Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 8

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 8
Ástráður Eysteinsson Þetta er gagnleg þrískipting, ekki síst vegna þess að manni verður ljóst hversu mjög þessir flokkar skarast í raun og skýra \irkni hver annars. Þýðing af fyrstu gerð er raunar alltaf að eiga sér stað í tungumálinu og nálgast það sem við kennum almennt við skilning. En hún verður virk þegar einhverja fyrirstöðu má finna og greiða þarf fyrir skilningi með útskýringum eða annarskonar endursögn á því sem ekki skilst umsvifa- laust. I mörgum skáldsögum er þetta áberandi, ekki síst í sögum eins og Kiistnihaldi undirjökli eftir Halldór Laxness, þar sem sögumaður áttar sig ekki vel á því sem er að gerast eða kann ekki skil á sögulegu baksviði at- burðanna. Hann fær að heyra ýmsar „útgáfur“ af veruleika og sögu sam- félagsins undir Jökh, þar á meðal landlægar munnmælasögur, upprifjun skáldsögu Jules Verne um ferð til jökulsins og niður um hann, endursögn á hluta Eyrbyggju, nýlegan orðróm um líkflutning uppá jökulinn og stað- hæfingar um ofúmáttúrulegan mátt þessa jökuls, að hluta til settar fram með „kosmóbíólógískum" hugtökum sem eru Umba lítt kunn. Skáldsaga Laxness geymir ýmis dæmi um að okkar eigið tungumál er stundum eins og framandi tunga og kannski er enginn þýðandi á staðnum til að „miðla málum“. I sögunni er reyndar töluverð umræða tun tungumálið og Jón prestur prímus segir ýmist að merking þess sé komin undir samkomulagi eða hann virðist jafrivel vilja hverfa ffá því og segir leiðinlegt að menn skuli ekki „blístra hvor á annan eins og fuglamir.“2 Þýðing milli tveggja tungumála er einnig flóknari en virðast kann \dð fyrstu tilhugsun, ekki síst þegar bókmenntaverk er þýtt. Ferðin liggur ekki beint frá einu orði í frummáh yfir í samsvarandi orð í þýðingarmáli, heldur er merking endursköpuð í nýju menningarsamhengi, þar sem margskonar táknkerfi tengjast og hafa áhrif hvert á annað. I vissum skilningi er þ\d þýðing texta, sem felur í sér mikinn fjölda menningar- legra og staðbundinna boða, einnig þýðing milli táknkerfa. Ef Ki'istni- haldið er þýtt á annað tungumál gætu til dæmis trúarleg táknkerfi í hinu nýja samfélagi haft áhrif á verk þýðandans og viðtökur þess. Þegar skáldsaga er þýdd á kvikmyndaform gerist það á hinn bóginn oft innan þess menningarheims sem teljast má heimahöfn skáldsög- unnar, eins og raunin er um kvikmyndun Kristnihaldsins.3 En hér er um 2 Halldór Laxness: Kristnihald undirjökli, Reykjavík: Helgafell 1968, s. 98, 106. Hér eftír verður vísað til þessa verks með blaðsíðutali í svigum innan meginmáls. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeim ríflega tveimur áratugum sem sldlja á milli sögu og myndar. Margt breyttist á Islandi á þessum árum (1968-1989), en á 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.