Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 102
Dudley Andrew
Hvað er til dæmis borgarsinfónía annað en aðlögun hugtaksins í kvik-
m\nd?3 Afdráttarlaus hugmynd um Berlín var til áður en Walter Rutt-
man fjallaði um borgina árið 1927 í kvikmynd srnni. Hvað er hehnilda-
mynd í rauninni annað en merkingarheimur sem Hikmyndin dregm'
fram úr einhverri eldri heild, í tengslum við eitthvert hugtak eða per-
sónu, stað, atburð eða aðstæðm*. Ef við tökum alvarlega þær röksemdir
marxista eða annarra kenrdngasmiða í félagsvísindum að vitrnid okkar sé
ekki opin fyrir heiminum heldur síi hún heiminn samkvæmt móti eigin
hugmyndafræði hlýtur sérhver kvikmyndaleg túlkun að standa í tengsl-
um við einhverja eldri heild sem tvímælalaust er staðsett í persónulegu
eða opinberu reynslukerfi. Með öðrum orðum bregst enghm kvik-
myndagerðarmaður né nokknr kvikmynd (að minnsta kosti ekki í formi
frásagnar) milliliðalaust við veruleikanum sjálfum eða við sinni innri sýn.
Sérhver frásagnarkvikinynd aðlagar eldri hugsun. Sjálft orðið „frásagnar-
legur“ gefur reyndar til kynna að eitthvert líkan sé þegar tdl. Aðlögmi af-
markar frásögnina með áherslu sinni á menningarlega stöðu líkansins,
áréttar að það sé textalegt og búi þegar í textanum. Þegar mn er að ræða
texta sem eru beinlínis kallaðir „aðlaganir", þá er menningarlíkanið sem
kvikmyndin lýsir þegar mikils metið sem frásögn í öðru táknkerfi.
I víðri merkingu á hugmyndin um aðlögunarferlið margt sameiginlegt
með túlkunarfræðum, því að í ströngum skilningi felur aðlögun í sér yf-
irtöku merkingar úr eldri texta. Túlkunarhringurinn, sem er þungamiðja
túlkunarffæða, boðar að útskýring texta gerist því aðeins að fýrir hendi
sé skilningur á honum en að þessi skilningur sé um leið réttlættur með
þeirri gaumgæfilegu útskýiingu sem textinn gefrn* færi á.4 Aðm en við
getum farið að fjalla um og greina texta þurfum við með öðrum orðmn
að skilja til einhverrar hlítar almenna merkingu hans. Aðlögmi er á sama
hátt bæði stökk og ferli. Flókið gangvirki táknmynda hennar fer aðeins
af stað í kjölfar almenns skilnings á táknmiðum þeim sem hún vonast til
að hafa hleypt af stokkunum í lok ferlisins. Þótt allar ffásagnarkvik-
myndir virki á þennan hátt (sem túlkun á persónum, stöðum, aðstæðum,
atburðum og svo framvegis), setjum við þær kvikmyndir í öndvegi sem
3 „Borgarsinfónían" er kvikmyndagrein frá þriðja áratugnum sem telur tæplega
fimmtán kvikmyndir sem allar byggja á formrænu og óhlutstæðu lögmáli en hver
þeirra er helguð framsetningu á einni borg, hvort heldur það er Berlín, París, Nice,
Moskva eða einhver álíka.
4 I túlkunarfræðum er hugmjmdin venjulega eignuð Wilhelm Dilthey þótt Martin
Heidegger hafi beitt henni mjög á tuttugustu öld.
IOO