Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 66
Eggert Þór Bernharðsson
Tímarammi kvikmyndarinnar er nokkuð annar. Tónninn er gefinn í
upphafi myndar þar sem Gógó og Charlie Brown koma nýgift inn í
braggahverfið í bandarískri glæsikerru, Buick árgerð 1956 (í bókinni er
það Lincoln, bls. 18). Brúðkaupsveislan er haldin í Karolínubragga,
stærsta skálanum í Thulekampi. I veislunni orðar Charlie það tdð Badda
að hann komi og heimsæki þau Gógó í Ameríku (mynd
0:02:00-0:08:40). Nokkru síðar fær Baddi bréf (mynd 0:15:22-0:15:54)
og fer síðan vestur um haf (mynd 0:22:10-0:22:15). Þar er hann í nokk-
ur ár, sennilega þrjú eins og í bókinni, að minnsta kosti er Gíslína „a new
kid in town“, en hún er dóttir Dollíar og Grettis í myndinni og virðist
vera um það bil þriggja ára (mynd 0:30:20-0:30:45). Jafnffamt bíður
splúnkunýr Plymouth árgerð 1959 Badda úti á flugvelli þegar hann kem-
ur frá Ameríku (mynd 0:29:56-0:30:10). Heima í Thulekampi 13 D
flettir Baddi síðan dagblaði og sér að verið er að sýna í bíó kvikmyndirn-
ar The Bad Seed og The Wayward Bus og hneykslast mjög, því hann sá þær
„ages ago“ í Ameríku (mynd 0:31:00-0:31:25). Sú íýrri var gerð 1956 en
sú seinni 1957.2"’ Það tók einmitt oft tvö til þrjú ár að fá myndir til Is-
lands á þessum árum. Ekki er þó ljóst hvenær fyrri myndin var sýnd í bíó
í Reykjavík en The Wayward Bus, eða Fólkið í langferðabílnum eins og hún
nefndist á íslensku, var frumsýnd 4. inaí 1959 í Nýja bíói og stóð stutt
við eða í fimm daga.26 Næsta tímaviðmið er síðan Kanasjónvarpið vorið
1963, en fram kemur í myndinni að sumir í minnstu bröggunum séu
komnir með sjónvarp, hugsanlega er því eitthvað liðið á árið (mynd
0:31:21-0:32:05). Eftir þetta er erfiðara að greina ytri tíma verksins í
myndinni, en svo virðist sem henni ljúki áður en bítlaæðið gengur í garð
á Islandi, a.m.k. verður ekki vart við þetta æði og reyndar er aukin vel-
megun þjóðarinnar í kjölfar síldarinnar ekki heldur mjög sýnileg.
Aðstandendur myndarinnar vísuðu oftar en einu sinni til þess í viðtöl-
um að verið væri að endurskapa fortíð sjötta áratugarins. Þegar leikstjór-
inn var t.d. spurður út í notkun tónlistar í myndinni og hvort hún skipti
ekki miklu máli þegar skapa þyrfti „andrúmsloft sjötta áratugarins“ svar-
aði hann m.a.:27 „Dægurlög frá þessum tíma, sjötta áratugnum, skipa
stóran sess. ... Þetta eru dægurlög áranna 1956-60, áður en Bítlarnir
25 Sbr. Blockbuster Enterminment Guide to Movies and Videos 1999. New York 1998, bls.
72, 1273.
26 Vísir 4. maí 1959, bls. 5. - Vísir 9. maí 1959, bls. 5. [Auglýsingar].
27 Olafur Ormsson: „Að skapa andrúmsloít sjötta áratugarins." Mannlíf 13:8 (1996),
bls. 22.
64