Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2012, Síða 51

Læknablaðið - 15.04.2012, Síða 51
BOSTON CONSULTING GROUP Rangar niðurstöður um sykursýki í skýrslu Boston Consulting Group Ástráður B. Hreiðarsson Innkirtlalæknir, yfirlæknir á göngudeild sykursjúkra astradur@landspitali. is í janúarhefti Læknablaösins var sagt frá fundi í Læknafélagi Reykjavíkur, þar sem fjallað var um skýrslu hins sænska Boston Consulting Group (BCG) um íslenska heil- brigðiskerfið.1 A þessum fundi munu hafa komið fram veigamiklar athugasemdir við sumar niðurstöður skýrslunnar. Meðal annars greindi Þórarinn Guðnason hjartalæknir frá röngum niðurstöðum og ályktunum sem varða starfsemi hjarta- lækna, og sem hann hefur farið fram á við velferðarráðuneytið og skýrsluhöfunda að verði leiðréttar.2 Fleiri leiðréttinga er þörf Mörgum hefur komið á óvart að í skýrslu BCG fær meðferð sykursýki á íslandi lága einkunn. Það sem einkum virðist ráða því mati er fjöldi bráðainnlagna vegna sykursýki sem hlutfall af fjölda sykursjúkra. Því miður hefur skýrsluhöfundum BCG þarna orðið á í messunni. Þeir ganga út frá alltof lágum tölum um algengi sykursýki á Islandi. Þeim er kannske vorkunn, en þeir hafa upplýst að þessar tölur séu fengnar úr OECD-skýrslu frá 2009 „Health at a Glance". Þarna virðist vera um að ræða eldri og ónákvæmari tölur en við höfum í dag. Út frá því lága algengi reikna þeir út að bráðainnlagnir vegna sykursýki séu hlutfallslega hærri hér en á hinum Norður- löndunum og þar með fær ísland lága einkunn. Sem betur fer eru til nokkuð áreiðan- legar tölur um algengi sykursýki á íslandi, þakkað veri hóprannsóknum Hjarta- verndar, en síðustu niðurstöður birtust í ágætri grein í Læknablaðinu árið 2009.3 í þeirri grein kemur fram að árin 2004-2007 hafi algengi sykursýki af tegund 2 hér á landi verið um 4% hjá aldurshópnum 25-84 ára. Út frá tölum Hjartaverndar má varlega áætla að algengi sykursýki hjá þjóðinni allri sé að minnsta kosti 2,7% í stað 1,6%, sem er sú tala sem BCG byggir útreikninga sína á. Upplýsingar um ísland í nýlegri útgáfu Alþjóðasykursýkisamtakanna (IDF) byggja einnig á niðurstöðum Hjartaverndar.4 Undirritaður benti skýrsluhöfundum á ofangreint misræmi og í framhaldi af því var mér send leiðrétt tafla sem gengur út frá 2,7% algengi. I stað „Highest index of acute admis- sions adjusted for prevalence" stendur nú „Acute admissions adjusted for prevalence average in Nordics", það er bráðainn- lagnir vegna sykursýki hér eru ekki fleiri en meðaltalið á hinum Norðurlöndunum. Hvað viðvíkur dánartíðni vegna sykursýki stóð í skýrslunni: „Mortality index adjus- ted for prevalence is average for Nordics" en eftir leiðréttingu lítur þetta svona út: „Mortality index adjusted for prevalence is low compared to Nordics", það er hlut- fallsleg dánartíðni hér er lægri en á hinum Norðurlöndunum. Einn skýrsluhöfunda, Elisabeth Han- sen, segir orðrétt í svari til undirritaðs: „As this report was produced in only 5 weeks and covered the entire health care system we unfortunately did not have time to discuss the findings with representati- ves of each specialty which we very much would have liked to have done." Ég læt öðrum eftir að dæma um hvort 5 vikur sé nægilegur tími til þess að taka út heilbrigðiskerfi heillar þjóðar þótt smá sé. Flestum er kunnugt samhengið milli offitu og sykursýki af tegund 2. í BCG- skýrslunni kemur fram að offita sé í mik- illi aukningu hér á landi „Obesity is inc- reased rapidly in Iceland" og að við séum nálægt heimsmethöfum (Ameríkönum) í þeirri grein og langfremstir Norðurlanda. Á sama tíma skrifa skýrsluhöfundar að algengi sykursýki sé mjög lágt, það er 1,6% miðað við 6,3%, sem er OECD-meðaltal, án þess að velta neitt vöngum yfir því. Ofangreind rannsókn Hjartaverndar sýndi einmitt fram á mikla aukningu í algengi sykursýki af tegund 2 hér á landi samfara mikilli aukningu í líkamsþyngd þjóðarinnar á undanförnum árum og áratugum.3 Rétt er að taka fram að eitt af því sem BCG finnur réttilega að í sinni skýrslu er vöntun á sykursýkigagnagrunni. Sótt hefur verið um að koma upp slíkum gagnagrunni við Landspítala en því miður hefur það ekki hlotið náð fyrir augum Persónuverndar. Ég verð að viðurkenna að mér fannst við lestur BCG-skýrslunnar ómaklega vegið að þeim fjölmörgu sem sinna með- ferð sykursjúkra á íslandi. Það er heldur ekki léttvægt að ákveðnir sjúklingahópar þurfi að heyra það að meðferð þeirra sé ábótavant þegar þær upplýsingar byggja á röngum forsendum. Eitt af helstu markmiðum sykur- sýkimeðferðar er að koma í veg fyrir fylgikvilla sykursýki og víða er árangur meðferðar sykursjúkra metinn eftir því. Hingað til höfum við íslendingar ekki far- ið illa út úr slíku mati, og enn sem komið er eru blinda og nýrnabilun hlutfallslega mun sjaldgæfari hér en víðast annars staðar. Óskandi er að svo verði áfram, en ekki víst. Ýmsar blikur eru nú á lofti í heilbrigðis- málum sem því miður gætu haft neikvæð áhrif á meðferð og horfur sykursjúkra. Heimildir 1. The Boston Consulting Group. Health Care System reform and savings opportunities. Iceland Health Care System project. 7. Oct. 2011. 2. Sigurjónsson H. Þekking okkar á málunum er ekki nýtt. Læknablaðið 2012; 98:40-2. 3. Þórsson B, Aspelund T, Harris TB, Launer U, Guðnason V. Þróun holdafars og sykursýki í 40 ár á íslandi. Lækna- blaðið 2009; 95: 259-66. 4. IDF Diabetes Atlas. Fifth Edition. 2011:102-3. LÆKNAblaðið 2012/98 243

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.