Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2012, Síða 28

Læknablaðið - 15.04.2012, Síða 28
Y F I R L I T geta verið viðtöl, vitjanir, símtöl eða önnur samskipti. Skráin hefur sambærilegan tilgang og Vistunarskrá: að afla þekkingar um starfsemi heilsugæslunnar, hafa eftirlit með þjónustunni og tryggja árangur og gæði. Þá er og heimilt að nota gögn úr skránni til vísindarannsókna. Skráin nær aftur til ársins 2004 og hefur verið uppfærð einu sinni á ári. Við hana bætast um 1,5 milljónir færslna á ári. Stefnt er að rafrænum rauntímasendingum í skrána á allra næstu miss- erum. Auk persónuauðkenna eru skráð stofnun, dagsetning heim- sóknar, tilefni, sjúkdómsgreiningar og úrlausnir. Fæðingaskrá Tilgangur fæðingaskrár er að afla þekkingar um fæðingar og ný- bura, hafa eftirlit með fæðingarþjónustu, tryggja gæði hennar og meta árangur. Landspítalinn er vörsluaðili þessa gagnasafns en lögum samkvæmt er landlæknir ábyrgðaraðili. í skrána er safnað upplýsingum um allar fæðingar á landinu og nær skráning aftur til 1972 en er rafræn síðan 1982. Skráðar eru upplýsingar um for- eldra, hver tók á móti, sjúkdómsgreiningar móður og aðgerðar- númer fyrir inngrip á meðgöngu (frá 22. viku), í eða eftir fæðingu, auk sjúkdómsgreininga barns við fæðingu, þar með taldir með- fæddir gallar. Afbrigði eru skráð samkvæmt ICD-10. Skráð eru þyngd og lengd barns, APGAR-skor og sjúkdómsgreiningar barns, auk meðfæddra galla sem greinast fyrir útskrift. Ekki eru í skránni upplýsingar um fósturlát fyrir 22. viku, notkun lyfja, tóbaks, áfengis og fæðubótarefna á meðgöngu eða fæðingargalla sem greinast eftir útskrift af fæðingardeild. Þarna er rúm fyrir úrbætur. I nokkur ár hafa verið gefnar út ársskýrslur fyrir fæðinga- skrána með margs kyns gagnlegum upplýsingum og er skýrslan aðgengileg á vef Landspítala.13 Einnig eru til skrár um framkvæmdar fóstureyðingar og ófrjó- semisaðgerðir en þær eru ópersónugreinanlegar. Dánarmeinaskrá Stöðluð skráning dánarmeina á sér langa sögu hér á landi sem nær allt aftur til ársins 1911 en þá bað landlæknir Hagstofuna að halda slíka skrá og sinnti hún því til 1. maí 2011. Þá var landlækni falin ábyrgð á rekstri Dánarmeinaskrár og hefur skráin þannig eign- ast framtíðarheimili með öðrum heilbrigðisskrám landsmanna. Dánarmeinaskrá inniheldur upplýsingar af dánarvottorðum en þar er helst að finna persónuauðkenni, dánardag og dánarorsakir. Skráð eru dánarmein sem teljast bein orsök dauða en einnig annað ástand sem telst samverkandi að dauða. Einnig er skráð hvort um var að ræða eðlilegan dauðdaga, slys, sjálfsvíg, manndráp eða annað. Dánarorsakir eru skráðar samkvæmt ICD (ICD-10 síðan 1996). Skráin er rafræn að hluta til síðan 1981 og alveg rafræn síðan 1996. Gögn Hjartaverndar Hjartavernd er sjálfseignarstofnun sem var stofnuð sem landssam- tök árið 1964. Rannsóknarstöð Hjartaverndar hóf síðan starfsemi sína árið 1967. Hóprannsókn Hjartaverndar (Thc Reykjavik Study) hófst 1967 og er aðalmarkmið hennar að finna og rannsaka helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma hér á landi. Margar nýrri rannsóknir hafa sprottið út frá eða í tengslum við upphaflegu rannsóknina og þátt- takendur eru samtals orðnir yfir 30.000. Eftirfylgni í rannsóknum Hjartaverndar er að meðaltali um 26 ár en mest um 40 ár. Mikil- vægur þáttur í starfi Hjartaverndar er alþjóðlegt samstarf. Helstu viðbótarrannsóknir við þá upphaflegu eru 1) MONICA sem var framkvæmd 1983, 1988 og 1993, þátttakendur voru 1500- 2000 í hverjum áfanga og voru á aldrinum 25-75 ára, 2) afkomenda- rannsókn á árunum 1997-2002 á afkomendum þátttakenda í upp- haflegu rannsókninni, 3) öldrunarrannsókn Hjartaverndar var gerð á árunum 2002-2006 og náði til 5700 eftirlifandi þátttakenda úr upphaflegri rannsókn Hjartaverndar; lyfjanotkun var vandlega skráð. Annar áfangi Öldrunarrannsóknarinnar stóð á árunum 2007-2011. 4) REFINE er ný hóprannsókn sem hófst 2005 og nær til rúmlega 6000 þátttakenda. Frá upphafi hefur verið lögð mikil áhersla á gæði og fjöldi skráðra rannsóknarþátta er mikill. Gögnin eru vistuð dulkóðuð en hægt er að afkóða þau og samkeyra með öðrum söfnum. Gögn Hjartaverndar eru mikil að vöxtum og gæðum og þó að mikið hafi verið unnið upp úr þeim er fjölmargt ógert enn. Til að gera rannsókn á gögnum Hjartaverndar þarf fyrst að skoða lista yfir spurningar og rannsóknir til að sjá hvort nauðsynlegar upp- lýsingar séu til staðar og síðan þarf að stofna til samvinnu við ein- hvern af samstarfslæknum stofnunarinnar. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri rannsókna.11 Aukaverkanir lyfja Tilkynningar um aukaverkanir lyfja og fæðubótarefna á að senda til Lyfjastofnunar15 sem sendir þær áfram þangað sem þeim er safnað saman í tvö fjölþjóðleg gagnasöfn. WHO hefur safnað slík- um gögnum síðan 1966 og löndin sem taka þátt í því starfi eru um 100 talsins. Innan Evrópusamstarfsins (EES) hefur aukaverkanatil- kynningum einnig verið safnað í nokkur ár. Hægt er að gera leit í þessum gagnasöfnum en það fá eingöngu valdir aðilar; þó er hægt að panta leit í safni WHO. Gögnin eru ekki persónugreinanleg og þess vegna ekki hægt að samkeyra þau við önnur gagnasöfn. Flest lönd geyma sín gögn í persónugreinanlegum skrám sem er hægt að samkeyra við aðrar skrár og nota við rannsóknir. Því miður er slík skrá ekki haldin hér á landi. Mannfjöldi Stundum er þörf á tölum um mannfjölda, til dæmis ef leggja þarf mat á nýgengi eða algengi. Á vefsíðu Hagstofu íslands16 er öflugur vefur um mannfjölda á íslandi sem nær allar götur aftur til mann- talsins árið 1703. Fyrir síðustu áratugi er hægt að kalla fram tölur um mannfjölda á landinu eftir sveitarfélögum, kyni og aldri. Auð- velt er að búa til töflur með þeim tölum sem þarf að nota hverju sinni og vista til dæmis sem excel-skjal. Önnur gagnasöfn landlæknis Samskiptaskrá sjálfstætt starfandi sérfræðinga hefur verið í burðar- liðnum í nokkur ár en í hana er safnað tilteknum lágmarksupp- 220 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.