Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2012, Síða 19

Læknablaðið - 15.04.2012, Síða 19
TILFELLI / YFIRLIT Stífkrampi - tilfelli og yfirlit Bjarni Guðmundsson1 læknir, Albert Páll Sigurðsson1 læknir, Anna S. Þórisdóttir2 læknir ÁGRIP 79 ára bónda var vísað á Landspítala þar sem hann hafði ekki getað opnað munninn í þrjá daga. Við skoðun voru tyggingarvöðvar spenntir. Talið var að þetta væri stífkrampi eða los á kjálkaliði. Reynt var að setja hann í lið án árangurs. Síðar bar á öndunarörðugleikum sem ágerðust. Bóndinn fór á gjörgæslu í öndunarvél. Hann hafði stungið sig í fingur á gaddavír við landbúnaðarstörf nokkru áður. Hann hafði ekki fengið stíf- krampabólusetningu í mörg árog óljóst var um grunnbólusetningu. Gefið var stífkrampa-ónæmisglóbúlín og sýklalyf. Síðar fékk hann truflun á ósjálfráða taugakerfinu auk gjörgæslu-úttaugameins. Hann lá 45 daga á gjörgæslu og útskrifaðist heim eftir 8 mánaða legu. Ástandið hefur lagast og er hann nú að mestu leyti sjálfbjarga. I greininni erfarið yfirtilfellið og gefið yfirlit yfir stífkrampa. Sjúkrasaga ’Taugadeild, 2smitsjúkdómadeild Landspítala. Fyrirspurnir Albert Páll Sigurösson alberts@landspitali.is Greinin barst: 1. október 2011 - samþykkt til birtingar: 29. febrúar 2012. Höfundar tiltaka engin hagsmunatengsl. 79 ára bóndi leitaði á heilsugæslu þar sem hann hafði átt erfitt með að opna munn í þrjá daga. Einkennin byrjuðu skyndilega og var munnurinn nær lokaður frá byrjun. Vegna þessa átti hann erfitt með tal, var ófær um að neyta fastrar fæðu og drekka. Sjúklingi var vísað á Landspítala til frekara mats. Heilsufarssaga var markverð fyrir háþrýsting, lang- vinna lungnateppu, endurteknar öndunarfærasýkingar, vanstarf á skjaldkirtli og járnofhleðslu. Lyf tekin að staðaldri voru: hýdróklórtíazíð, diltía- zem, levótýroxín, salmeteról-loftúði og flútíkasóne- nefúði. Við komu voru lífsmörk eðlileg og sjúklingur var ekki veikindalegur að sjá. Hann gat einungis opnað munn um nokkra mm og var skoðun á munnholi því takmörkuð. Þrátt fyrir það var hann fær um að tjá sig nokkuð skilmerkilega. Engin eymsl voru yfir kjálka- liðum. Tyggingarvöðvar (mm. masseter) voru spenntir báðum megin. Engin merki voru um áverka. Almenn líkams- og taugaskoðun var að öðru leyti ómarkverð. Sjúklingnum var í tvígang gefið 5 mg díazepam í æð. Þetta gerði honum kleift að opna munn aðeins um nokkra mm til viðbótar. Sneiðmynd af höfði og munnholi var eðlileg. Blóð- rannsóknir sýndu eðlilegan blóðhag, blóðsölt, kreatínín, blóðsykur og CRP. Heildarkalk var 2,01 (eðlilegt 2,15- 2,60). Albúmín var ekki mælt. Á þessu stigi vaknaði meðal annars grunur um stíf- krampa. Þetta þótti ólíklegt, meðal annars í ljósi þess hve litla verki hann virtist hafa. Fengið var álit háls-, nef- og eyrna- og kjálkaskurðlæknis. Los á kjálkalið var hugsanlega talið skýra einkennin. Sjúklingur lagðist því inn á HNE-deild. Daginn eftir var reynt að setja kjálka í lið í svæfingu. Sú aðgerð skilaði ekki tilætluðum ár- angri. Sjúkiingur var áfram ófær um að opna munninn og fór ástandið versnandi. Tveimur dögum eftir inn- lögn fór að bera á öndunarörðugleikum. Þeir ágerðust hratt og endaði með því að sjúklingur fór í öndunar- stopp. Sjúklingur var þá almennt mjög stífur og með kjálkastjarfa (trismus) sem gerði það að verkum að nær ómögulegt var að tryggja öndunarveg. Gefið var 10 mg af díazepami í æð en við það slaknaði á kjálka og öndunarvegi þannig að hægt var að veita viðeigandi öndunaraðstoð. Sjúklingur lagðist inn á gjörgæsludeild og var settur á ytri öndunarvélameðferð. Á þessu stigi var talið líklegast að um stífkrampa væri að ræða. Or- sök öndunarstopps var talin vera berkjukrampi (laryn- gospasm). Helstu mismunagreiningar stífkrampa eru trufluð vöðvaspenna (dystonía) vegna sefandi (nenro- leptic) lyfja, en í vöðvaspennuviðbrögðum vegna þeirra snýr andlit sjúklings nánast alltaf til hliðar sem er mjög óvanalegt fyrir sjúkling með stífkrampa. Sjúklingurinn var ekki á slíkum lyfjum og sneri andlit hans beint fram í krömpunum. Tannsýkingar geta valdið kjálkastjarfa (trismus) en ekki öðrum einkennum stífkrampa. Lágt kalk veldur ekki vöðvastífleika fyrr en gildi heildar- kalks er komið niður fyrir 1,8-1,9 mmól/L og því þótti ekki líklegt að blóðkalsíumlækkun skýrði einkenni sjúklings. Strikníneitrun er í raun eina ástandið sem getur líkst stífkrampa. Strikníngildi var ekki mælt. Fram kom að sjúklingur hafði stungið sig í fingur á gaddavír við búskapinn nokkrum vikum áður og verið um svipað leyti með ryðgaðan nagla í munninum við girðingavinnu. Hugsanlegt er að annaðhvort þessara atvika hafi valdið sýkingunni. Sjúklingur hafði ekki fengið stífkrampabólusetningu í mörg ár og óljóst var með grunnbólusetningu. Honum var gefið stífkrampa- ónæmisglóbúlín (tetanus immunuglobulin), penisillín og metronídazol. Sólarhring eftir innlögn á gjörgæsludeild var hann kominn á innri öndunarvélameðferð. Fljótlega eftir það fór að bera á miklum sveiflum í blóðþrýstingi og púls sem talið var stafa af truflun á ósjálfráða taugakerfinu. Sjúklingur var lengst af stífur í kjálka- og hálsliðum. Þetta virtist versna við áreiti og náði stundum til út- lima og bols. Sjúklingur lá í alls 45 daga á gjörgæslu- LÆKNAblaðið 2012/98 211

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.