Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 130
Brian McFarlane
kjarnanna býr til beinagrind frásagnarinnar og þessi samtenging, þetta
„band milli tveggja kjarna er þrungið t\mfaldri virkni sem tengist tíma og
rökvísi í senn“.42 Þessa aðalfrásagnarliði, eða merg málsins eins og Seyin-
or Chatman kallar þá („staðir í írásögninni sem hafa úrsbtaáhrif á þá
stefnu sem atburðir taka“43), er hægt að yfirfæra eins og ég mun sýna.
Þegar mikilvægum aðallið er ejnt eða breytt við kvikmtmdun skáldsögu
(t.d. til að láta hana enda vel fremur en dapurlega) kallar það gjarnan á
hörð viðbrögð gagnrýnenda og óánægju áhorfenda. Kvikmyndagerðar-
maður sem hyggur á „trúa“ aðlögun hlýtur að leitast við að halda öllum
mikilvægustu aðalliðum í verki sínu.
Jafnvel þótt aðalliðirnir haldist geta hvatarnir umhverfis þá engu að
síður „afmyndað“ þá. Starf hvatanna (sem Chatman kallar jylgihnetti)
bætir upp og styður við aðalliðina. Þeir sýna litlar athafnir (t.d. að leggja
á borð fýrir máltíð sem getur kallað á athafnir sem hafa mikil áhrif á sög-
una); þeir gegna því hlutverki að festa aðalliðina í sérstakri tegund raun-
veruleika, að styrkja áferð þessara liða. „Virkni þeirra er rýrð, einhliða,
sníkilsleg. Aðalatriðið er að búa til skýra tímaröð",44 eins og Barthes
kemst að orði. Andstætt þeim „áhættusömu andartökum“ sem aðallið-
irnir skapa „draga [hvatarnir] upp svið öryggis, h\úldar, munaðar";45 með
þeim er smáatriðum sögunnar skipað í einfalda röð á tímasmðinu.
Að því leyti sem þessir liðir, kjarnar jafnt sem hvatar, eru ekki háðir
tungumálinu, í þeirri merkingu að þeir gefi til kynna þætti í innihaldi
sögunnar (í atburðum og athöínum) sem hægt er að sýna munnlega eða
á hljóð-mynd er hægt að flytja þá beint úr öðrum miðlinum yfir í hinn.
Barthes flokkar samþættandi liði áfram í eiginlega vísa og upplýsingaliði en
af þeim er aðeins hægt að yfirfæra hina síðarnefndu. Hinir fýrrnefndu
tengjast hugtökum eins og persónusköpun og umhverfi, þeir eru dreifð-
ari en eiginlegir liðir og því er yfirleitt auðveldara að aðlaga þá en yfir-
færa sem virðist þó liggja tiltölulega beinna við. Upplýsingaliðir eru hins
vegar „hreinar upplýsingar sem búa yfir milliliðalausri merkingu.‘í46
Meðal þeirra eru „tilbúin vitneskja“ eins og nöfn, aldur og starf persóna,
42 Barthes, „Kynning á formgerðargreiningu frásagna“, s. 94.
43 Seymour Chatman, Saga og orðræða: fonngerð fi-dsagna í ska'ldsögum og kvikmyndum
[Stoiy and Discourse: Nairative Structure in Fiction and Fihn], Cornell University
Press: Ithaca, NY, 1978, s. 53.
44 Barthes, „Kynning á formgerðargreiningu frásagna", s. 94.
45 Sami, s. 95.
46 Sami, s. 96.
128