Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2012, Side 46

Læknablaðið - 15.04.2012, Side 46
LYFJAEFTIRLIT þá var læknirinn tengdur sjálfvirkt við skömmtunarkort sjúklings," segir Ólafur. „Þetta kemur líka fyrir í rafrænu gátt- inni þar sem lyfjaávísanir liggja stundum vikum saman og fólk er búið að gleyma þegar það kemur í apótekið og veit þá stundum ekki hvaða lyf það er að sækja," segir Magnús. Þau leggja engu að síður áherslu á að rafræna lyfjaafgreiðslan sé mun öruggari og betri en handskrifaðir lyfseðlar en gallarnir við kerfið er líka nokkrir. „Það er mjög slæmt að læknar geti ekki aftur- kallað lyfjaávísun rafrænt og að þeir geti ekki séð hvaða önnur lyf sjúklingurinn á þar inni óútleyst frá öðrum læknum." Magnús nefnir lyfjaflokka sem lyfja- eftirlitið hefur ekki snúist um en mætti sannarlega beina sjónum að. „Þjóðin tekur meira af þunglyndislyfjum en flestar aðrar þjóðir en það þarf ekki endilega að þýða að við séum að taka of mikið af þeim. Kannski erum við komin lengra í með- höndlun þunglyndis en aðrar þjóðir. Við notum líka meira af sýklalyfjum en flestar aðrar þjóðir. Mjög líklega erum við að nota of mikið af þeim. En þetta hefur alveg horfið í skuggann af heimsmetinu sem við eigum í ávísun metýlfenídat-lyfjanna eins og alþjóð er kunnugt." „Þjóðin fékk kalda vatnsgusu framan í sig í júní í fyrra þegar fjallað var um metýlfenídatnotkunina í Kastljósþáttum Sjónvarpsins," segir Ólafur. „Við vorum búin að sjá þetta talsvert löngu fyrr. Hæsti mánuðurinn í ávísun þessara lyfja var mars 2010. Aldrei í íslandssögunni hefur verið ávísað jafn miklu af ávanabindandi GRIMSBORGIR YOUR HOLIDAY HOME IN ICELAND Glæsileg gisting í Grímsnesi Fyrsta flokks veitingastaður ♦ ♦♦ Lúxus gisting fyrir 64 manns ♦ ♦♦ Árshátíðar - Brúðkaup - Afmælisveislur ♦ ♦♦ Góð fundaraðstaða ---------------------- sími: 555 7878 info@grimsborgir.com gsm: 897 6802 www.grimsborgir.is lyfjum og sérstaklega rítalíni. Við viljum leggja sérstaklega áherslu á hversu slæm þessi misnotkun á rítalíni er. Helmingun- artími lyfsins er mjög stuttur og því þurfa fíklar að sprauta sig mjög oft yfir daginn. Það eykur sýkingarhættu vegna óhreinna sprautunála margfalt. Þessu fylgir síðan, eins og komið hefur fram, stóraukin tíðni HlV-smita og lifrarbólgu C smittilfella og við þessu ástandi höfum við að reynt að bregðast með markvissum hætti alveg frá haustinu 2010. Við erum ekki farin að sjá minnkun á ávísunum þessara lyfja ennþá að neinu ráði en hún hefur allavega ekki aukist síðan. Það er hins vegar ekki hægt að sætta sig við að talsvert stór hópur af ungu fólki sé kominn í verulegan vanda vegna misnotkunar lyfja sem fengin eru hjá læknum. Þar þurfa allir að vinna saman að því að leysa þann vanda og við höfum ekki orðið vör við annað en einlægan vilja til þess." Fjórtán dauðsföll árlega Undanfarin ár hafa um 14 dauðsföll vegna ofskömmtunar ávanabindandi lyfja verið skráð árlega. „Hugsanlega eru þau fleiri, en sparnaður við réttarkrufningar síðustu ár hefur haft sín áhrif og enginn réttar- meinafræðingur er starfandi í landinu, heldur er fengin réttarmeinafræðingur frá Þýskalandi þegar ástæða þykir til. Það er hins vegar ástæða til að nefna að í 134 dauðsföllum vegna ávanabindandi lyfja á árabilinu 2002-2011 kom eitt ákveðið verkjalyf, tramadól, við sögu í 37 tilfellum. Þetta er morfínskylt verkjalyf sem sagt er lítið ávanabindandi og er talsvert ávísað en greinilegt að margir eru að misnota það með svona skelfilegum afleiðingum." Verði dauðsfall af völdum lyfjanotkun- ar skoðar lyfjaeftirlitið allar ávísanir á við- komandi 90 dögum fyrir andlátið. „Ef þar er eitthvað sem við teljum athugunarvert er viðkomandi læknir látinn vita. Læknar hafa almennt lýst ánægju sinni með lyfja- eftirlitið og núna er lyfjagagnagrunnurinn uppfærður á tveggja vikna fresti. Helst vildum við ná því sem næst rauntíma og að læknar hefðu beinan aðgang að grunn- inum." 238 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.