Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 84
Guðni Elísson
k\‘ikmyndum, en þær reyna þá ýmist að réttlæta misgjörðir sínar eða
draga ályktanir sem reynast rangar við nánari skoðun. Geðklofi sögu-
mannsins í Englum alheimsins er þó slíkur að erfitt er að festa ranghug-
myndir hans á filmu. Ef ranghugmyndimar era sýndar sem einhvers
konar draumur er ólíklegt að áhorfandi skilji hversu raunverulegar þær
eru fyrir sögumanni. Ef þær eru gerðar of raunveralegar er hætta á að
geðveilan komist ekki nógu vel til skila. Friðrik Þór Friðriksson fer fyrri
leiðina, en hann velur að birta sýn sögumannsins um gömlu kærastuna
(107) og heimsóknirnar frá guði (143) sem augljósar sýnir. Ahorfandi
upplifir þ\-í ranghugmyndirnar sem slíkar á svipstundu en við það tapast
að nokkru sá rannvernleiki sem þær hafa í sögunni. Við þessu er lítið að
gera því að seinni kosturinn, sá að gera sýnimar jafn raunverulegar og
allt annað, er ekki vænlegur í þeirri sögu sem segja skal í Englum al-
heimsins.15
En breytingamar sem Einar Már verður að ffamkvæma liggja ekki að-
eins í nýju sjónarhorni og ólíkum táknsviðum skáldsagna og k\ákmynda.
Skáldsögur búa gjarnan yfir miklu magni upplýsinga og formgerð þeirra
er þannig að endalaust má hlaða utan á söguþráðinn. Þrátt fyrir að Engl-
ar alheimsins sé tiltölulega stutt skáldsaga, aðeins rúmar 200 síður, þarf
Einar að stytta frásögnina verulega fyrir knappa byggingu k\ikm\ndar-
innar.16 Þetta gerir hann með því að fækka sögupersónum, steypa saman
atbmðum og fella niður efni, t.d. með því að líta næstum því með öllu
ffamhjá fyrri hluta skáldsögunnar sem segir frá ættmennum Páls, æsku
hans og uppvexti, sem og h'finu í Vogunum á sjötta og sjöunda áramgn-
um. Hann sker bmt lýsingar á æskuvinum Páls, foreldrum þeirra og
urinn segir að búið sé að jarða sig. A hverjum sunnudegi fer hann upp í kirkjugarð
og setur blóm á leiðið“ (157). Staða þessarar setningar verðtur enn flóknari þegar
haft er í huga að hún kemur upphaflega fram sem ljóð eftir Pálma Arnar Guð-
mundsson, bróður Einars. Sjá Pálmi Arnar Guðmundsson 2001 bls. 13.
í5 Sú leið er farin í laákmyndinni Figbt Club (1999). Þar segir frá skriístofumanninum
Jack (Edward Norton) sem ásamt sápusalanum Tyler Durden (Brad Pitt) stofriar
slagsmálaklúbb sem smám saman fer úr böndunmn. Það er ekki fyrr en undir lok
myndarinnar að áhorfanda skilst að Tyler Durden er annað sjálf sögumannsins
Jacks, ímyndun geðklofasjúklings sem er svo raunveruleg að áhorfendur láta gabb-
ast. Myndsögumaðurinn, svo ég noti hugtak frá Astráði Eysteinssyni, lýgur þannig
að áhorfandanum, en hann má skýra sem þá tæknilegu miðlun sem kemur efni
verksins til áhorfanda. í slíkum mjmdum er vart hægt að segja að geðsýkin sé raun-
verulegt viðfangsefni (frekari umfjöllun um myndsögumann má finna í grein Ast-
ráðs Eysteinssonar annars staðar í þessu riti).
16 Kvikmyndahandrit eru að meðaltali 90 til 120 síður.
82