Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.2012, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.04.2012, Qupperneq 40
BARNALÆKNIR í ÍRAK Frank Matloy hjúkrunarfræöingur, greinarhöfundur og þrír misjafnlega vel vopnaðir laganna verðir keppa í hvergetur lengst haldið niðri í sér andanum. Frank tapaði. stóru slagæðanna, sem alla jafna er lagað innan nokkurra daga á Vesturlöndum. Hamfarir af manna völdum Irak varð ekki fyrir neinum náttúruham- förum einsog Hondúras. Kannski meira svona mannlegum náttúruhamförum. En áhrifin urðu enn verri. Fellibylurinn Saddam Hússein blés ekki yfir landið á nokkrum dögum - hann hafði 24 ár til að dunda sér við að murka lífið úr fólkinu sínu. Eini barnahjartalæknirinn í Nasiriyah, sem er einn af tíu barna- hjartalæknum í öllu landinu - 30 milljóna samfélagi - orðaði þetta vægast sagt pent hér um daginn. Hann sagði: „Vandamál þessa lands er að það hefur aldrei átt almennilega leiðtoga (!!)." Svo lengi sem ég man eftir mér hefur Irak átt í stríði. Eg man eftir reglulegum fréttum af mannfalli úr íran-írak stríðinu, sem skilaði hvorugu landinu nokkru öðru á níu ára tímabili (1980-1988) en einni milljón fallinna hermanna. Næst á dagskrá var innrásin í Kúveit 1990 og áframhaldandi efnavopna- hernaður gegn Kúrdum í Norður-írak. Og svo kom að innrás Vesturlanda í írak árið 2003 með fordæmalausri meðvirkni Islendinga, sem aðilar að hinu svokallaða „bandalagi hinna viljugu þjóða". Síðustu hermennirnir úr þeim leiða leiðangri yfir- gáfu landið um það bil mánuði áður en við mættum til leiks. Ég bjóst við að hitta fyrir fólk sem væri illa haldið af áfalla- streitu eftir áratuga stríðsátök og ótta við sjálfsmorðssprengjuárásir, sem færst hafa í vöxt eftir brottför amerísku hermannanna. Þess í stað hitti ég fyrir jákvætt, brosmilt og æðrulaust fólk sem ber það ekki utan á sér að hafa lifað við ótta, kúgun og stríð í áratugi. Eftir að ég hafði þráspurt íraskan barnalækni um áhrif átakanna og óörygg- isins á daglegt líf, viðurkenndi hann að líklega væri íraska þjóðin farin að líta á stríð sem hluta af hinu daglega lífi. Einn amerískur hjálparstarfsmaður sem sér um að skipuleggja ferðir ICHF sagði að fyrst eftir innrásina 2003 hefði útlendingum verið tekið sem vinum og þeim boðið heim í mat af ókunnugu fólki. En eftir því sem leið á hernámið og útlendingarnir sýndu ekki á sér neitt fararsnið, þvarr gestrisni heimamanna. Nú eru þeir mjög varir um sig og umgangast lítið útlendinga. Saddam Hússein getur þó ekki eignað sér allan heiðurinn af ömurlegu heil- brigðiskerfi landsins. Þar drattast Sam- einuðu þjóðirnar (SÞ) líka um með þungan myllustein um háls. Fyrir 1990 höfðu 93% írösku þjóðarinnar aðgang að heilbrigðis- þjónustu sem var með þeim bestu í Mið- austurlöndum. I kjölfar innrásarinnar í Kúveit settu SÞ viðskiptabann á írak og í kjölfarið hrundi efnahagur þjóðarinnar og þar með heilbrigðiskerfið. Saddam Húss- ein dró úr útgjöldum til heilbrigðismála um 90%. Heilsugæslum og sjúkrahúsum var lokað, skortur varð á lyfjum og heil- brigðisstarfsmenn flýðu land. Ýmsum meðfæddum göllum fjölgaði, en einnig illkynja sjúkdómum, bæði meðal barna og fullorðinna. Þetta hefur verið rakið meðal annars til efnavopnahernaðar Saddams Hússein gegn Kúrdum í Norður írak, þar sem tíðni meðfæddra hjartagalla hefur margfaldast, en einnig hafa refsiaðgerðir SÞ átt beinan þátt í versnandi heilsufari þjóðarinnar. Dánartíðni barna undir 5 ára aldri rúmlega tvöfaldaðist frá árinu 1989 til 1999. Mörg þeirra dóu úr hungri. Næringarskortur ófrískra kvenna og lítil mæðravernd olli einnig aukningu með- fæddra fæðingargalla. Þegar hinar viljugu þjóðir réðust inní landið 2003 var vopnun- um beint að meginstoðum samfélagsins, einsog vegum, rafmagnsveitum, vatnsveit- um, skólpleiðslum og sjúkrastofnunum. Svokallað rýrt úran var notað í sprengju- odda en þetta er geislavirkur málmur með langan helmingunartíma. Sprengjurykið dreifist í andrúmslofti, sest í jarðveginn og er talið krabbameinsvaldandi. Þannig hefur tilfellum ýmissa illkynja sjúkdóma fjölgað á sama tíma og möguleikar til sjúk- dómsgreiningar og meðferðar eru minni. I refsiaðgerðum eins og þeim sem SÞ beittu, kristallast áhrifaleysi samtakanna, einfeldningsleg heimssýn og áhugaleysi á raunverulegum afleiðingum aðgerða sem þessara. Madeleine Albright, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom fram í viðtali í þættinum 60 mínútur árið 1996. Þegar henni var bent á að talið væri að um hálf milljón barna hefði dáið vegna refsiaðgerða SÞ og hún spurð hvort þær væru virkilega þess virði svaraði hún: „Já, við teljum að þær séu þess virði." 232 LÆKNAblaðið 2012/98
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.