Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2012, Page 29

Læknablaðið - 15.04.2012, Page 29
Y F I R L I T lýsingum um samskipti við sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Skrá- in er hliðstæð Samskiptaskrá heilsugæslunnar sem inniheldur sambærilegar upplýsingar úr heilsugæslu. Landlæknir hefur einnig heimild í lögum frá 2007 til þess að setja á fót landsskrá um taugasjúkdóma og landsskrá um hjarta- og æðasjúkdóma. Hvorug þessara skráa hefur litið dagsins ljós en litið er á Hjartaáfallaskrá (Monicaskrá) sem fyrsta skrefið í gerð hjarta- og æðasjúkdómaskár. Hjartaáfallaskrá er á ábyrgð landlæknis en Hjartavernd hefur frá upphafi séð um vinnslu hennar samkvæmt sérstökum samningi þar um. Nýlega tóku gildi breytingar á lögum um landlækni þar sem Lýðheilsustöð er sameinuð landlæknisembættinu. Við þessa lagabreytingu bættist einnig við lögin heimild til að setja á fót landsskrá um sykursýki og jafnframt var bætt við ákvæði í lög um landlækni sem heimila honum að taka til varðveislu gagnasöfn um sjúkdóma sem stofnað var til fyrir setningu tölvulaga. Það eru til að mynda gagnasöfn sem einstakir heilbrigðisstarfsmenn hafa byggt upp á liðnum áratugum. Þessi gagnasöfn eru sum hver ekki í virkri notkun en gætu nýst til rannsókna síðar meir. Meðferð upplýsinga úr slíkum gagnasöfnum verður með heimild Persónu- verndar og Vísindasiðanefndar. Að lokum má nefna Slysaskrá Vinnueftirlitsins'7 sem geymir upplýsingar um vinnuslys sem tilkynnt hafa verið á Islandi frá árinu 1984. Rannsóknir í lyfjafaraldsfræöi Eins og áður hefur verið nefnt eru rannsóknir á sviði lyfjafaralds- fræði nauðsynlegur þáttur í lyfjaþróun og geta iðulega aukið gæði lyfjanotkunar og gert lyf hættuminni. Þar að auki eru slíkar rann- sóknir tiltölulega ódýrar og fljótlegar. Þegar eingöngu er unnið úr gagnasöfnum fást svörin strax. Fjölmörg dæmi eru um að slíkar rannsóknir hafi leitt í ljós aukaverkun18 sem ekki var vitað um, gagn af viðkomandi lyfi sem ekki var vitað um áður19 eða nýjar upplýsingar um milliverkun.20 Hér ber þó að hafa í huga að gagna- söfnin innihalda hvorki upplýsingar um lyf sem eru seld án lyfseð- ils né fæðubótarefni. Rannsóknarsnið í lyfjafaraldsfræði geta verið með ýmsu móti og má þar til dæmis nefna tilfellaviðmiðarannsóknir, þversniðs- rannsóknir, ferilrannsóknir og ýmis afbrigði af þessum rann- sóknarsniðum. Þetta fer allt eftir rannsóknarspurningunni og eðli þeirra gagna sem unnið er með hverju sinni. Rannsóknir af þessu tagi eru að sjálfsögðu ekki gallalausar og orðið getur ýmis konar bjögun eða gruggun sem erfitt getur verið að sjá við eða leiðrétta fyrir.2'21 Fáein dæmi um spurningar sem lyfjafaraldsfræðirannsókn gæti svarað: • Auka prótónpumpuhemlar (PPI) hættu á beinbrotum? • Auka prótónpumpuhemlar (PPI) hættu á lungnabólgu? • Fylgir bólgueyðandi verkjalyfjum (NSAID) hætta á nýrnaskemmdum? • Draga bólgueyðandi verkjalyf úr hættu á heilabilun eða Parkinsonsveiki? • Hafa bisfosfónöt eða statín áhrif á lifun? • Eykur insúlínnotkun hættu á illkynja sjúkdómum? • Lenda þeir sem nota svefnlyf og róandi lyf frekar í umferðaróhöppum? Umsóknir um leyfi Þegar gera á lyfjafaraldsfræðilega rannsókn þarf alltaf að skrifa fyrst rannsóknaráætlun og skilgreina rannsóknarspurningarnar. Eins og í öllum öðrum rannsóknum þarf að vanda til þessa verks. Að þessu loknu þarf að hafa samband við umsjónaraðila viðkom- andi gagnasafns eða safna og leggja þar inn umsókn. Alltaf þarf leyfi frá umsjónaraðila viðkomandi gagnasafns og frá Vísindasiða- nefnd. Eyðublað fyrir umsókn er á vefsíðu Vísindasiðanefndar22 og rétt er að kynna sér reglugerð um vísindarannsóknir á heil- brigðissviði nr. 286/2008. Oft þarf leyfi frá Persónuvernd en sumar rannsóknir er nóg að tilkynna þangað. Upplýsingar um þetta er að finna á vefsíðu Persónuverndar23 og í lögum um persónuvernd (nr. 77/2000) en í vafatilfellum er rétt að hafa samband og spyrj- ast fyrir. Ef gagnasöfn eru í vörslu landlæknis þarf að sækja um aðgang með því að fylla út eyðublað á vefsíðu landlæknisembætt- isins11 og láta umsóknir til Vísindasiðanefndar og Persónuverndar fylgja með. Ef rannsóknin felur í sér samkeyrslu við gagnasöfn embættisins sér það um að afla leyfis Persónuverndar í samvinnu við rannsakanda. Ef rannsóknin felur í sér aðgang að sjúkraskrám þarf leyfi viðkomandi lækningaforstjóra og einnig formlegt leyfi Persónuverndar. Lyfjastofnun veitir leyfi fyrir íhlutandi lyfjarann- sókn. Ef nota á gögn úr lífsýnasafni þarf leyfi frá stjórn viðkom- andi lífsýnasafns. Þakkarorð Við þökkum þeim sem hafa liðsinnt okkur við öflun upplýsinga fyrir þessa ritgerð en það eru sérstaklega þeir sem hafa umsjón með viðkomandi gagnasöfnum. LÆKNAblaðið 2012/98 221

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.