Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 9
Rristnihald undirjökli - í máli og mynd
að ræða þýðingu úr ritmáli yfir á samsett táknkerfi kvikmyndarinnar,
þar sem atburðasvið og persónur birtast áhorfanda, umhverfishljóð og
tónlist berast honum til eyrna og harrn hlýðir á samræður persóna, auk
þess sem rödd sögumanns heyrist „utan frá“ í sumum myndum (þ.e.
með innröddun, e. ,,voice-over“). Hið síðastnefnda er tækni sem
ýmsum kvikmyndamönnum er í nöp við, þar eð þeir telja hana fjarri
„sérhæfni" kvikmyndamiðilsins. Eg held þó að neikvætt viðhorf til inn-
röddunar skýrist kannski fyrst og fremst af vissum raunsæisáherslum;
menn vilja ekki rjúfa þá blekkingu að það sem fyrir augu ber standi
sjálfstætt sem bein framsetning veruleikans. Ixmröddun truflar þessa
tálsýn og minnir á að kvikmyndin býr yfir og byggist á flóknu samspili
táknkerfa sem m.a. auðvelda ferðalög fram og aftur í tíma. Með inn-
röddun er yfirleitt verið að hleypa rödd úr annarri tímavídd inní
myndskeið, en þar með er áhorfanda/áheyranda einnig á vissan hátt
lyft „upp úr“ viðkomandi sviðsetningu. Röddin virkar líkt og rödd
sögumanns í skáldsögu og því er þetta tækni sem minnir á að kvik-
myndin er öðrum þræði bókmenntaform. Kvikmyndin og sagan eiga
sér jafhframt marga snertifleti í frásögninni, ekki síst í skipan og inn-
byrðis sambandi fléttu og föflu.4 Sem bókmenntaform er kvikmyndin
þó ekki síður hliðstæð leikritinu. Leikrit eru, sem lesefni, veigamikill
þáttur heimsbókmenntanna og í raun er ekkert sem kemur í veg fyrir
að kvikmyndarit séu einnig lesin sem bókmenntaverk. Það hefur raun-
ar færst nokkuð í vöxt að kvikmyndatextar séu settir á bókamarkað,
þótt þeir séu auðvitað mun sjaldgæfari en leikrit.
Millitextar
í þessu sambandi er rétt að taka fram að skáldsaga, sem kvikmynd er
gerð efdr, er ekki hið ritaða bókmenntasnið myndarinnar - og sama
gildir um skáldsögu sem er efhiviður leikhúsverks. Kvikmynd byggir
allajafna á handriti - ritverki sem kann að vísu að taka einhverjum breyt-
ingum á meðan myndin er í töku og vinnslu. Þegar um er að ræða slíkt
handrit sem gert er eftir skáldsögu má líta á það út af fýrir sig sem
móti kemur að vissu leyti að þessi skáldsaga Laxness festist jafnffamt í sessi sem
menningarlegt kennileiti.
4 Sbr. Jakob Lothe: Narrative in Fiction and Film. An Introduction, Oxford: Oxford Un-
iversity Press 2000, s. 11-71.
7