Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2012, Side 45

Læknablaðið - 15.04.2012, Side 45
LYFJAEFTIRLIT „Það væri æskilegt að lækimr hefðu aðgang að lyfjagagmgrunninum í dag og gætu scð Iwort sjúklingar þeirra fá lyfjum ávtsað annars staðar. Það er auðvitað gagnlegt jafnvel þótt þeir sæju ekki nöfn hinna læknanna. Það myndi eflaust hafa áhrif á ákvörðun læknisins efhann sæi að sjúklingurinnfær sama lyfhjá 13 öðrum læknum eins og dæmi eru um þó það sé ekki algengt," segja þau Ólafur, Magnús og lngunn. í samfélaginu fyrir alvöru um mitt síðasta ár. „Ef við gætum sagt að notkunin á ávanabindandi lyfjum væri að minnka og/ eða stórnotendum að fækka, þá gætum við beint sjónum okkar að fleiri þáttum lyfja- eftirlitsins," segir Ingunn. „Við höfum hins vegar ekki bolmagn til þess. Það er vitað að fjöllyfjanotkun, notkun margra lyfja samtímis, er mjög mikil á Islandi. Sumt af því á eflaust fullan rétt á sér en við teljum að hluti þessarar notkunar stafi af lítilli yfirsýn einstakra lækna yfir heildarlyfja- notkun sjúklinga sinna." „Þar komum við aftur að mikilvægi rafrænnar sjúkra- og lyfjaskrár," skýtur Magnús inn. „Við þekkjum ótal dæmi um sjúklinga sem útskrifast af sjúkrahúsunum og fá ávísað lyfjum sem eingöngu eru ætl- uð til tímabundinnar notkunar. Svo dagar þetta uppi og sjúklingurinn er kannski að taka lyfin mánuðum eða jafnvel árum saman. Það eru alls kyns dæmi um ómarkvissa lyfjanotkun og að mínu mati ætti heimilislæknir að hafa nauðsynlega yfirsýn til að koma í veg fyrir svona." Án rafrænnar lyfjaskrár rekst hvað á annars horn og Magnús segir að við nú- verandi ástand fái heilsugæslan í mörgum tilfellum ekki nauðsynlegar upplýsingar frá sérfræðilæknum sem sjúklingar leita til. „Heimilislæknirinn fær ekki læknabréf frá sérfræðingunum og hefur því ekki neina möguleika á að vita hvað þeir gera, nema með því að spyrja sjúklinginn sem kannski veit ekki eða man ekki hvaða lyf hann er að taka. Eg þekki dæmi um lækna sem hafa sent sjúklinga heim eftir öllum pilluglösum og lyfjaumbúðum til að vita með vissu hvaða lyf þeir eru að taka. Rafræn skráning þessara upplýsinga mun eflaust leysa þennan vanda en alls ekki allan. Fíklar munu halda áfram að misnota lyf og reyna að blekkja lækna til að ávísa þeim." Ofnotkun annarra lyfja horfiö í skuggann Ólafur bendir á að hópurinn sem mis- notar lyf sé ekki stór en kostnaður við kerfisbreytinguna, sem er fyrst og fremst hugsuð til að draga úr eða koma í veg fyrir misnotkun, sé mikill. „Það er pólitísk ákvörðun hvort á að leggja í þann kostnað." Þau nefna ýmis dæmi um svik og pretti en segja ástæðuna oft einfaldlega vera mikið álag í heilsugæslunni þar sem sjálfvirkni í lyfjaafgreiðslu fer stundum úr hófi. „Óprúttnir einstaklingar hafa misnotað þjónustuna sem heilsugæslan reynir að veita. Við höfum dæmi um ein- staklinga sem hafa verið búnir að koma sér upp rafrænum skömmtunarlyfseðlum til heils árs hjá þremur læknum. Þegar við höfðum samband við þessa lækna og náðum að stoppa þetta í samstarfi við þá, var viðkomandi einstaklingur strax búinn að koma sér upp lyfseðlum hjá tveimur öðrum læknum. Hann spilaði á þessa sjálfvirkni kerfisins af mikilli kunn- áttu. Sjálfvirk endurnýjun lyfseðla inn á hjúkrunarheimilum hefur einnig verið of sjálfvirk, stundum heldur hún áfram mán- uðum saman eftir að viðkomandi læknir er hættur. Við áttuðum okkur á þessari glufu fyrir rælni vegna þess að læknir sem hafði fengið takmarkaða lyfjaávísana- heimild á ákveðin lyf var enn að ávísa lyfjum á vistmenn hjúkrunarheimilis en LÆKNAblaðið 2012/98 237

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.