Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 111
Aðlögun
mark sitt meðal annars á vinnubrögð Alexanders Astruc og Andrés Mic-
hel. Þessi sérstöku kvikmyndar&rzfgerðu Truffaut síðar kleift að setja sig
upp á móti kvikmynd gæðanna í frægri ádeilu hans frá 1954.15 Þrátt fyr-
ir að Truffaut réðist á kvikmyndalistina fyrir bókmenntalega stöðnun,
ekki síst aðlögunaraðferðir hennar, er athyghsvert að leikstjórarnir sem
hann hrósaði vinna einnig með bókmenntaverk sem uppsprettu: Bresson
aðlagaði Bemanos, Ophulus aðlagaði Maupassant og Schnitzler, og
Cocteau eigin leiksviðsverk. Líkt og Bazin leit Tmffaut ekki á aðlögun
sem einsleita iðju sem bæri að forðast heldur sem leiðbeinandi loftvog
samtímans. Þeim höfundarmyndum [d’auteur] sem hann boðaði átti
ekki að tefla ffarn gegn aðlögunarmyndum; öllu heldur átti að etja sam-
an mismunandi aðferðum við aðlögun. I þessu tilviki stóð orrustan um
aðlaganir en mddi um leið brautina fyrir stíllega byltingu nýbylgjunnar
sem forðaðist að mestu bókmenntalegar uppsprettur.
Svo annars konar dæmi sé tekið hafa sérstakir tískustraumar í bók-
menntum stundum haft gríðarlegt vald yfir kvikmyndalistdnni og þar af
leiðandi yfir því hvemig stfll hennar þróast almennt. Rómantískur skáld-
skapur Hugos, Dumas, Dickens og ótölulegs fjölda minni spámanna
lagði í upphafi línumar um stíllegar kröfur í bandarískum og frönskum
afþreyingarkvikmyndum á lokaskeiði þöglu myndanna. A svipaðan hátt
gerðu Zola og Maupassant, sem ávallt hafa vakið áhuga franskra kvik-
myndagerðarmanna, Jean Renoir auðveldar um vik í kröftugum um-
breytingum hans á stíl kvikmyndagerðar í heiminum á fjórða áratugn-
um. Aukinheldur þróaðist þessi natúralíski stíll frekar í aðlögunum
Luchinos Visconti á skáldverkum Giovannis Verga (La Ten'a Tremd) og
James M. Cain (Ossessione) og skapaði sérstaka gerð nýraunsæis.
Seinna dæmið knýr mig til að minna á að „samskiptavirknin“, eins og
Cohen kahar það, gengur í báðar áttdr milli kvikmynda og bókmennta.
NattdraUskar bókmenntdr gerðu kvikmyndinni kleift að glíma frekar við
soraleg efni og hörkulegan stíl. Það hafði síðan áhrif á harðsoðnar skáld-
sögur bandarískra rithöfunda eins og Cains og Hammetts, en þau áhrif
náðu á endanum tdl Evrópu í kvikmyndastíl Viscontds, Carnés, Clouzots
15 Fr-angois TrufFaut, ,Ákveðin tilhneiging í franskri kvikmyndagerð“ [A Certain
Tendency in French Cinema], í Bill Nichols, ritstj., Kvikmyndir og aðferðir. Yfirlit
[Movies and Methods. An Anthology], Berkeley: University of Califomia Press, 1976,
s. 224—36. [Þýð.: Greinin birtist í ísl. þýð. Guðrúnar Jóhannsdóttur í Afangar íkvik-
myndafraðnm, ritstj.: Guðni Ehsson, Forlagið 2002.]
109