íslands og Minn-
ingarsjóði Bents Scheving Thorsteinssonar.
Heimildir
1. Chandrashekhar Y, Westaby S, Narula J. Mitral stenosis.
Lancet 2009; 374:1271-83.
2. Enriquez-Sarano M, Akins CW, Vahanian A. Mitral
regurgitation. Lancet 2009; 373:1382-94.
3. Seckeler MD, Hoke TR. The worldwide epidemiology of
acute rheumatic fever and rheumatic heart disease. Clin
Epidemiol 2011; 3: 67-84.
4. Sigurjonsson H, Andersen K, Gardarsdottir M, Peturs-
dottir V, Klemenzson G, Gunnarsson G, et al. Cardiac
myxoma in Iceland: a case series with an estimation of
population incidence. APMIS 2011; 119: 611-7.
5. Arora R, Kalra GS, Murty GS, Trehan V, Jolly N, Mohan
JC, et al. Percutaneous transatrial mitral commissurotomy:
immediate and intermediate results. J Am Coll Cardiol
1994; 23:1327-32.
6. Iung B, Vahanian A. Epidemiology of valvular heart
disease in the adult. Nat Rev Cardiol 2011; 8:162-72.
7. Goldberg SL, Feldman T. Percutaneous mitral valve
interventions: overview of new approaches. Curr Cardiol
Rep 2010; 12:404-12.
8. Bonow RO, Carabello BA, Chatterjee K, de Leon AC,
Jr., Faxon DP, Freed MD, et al. 2008 focused update
incorporated into the ACC/AHA 2006 guidelines for the
management of patients with valvular heart disease: a
report of the American College of Cardiology/American
Heart Association Task Force on Practice Guidelines
(Writing Committee to revise the 1998 guidelines
for the management of patients with valvular heart
disease). Endorsed by the Society of Cardiovascular
Anesthesiologists, Society for Cardiovascular
Angiography and Interventions, and Society of Thoracic
Surgeons. J Am Coll Cardiol 2008; 52: el-142.
9. Adams DH, Rosenhek R, Falk V. Degenerative mitral
valve regurgitation: best practice revolution. Eur Heart J
2010; 31:1958-66.
10. Lee EM, Shapiro LM, Wells FC. Importance of subvalvular
preservation and early operation in mitral valve surgery.
Circulation 1996; 94: 2117-23.
11. Cobanoglu A, Grunkemeier GL, Aru GM, McKinley CL,
Starr A. Mitral replacement: clinical experience with a
ball-valve prosthesis. Twenty-five years later. Ann Surg
1985; 202: 376-83.
12. Vahanian A, Baumgartner H, Bax J, Butchart E, Dion R,
Filippatos G, et al. Guidelines on the management of
valvular heart disease: The Task Force on the Management
of Valvular Heart Disease of the European Society of
Cardiology. Eur Heart J 2007; 28: 230-68.
13. Baumgartner H, Hung J, Bermejo J, Chambers JB,
Evangelista A, Griffin BP, et al. Echocardiographic
assessment of valve stenosis: EAE/ASE recommendations
for clinical practice. Eur J Echocardiogr 2009; 10:1-25.
14. Cheitlin MD, Armstrong WF, Aurigemma GP, Beller
GA, Bierman FZ, Davis JL, et al. ACC/AHA/ASE
2003 Guideline Update for the Clinical Application
of Echocardiography: summary article. A report of
the American College of Cardiology/American Heart
Association Task Force on Practice Guidelines (ACC/
AHA/ASE Committee to Update the 1997 Guidelines for
the Clinical Application of Echocardiography). J Am Soc
Echocardiogr 2003; 16:1091-110.
15. Ingvarsdottir IL, Viktorsson SA, Hreinsson K, Sigurdsson
MI, Helgadottir S, Amorsson P, et al. Lokuskipti vegna
ósæðarlokuþrengsla á íslandi 2002-2006: Ábendingar og
snemmkomnir fylgikvillar. Læknablaðið 2011; 97: 523-7.
