Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 123
Frá skáldsögii til kvikmyndar
ina eru byggðir á. Engin önnur fræðileg mælistika þarfnast jafn augljós-
lega endurmats - og gengislækkunar.
Umræða um aðlaganir hefur verið þjökuð af tryggðarrausinu sem án
efa má skrifa að liluta á kostnað þess að skáldsagan kemur fyrst, að hluta
á þá innbyggðu skoðun í hefðbundnum hópum gagnrýnenda að bók-
menntir séu mun virðulegri. Jafnvel strax á miðjum fimmta áratugnum
kvartaði James Agee yfir þessari heftandi lotningu í jafh velheppnuðum
yfirflutningi og í Glæstum vonum [Great Expectations] eftir David Lean.
Honum virtist að hinn alvarlega þenkjandi kvikmyndagestur teldi listina
felast í „góðri og tryggri aðlögun Adam Bede í brúnu [sepia] þar sem
Herbert Marshall læsi svo allan textann utan tjaldsins“.24 Menn eins og
Agee, sem krefjast þess í nöldurtón að kvikmyndin framleiði sína eigin
list og skítt með smekklega hollustu, hafa engu að síður verið hrópend-
ur í eyðimörkinni.
Tryggðargagnrýni byggir á þeirri hugmynd að textinn beri í sér og
sýni (greindum) lesendum eina, rétta „merkingu“ sem kvikmyndafram-
leiðandinn hefur annaðhvort haldið sig við eða á einhvern hátt afbakað
eða breytt. Oft er gerður greinarmunur á tryggð við „bókstafinn“, en
fágaðri rithöfundar gefa kannski í skyn að slík nálgun geti á engan hátt
tryggt „velheppnaða“ aðlögun, og tryggð við „anda“ eða „kjarna“ verks-
ins. Það er vitaskuld mun erfiðara að dæma um það síðarnefhda því það
felur ekki aðeins í sér hhðstæðu milli skáldsögu og kvikmyndar heldur
einnig milh tveggja eða fleiri túlkana á sögunni, þar eð sérhver kvik-
myndun getur aðeins leitast við að endurspegla lestur kvikmyndagerðar-
mannsins á upphaflegu sögunni í þeirri von að hann eigi samleið með
lestri annarra lesenda/áhorfenda. Þar sem slík tilviljun er ólíkleg virðist
tryggðarnálgunin dauðadæmd og tryggðarrýxh lítt fallin til upplýsingar.
Með öðrum orðum: Gagnrýnandinn sem nöldrar yfir „tryggðarrofi“
segir í rauninni aðeins þetta: „Þessi lestur á sögunni kemur ekki heim og
saman við minn lestur að þessu og þessu leyti.“
Fáir þeirra sem skrifa um aðlaganir setja beinlínis fram efasemdir um
möguleika tryggðarinnar. Þótt sumir hafi sagt að þeir aðhylltust hana
ekki álíta þeir hana samt vænlegan kost fyrir kvikmyndagerðarmanninn
og mæhkvarða fyrir gagnrýnandann. Beja er þó undantekning. Þegar
hann spyr hvort til séu „grundvallarreglur til leiðbeiningar“ fyrir kvik-
myndagerðarmenn sem vinna að aðlögun bókmennta segir hann:
24 Agee um kvikmyndir [Agee on Fibn\, McDowell Oblonsky: New York, 1958, s. 216.
12 I