Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 11
Kristnihald, undirjökli - í máli og mynd
þætti í krikmyndinni sem Guðný Halldórsdóttir leikstýrði efdr sögunni
(1989) - geri ég það án þess hafa séð kvikmyndahandritið. Höfundur
þess er Gerald Wilson. Engin deili veit ég á honum né hef ég leitað eft-
ir upplýsingum um samstarf hans og leikstjórans. Eg veit semsé að Ger-
ald Wilson er höfundur ritverks sem heitir væntanlega „Kristnihald und-
ir Jökh“ og myndar vissa undirstöðu myndarinnar sem er til umræðu hér
og ber sama heiti - en ég mun ekki vísa fiekar beint til hans þáttar í
myndinni.6
Nálgun og viðtöknr
Áður en lagt er upp í samanburð á mynd og sögu skal vikið stuttlega að
nokkrum almennum atriðum og getið um viðtökur myndarinnar. Hér er
um að ræða kvikmynd gerða efdr einu helsta verki þess höfundar sem
hæst ber í íslenskum nútímabókmenntum, lykilhöfundar sem jaínframt
hefur öðlast mikla reynslu þegar hann semur verkið. Myndin er hins
vegar fýrsta kvikm^md í fullri lengd efrir leikstjórann, dóttur sagna-
skáldsins. Við þetta bætist að varasamt getur verið að bera saman skáld-
sögur og kvikmyndir í samfélagi þar sem er mikil og löng bókmennta-
hefð en afar fábreytt kvikmyndahefð fýrr en kemur fram á níunda
áratuginn.
Þegar fjallað er um myndir gerðar efdr skáldsögum er þýðingarferlið
gjarnan kennt við aðlögun. Það er raunar tvírætt hugtak, því það má skilja
sem svo að laga eigi kvikmynd að ákveðnu bókarverki - sem er rétt að
vissu marki - en auðvitað merkir það líka að bókarverkið sé lagað að
nýjum miðh. Slík aðlögun einkenmst af ýmsum tilfæringum kvikmynda-
höfúnda, sem ekki aðeins vinna í takt við lögmál og möguleika annars
miðils, heldur setja sitt eigið sköpunarmark á verkið.7 Sköpun þýðand-
ans getur birst í nákvæmri framsetningu atriða í sögunni en einnig í at-
riðum sem eru ný eða hefur verið breytt. Jafiit samsemd sem munur
6 Það er raunar athyglisvert að þegar leikritið sem gert var eftir skáldsögunni birtist á
bók, bar það heitið Úa (Halldór Laxness: Úa, Reykjavík: Helgafell 1970) sem virð-
ist undirstrika að á ferðinni sé annað verk en skáldsagan. En hið sviðsetta verk var
efrir sem áður kallað Kristnihald iindtr Jökli, eflaust vegna þess að gert var ráð fyrir
að margir kæmu í leikhúsið ril að „sjá“ skáldsögu Halldórs Laxness.
Hugtakið „tilfæringar“ (e. „manipulation“) hefur verið notað í þýðingafræði um þá
aðlögun texta að nýju menningarumhverfi sem einkennir margar og kannski allflest-
ar þýðingar, í mismiklum mæli. Sjá umfjöllun mína í Tvímœli. Þý&ingar og bókmennt-
ir, Reykjavík: Bókmenntaffæðistofhun/Háskólaútgáfan 1996, s. 131 o.áff.
9