Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 16
Ástráður Eysteinsson
þessum atriðum eru sérlega áhugaverð: Kálfurinn á hlaðinu í sögmmi er
orðinn að sel í kvikmyndinni og vinnuskúr Jóns Prímusar hefur breyst í
gamla rútu sem situr um kyrrt í hlaðvarpanum og er hún smiðja prests-
ins sem virðist sinna flestu öðru en kirkjunni.
Velta má vöngum yfir hvað glatist með kálfinum: Vísun í Biblíuna og
kannski líka í íslenskan landbúnað (sem virtist ekki stundaður að öðru
leyti á þessum bæ fremur en hefðbundið krismihald) og kannski er þessi
kálfur ákveðin spegilmynd Umba - sem er óttalegur kálfur en kallar sig
raunar „asna“.n Með selnum koma aðrar goðsögulegar og raunar eimiig
þjóðsögulegar vísanir; og dýrið með mannsaugun fer ekki illa í sögu sem
snýst mjög um hvað maður sjái og hversu „rétt“ maður sjái. Er þessi sel-
ur, fastur á þurru landi, tákn hins fjötraða demóns og/eða hins hamlaða
frelsis? Eftir að Umbi kynnist Uu í ktdkm}mdinni sér hann sel hverfa í
sjóinn.
Rútan í hlaðvarpanum er sérlega vel til fundinn sviðsmunur í kvik-
myndinni. Hún er líkt og framlenging af rútunni sem Umbi kernur með,
en þessi rúta Jóns, sem „stefhir“ beint á jökulinn, er kyrrsett farartæki og
sameinar þannig mótsagnirnar í Jóni Prímusi, kyrrstöðuna og hið eirð-
arlausa flakk. Rútan er á vissum augnablikum eins og glerbúr og einsemd
klerksins verður tilfinnanleg í þessum farþegavagni.
En má ekki ætla að ýmislegt annað „skili sér“ í kvikmynd sem þrátt
fyrir ofangreind atriði heldur sig býsna nærri skáldsögunni? Hlýtur
Kiistnihald undir Jökli ekki að kalla á nærveru jökulsins, prestsins sem
kenndur er við prímusa, og umboðsmanns biskups sem inætir á vettvang
til að kanna starfshætti prests? Svo kann að vera, en ekkert flyst hér
óbreytt í þýðingu milli miðla. List leikarans er auðvitað stór hluti af
þýðingarferlinu, útfærsla - í samráði við leikstjóra - á ákveðnum hlut-
verkum sem upprunalega bjuggu í tungumáli frumverksins (þótt þau
kunni að hafa tekið breytingum við samningu kvikmyndahandrits, eins
og áður var um rætt). Eg verð að láta nægja að ræða þetta sérstaklega í
tengslum við hlutverk Jóns prímusar. Jón er langt frá því að vera einhöm
persóna í skáldsögu Laxness og raunar er erfitt að ná á honum þéttu taki.
Þó hygg ég að margir skynji sterkt í honum lífsreynda, djúpvitra og laun-
fyndna strengi, með undirspili af taóískri heimspekisýn. Þegar Gísli
Halldórsson lék Jón í leikgerð Sveins Einarssonar og Halldórs Laxness
11 „Undirritaður: Ekki veit ég hvað á að kalla mig. Líklega vanalegur nútíma asni.
Annað ekki.“ Halldór Laxness: Kristnihald undirjökli, s. 9.
14