Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 69
„Djöflaeyjan ... vekur allt liðið úr Thulekampmum upp til nýs lífs ... “
„mikið upp á persónusköpunina“ í myndinni.32 Reyndar varð leikmynd-
in þegar umtöluð og viðbrögðin við henni gáfu góða von um aðsókn að
myndinni sjálffi.33 Heiðurinn af leikmyndinni átti Arni Páll Jóhannsson
leikmyndahönnuður. Arnaldur Indriðason kvikmyndagagnrýnandi
komst m.a. svo að orði:34 „Þótt ekki sé gerð sú krafa til myndarinnar að
hún sé sagnfræðileg heimild var þeim ljóst er heimsóttu tökustaðinn á
Seltjarnarnesinu sl. vetur, þar sem reist hafði verið leikmynd undir ber-
um himni, rammíslensk braggabyggð, að Friðrik Þór og hans mönnum
hafði tekist að endurskapa horfha veröld oní minnstu smáatriði.“ Annar
gagnrýnandi, Sæbjörn Valdimarsson, talaði um leikmyndina sem eina
aðalstjörnu myndarinnar og taldi hana jafnvel þá albestu í íslenskri kvik-
myndasögu. Og hann minnti jafnframt á hve undirbúningur var viða-
mikill:35 „Vakti geysiathygli meðan hún var í smíðum ... [og] þúsundir
manna lögðu leið sína vestur á Nes og góndu eins og naut á nývirki er
Arni og hans menn breyttu nokkrum aflóga vörugámum í nýreista blokk
og byggðu á örskotsstund aldurhnigið og slæpt braggahverfi með allri
sinni smæð og forarpollum.“ Enn einn kvikmyndarýnirinn, Orn Mark-
ússon, sagði:36 „Braggafýluna bókstaflega leggur yfir hvíta tjaldið. Það
hefur reyndar greinilega verið nostrað við alla leikmuni sem gerir tíðar-
andann trúverðugri.“ Og Hilmar Karlsson kvikmyndagagnrýnandi:3'
„Thule-kampurinn verður hið eina sanna fátækrahverfi sem Reykjavík
hefur nokkum tíma átt og grá blokkin sýnir það sem koma skal. Klæðn-
aðurinn er ekta og ... fatnaðurinn undirstrikar vel þjóðfélagsstöðu per-
sónanna.“
Og umgjörðin virtist virka. Leikkonan sem lék Gógó í kvikmyndinni
hafði sjálf búið í bragga á Akureyri í eitt ár á sínum tíma. Þegar hún kom
inn í Karolínubragga og sá irmbúið og eldhúsið fannst henni hafa mjög
vel tekist að „ná þeim tíðaranda sem var.“38 Og einn áhorfandinn komst
svo að orði:39 „Eg sá myndina með konu sem bjó á Grímsstaðaholtinu á
þessum tíma og það var mjög skemmtilegt, hún þekkti þetta allt og
32 Amaldur Indriðason: „Braggadagar“, bls. 2B.
33 Amaldur Lndriðason: „Djöflaeyjan vinsælasta myndin." Morgimblaðið 15. des. 1996,
bls. 10B.
34 Amaldur Indriðason: „Braggablús Friðriks.“ Morgunblaðið 29. sept. 1996, bls. 12B.
35 Sæbjöm Valdimarsson: „Böm braggahverfisins.“ Morgunblaðið 4. okt. 1996, bls. 26.
36 Öm Markússon: „Fjöragt á Djöflaeyju." Dagur-Tíminn 4. okt. 1996, bls. 19.
37 Hilmar Karlsson: „Braggafólkið í Thulekampi.“ DV4. okt. 1996, bls. 11.
38 Amaldur Indriðason: „Braggadagar“, bls. 5B.
39 „Djöflaeyjan úr bókum í kvikmynd.“ DV 9. okt. 1996, bls. 11.
67