Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 127
Frá skáldsögu til kvikmyndar
ekki endilega að taka hana fram yfir kvikmynd er tekur frumverkið sem
„hráefni“ sem þarf að endurvinna, eins og Hitchcock gerði linnulaust ffá
Skemmdarverki [Sabotage] (1936) skulum við segja, til Fuglanna [The
Birds] (1963). Hver hefur haldið því fram í alvöru að Hitchcock stundi
það fyrst og fremst að aðlaga skáldverk annarra? Sé gengið enn lengra
mætti hugsa sér að kvikmynd legði fram túlkun á bókmenntatexta eins
og Welles gerir við þrjú leikrit Shakespeares í Klukknahljómur á miðnætti
[Chimes at Midnight] (1966) og Gus Van Sant gerir í Idaho með mínum
eigin augum [My Own Private Idaho\ (1992) sem leggur út af bæði Shak-
espeare og Welles. Það geta búið margvísleg tengsl milli kvikmynda og
bókmennta. Tryggð er ein gerð slíkra tengsla - og varla þau sem eru
mest spennandi.
MÁLIN ENDURSKILGREIND OG NÝ NÁLGUN
Frásögnin ífyrrirúmi
Því meira sem maður íhugar aðlaganir skáldsögu að kvikmynd, ekki síst
það hvernig skáldsagan er sífellt notuð sem uppspretta í leiknum kvik-
myndum, því betur áttar maður sig á hve fyrirferðarmikil frásögnin er í
þeim báðum. Þótt kvikmyndin eigi sér margar uppsprettur, jafnt á sviði
uppfinninga, afþreyingar og tjáningar, og þótt veruleg óvissa sveipi þró-
un hennar fyrstu árin, má slá því föstu að miklar og varanlegar vinsæld-
ir sínar á kvikmyndin að þakka ffásagnarhæfni sinni sem hún á einmitt
hvað augljósast sameiginlega með skáldsögunni. Þegar Edwin Porter
gerði Lestarránið mikla [The Great Train Robbeiy] (1903), þar sem atrið-
um úr ólíkum stöðum er splæst saman til að segja sögu, var framtíð kvik-
myndarinnar sem frásagnarlistar strax ákveðin og engin síðari þróun í
tæknilegum efnum hefur ógnað yfirburðum þessa hlutverks hennar.
í umræðu sinni um frásagnareðli kvikmynda skrifar Christian Metz:
„Kvikmyndin segir sögur linnulaust; hún „segir“ hluti sem einnig væri hægt
að miðla með tungumáli orðanna; en hún segir þá öðruvísi. Það eru ástæð-
ur fyrir möguleikanum ekki síður en fyrir nauðsyninni á aðlögunum“.36
36 Christian Metz, Tungumál kvikmyndanna: Táknfrœði kvikmyndalistarinnar [Film
Language: A Semiotics of the Cinema], ensk þýð. Michael Taylor, Oxford University
Press: New York, 1974, s. 44.
I25