Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 44
Dagný Kristjánsdóttir
kvikmynd tekst til og við skulum byrja á að skoða sögu Halldórs Laxness
nánar.
Frásagnaraðferð
Sagan er sögð af alvitruin sögumanni en oftast takmarkar hann Htneskju
sína Hð það sem gerist í þorpinu og allir þorpsbúar \dta eða gætu vitað.
Tónninn er launhæðinn, oft ýkjukenndur en þó trúnaðarfullur eins og
maður sé að tala við inann: ,Já, kvenþjóðin í Húsi og prófastshúsi vissi
sannarlega um hvað hún hafði að hugsa þetta sumar ...“(13) og „Nei, það
skyldi enginn halda, að farangur prófastsdótturinnar hafi verið neinn hé-
gómi ... “(14)
Annað sem einkennir stíl og frásagnaraðferð Ungfrúarinnar góðu og
hússins eru upptalningar eða „listar“ eins og þessi listi yfir húsbúnaðinn
í herbergi Magisters Bögelund, tilvonandi tengdasonar Hússins:
Seinast var herbergið fullbúið: Breitt rúm með tveimur dún-
sængum og útsaumaðri ábreiðu, tveir hægindastólar djúpir,
teknir úr einni stofunni niðri, skrifborð með fyrirferðarmiklu
blekhúsi útskornu, og ritföngum, mjúkur sófi með mörgum
skrautsaumuðum sessum, lítið borð til reykinga, með fullum
leirstampi af enskri tóbaksmixtúru og tveimur tegundum af
hollenzkum vindlum, bókahilla með grískri og latneskri orða-
bók, Islendingasögum, Nýja Testamentinu og Sögum her-
læknisins eftir Zakarias Topelius, ásamt verkum Björnsons í
leðurbandi, loks tvær fornar sálmabækur, önnur prentuð á
Hólum, hin í Viðey, dýr og sjaldgæf eintök, og Hrói Höttur
eftir Walter Scott í skrautlegri útgáfu, sem faktorinn hafði
einu sinni keypt af rælni í Edínaborg. A veggjunum héngu
myndir af líkneskjunni Venus ffá Alíló og Alignon, lítil mynd
af barni og hundi, sem hét: Kan du ikke tale, og litprentuð
skrautmynd af Venus og Psyche, og hafði það löngum verið
gestaþraut á faktorsheimilinu að geta hvor kvennanna væri
Venus og hvor Psyche og hafði enginn komizt að niðurstöðu
um það fram á þennan dag, en það var gert ráð fýrir að Magis-
ter Bögelund mundi strax geta ráðið það. (48-49)
Listar eru merkingarbærir sem slíkir. Þeir miðla tilfinningu af röð og
42