Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2012, Side 37

Læknablaðið - 15.04.2012, Side 37
ÚR PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Lyf á lágmarksverði Anna Kristín Jóhannsdóttir annakrisjo@gmail. com Höfundur er heilsugæslulæknir á Seltjarnarnesi Breyting varð á lyfjaverði 1. mars. Á markað komu lyf á lægra verði. Öruggt merki um harða samkeppni á lyfjamark- aði, sem er sjúklingum og þjóðfélaginu öllu til hagsbóta. Hins vegar, vegna gildandi reglugerðar um greiðsluþátttöku ríkisins, hætti niðurgreiðsla Sjúkratrygg- inga íslands (SÍ) á öðrum lyfjum í sama flokki og þessi ódýru lyf. Um algeng og mikið notuð blóðþrýstings- og meltingar- færalyf er að ræða. Lyfin sem ekki eru lengur niðurgreidd höfðu hins vegar þegar lækkað mikið í verði vegna tilkomu reglugerðarinnar og harðnandi samkeppni lyfjafyrirtækja. Strax kom fram gagnrýni frá læknum um að blóðþrýstingslyfin sem nú var ekki greiðsluþátttaka í, það er ARB, séu ekki alveg sambærileg við blóð- þrýstingslyfin sem eru niðurgreidd, það er ACE. Einnig eru aukaverkanirnar mis- munandi. Þessar fréttir komu fljótt í dag- blöð og einnig hvernig vandinn blasti við sjúklingum. Sjúklingur á ARB-lyfi þurfti í apóteki að borga sitt lyf að fullu því ekki er hægt að bjóða honum niðurgreitt lyf, það er ACE, því það tilheyrir ekki sama lyfjafræðilega flokki. Sjúklingur hefur ekki önnur úrræði í þeirri stöðu en að greiða lyfið að fullu eða sleppa því og reyna að ná sambandi við lækni sinn. Velferðar- ráðuneyti brást við gagnrýni lækna og sjúklinga með breytingu á reglugerðinni á þá leið að sjúklingum er tryggður aðgang- ur að þeim blóðþrýstingslyfjum sem höfðu greiðsluþátttöku í febrúar síðastliðnum. Reglugerðarbreytingin tekur hins vegar ekki gildi fyrr en 1. apríl þegar næsta lyfja- verðskrá verður gefin út. Breytingin nær heldur ekki til þátttöku í kostnaði á maga- sárslyfjum. Svo þeir sjúklingar sem þurfa að endurnýja sín blóðþrýstingslyf í mars eru í vindinum. Eins og áður bitna þessar breytingar fyrst og fremst á sjúklingunum. Von er á fleiri lyfjum á lægra verði frá sama fyrirtæki, sem samkvæmt fréttum, hefur náð samningum við stóra fram- leiðendur erlendis. Má því vænta frekari sviptinga í þessum efnum. Er það af hinu góða? Komust við lengra? Tekist hefur að ná fram mikium sparnaði í lyfjakostnaði ríkisins nú þegar. Lyfjaverð hefur almennt lækkað. Lítið hefur verið rætt um afleidd- an kostnað. Við upphaflega gildistöku reglugerðarinnar tók það margra mánaða vinnu og eftiriit að fylgjast með áhrifum lyfjabreytinga. Allar breytingar á lyfja- meðferð sjúklinga kosta aukið eftirlit, með fleiri heimsóknum til iæknis, auk fleiri blóðprufa eins og raunin varð vegna blóð- fitulækkandi lyfjanna. í sumum tilfeilum hefur komið fyrir að sjúklingum hefur hrakað, eins og til dæmis við breytingu á geðlyfjameðferð. Aukin vinna hefur verið hjá læknum vegna vottorðaskrifa og aukin vinna hjá SÍ við móttöku vottorða og úr- vinnslu lyfjaskírteina. SÍ hefur bætt sína vinnuferla svo afgreiðsla lyfjaskírteina tekur styttri tíma en áður, en alltaf verður nokkurra daga bið. Sjúklingur getur verið lyfjalaus á þeim tíma, nema hann greiði lyfin að fullu úr eigin vasa. Að auki skerðist tímaframboð til þeirra sem þurfa læknishjálp af öðrum ástæðum. Má heilsugæslan þó ekki við því. Þetta telur allt en sjaidan virðist gert ráð fyrir þessu sem kostnaði í umræðunni. Þyrfti heilsu- hagfræðilega úttekt á því. Hringl í lyfjameðferð er heldur ekki góð fyrir sjúklinga, hún skapar óöryggi og kvíða, sérstaklega hjá öldruðum sem eru oft á fjöllyfjameðferð vegna margra langvinnra sjúkdóma. Þetta er einnig mjög viðkvæmur hópur með meiri hættu á alvarlegum aukaverkunum af lyfjum. Yngra fólk er oft minna viðkvæmt en tíðar lyfjabreytingar skapa einnig óöryggi hjá þeim og er hætt við minni meðferðar- heldni. Sjúklingur getur átt á hættu að við hverja lyfjaendurnýjun, á þriggja mánaða fresti, sé honum boðið nýtt samheitalyf sem getur mögulega virkað á annan hátt á sjúkling. Á þennan hátt á ekki að gefa lyf. Við prófun á lyfjum er fyrst og fremst litið til langtímaáhrifanna. Tryggja þarf því að sjúklingur fái sama lyf niðurgreitt til næstu ára. Hvers vegna á að breyta lyfja- meðferð sem þolist og virkar eins og hún á að gera? Er ekki hægt að beita öðrum aðferðum núna þegar þessi árangur hefur þó náðst í sparnaði fyrir þjóðarbúið? Heimilislæknar fá mánaðarlega senda rafræna tilkynningu um lyfjaverðskrána þann mánuð. I Sögukerfinu sést einnig hámarksverð allra lyfja, uppfært mánaðar- lega til samræmis við lyfjaverðskrá þess mánaðar. Það auðveldar talsvert við val lyfja, enda eigum við læknar ætíð að hafa hagsmuni sjúklings og þjóðarbús í huga við allar iyfjaávísanir. Tel ég að allir læknar taki það alvarlega. Ef aðrir læknar fá ekki sömu upplýsingar mánaðarlega má bæta úr því. Hættum þessu hringli. Stjórn LÍ Þorbjörn Jónsson, formaður ValgerðurÁ. Rúnarsdóttir, varaformaður Magnús Baldvinsson, gjaldkeri Anna K. Jóhannsdóttir, ritarí Árdís BjörkÁrmannsdóttir Orri Þór Ormarsson Salome Ásta Arnardóttir Steinn Jónsson Þórey Steinarsdóttir I pistlunum Úrpenna stjórnarmanna Li birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. LÆKNAblaðið 2012/98 229

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.