16. Oddsson SJ, Sigurjonsson H, Helgadottir S, Sigurdsson
MI, Viktorsson SA, Arnorsson T, et al. Tengsl offitu við
árangur kransæðahjáveituaðgerða. Læknablaðið 2011; 97:
223-8.
17. Smárason NV, Sigurjónsson H, Hreinsson K, Arnórsson
T, Gudbjartsson T. Enduraðgerðir vegna blæðinga eftir
opnar hjartaskurðaðgerðir. Læknablaðið 2009; 95: 567-73.
18. Paparella D, Brister SJ, Buchanan MR. Coagulation
disorders of cardiopulmonary bypass: a review. Intensive
Care Med 2004; 30:1873-81.
19. Fiore AC, Barner HB, Swartz MT, McBride LR, Labovitz
AJ, Vaca KJ, et al. Mitral valve replacement: randomized
trial of St. Jude and Medtronic Hall prostheses. Ann
Thorac Surg 1998; 66: 707-12.
20. Cohn LH, Allred EN, Cohn LA, Austin JC, Sabik J, DiSesa
VJ, et al. Early and late risk of mitral valve replacement.
A 12 year concomitant comparison of the porcine
bioprosthetic and prosthetic disc mitral valves. J Thorac
Cardiovasc Surg 1985; 90: 872-81.
21. Borger MA, Yau TM, Rao V, Scully HE, David TE.
Reoperative mitral valve replacement: importance of
preservation of the subvalvular apparatus. Ann Thorac
Surg 2002; 74:1482-7.
22. Hellgren L, Kvidal P, Horte LG, Krusemo UB, Stahle E.
Survival after mitral valve replacement: rationale for
surgery before occurrence of severe symptoms. Ann Thor
Surg 2004; 78:1241-7.
23. Edwards FH, Peterson ED, Coombs LP, DeLong ER,
Jamieson WR, Shroyer ALW, et al. Prediction of operative
mortality after valve replacement surgery. J Am Coll
Cardiol 2001; 37: 885-92.
24. Emery RW, Krogh CC, McAdams S, Emery AM, Holter AR.
Long-term follow up of patients undergoing reoperative
surgery with aortic or mitral valve replacement using a St.
Jude Medical prosthesis. J Heart Valve Dis 2010; 19:473-84.
25. Starling MR, Kirsh MM, Montgomery DG, Gross MD.
Impaired left ventricular contractile function in patients
with long-term mitral regurgitation and normal ejection
fraction. J Am Coll Cardiol 1993; 22: 239-50.
26. Gammie JS, O'Brien SM, Griffith BP, Ferguson TB,
Peterson ED. Influence of hospital procedural volume
on care process and mortality for patients undergoing
elective surgery for mitral regurgitation. Circulation 2007;
115: 881-7.
27. Mohty D, Orszulak TA, Schaff HV, Avierinos JF, Tajik
JA, Enriquez-Sarano M. Very long-term survival and
durability of mitral valve repair for mitral valve prolapse.
Circulation 2001; 104 (12 Suppl 1): 11-17.
28. Masters RG, Helou J, Pipe AL, Keon WJ. Comparative
clinical outcomes with St. Jude Medical, Medtronic Hall
and CarboMedics mechanical heart valves. J Heart Valve
Dis 2001; 10: 403-9.
29. Aupart MR, Neville PH, Hammami S, Sirinelli AL,
Meurisse YA, Marchand MA. Carpentier-Edwards
pericardial valves in the mitral position: ten-year
follow-up. J Thorac Cardiovasc Surg 1997; 113:492-8.
30. Viktorsson SA, Ingvarsdottir IL, Hreinsson K, Sigurdsson
MI, Helgadottir S, Amorsson P, et al. Lokuskipti vegna
ósæðarlokuþrengsla á íslandi 2002-2006: Langtíma-
fylgikvillar og lifun. Læknablaðið 2011; 97: 591-5.
208 LÆKNAblaðið 2012/98
J