Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 46
Dagný Kristjántsdóttir
þrýstingi foreldranna og fer til Kaupmannahafnar til að fullnuma sig í
hannyrðum.
Lygarnar til að bjarga mannorði hússins eftir að hún kemur ólétt heim
ganga nærri henni, hún grætur stöðugt og felur sig niðri í kolageymslu
þegar eldri systirin kemur í heimsókn. Eftir fæðingu barnsins blómstrar
hún stutta stund. Þegar Þuríður er búin að fjarlægja barnið veikist tmg-
frúin og eftir veikindin er hún: „... kinnfiskasogin og grá, slokknuð í aug-
unum, þrjátíu og tveggja ára gömul, virtist heyra illa, brosti ekki framan
í neinn ...“(60)
Rúmlega fertug lítur hún svona út:
Hún varð gamalleg íyrir aldur fram, hirti lítt um persónu sína,
gránaði fyrir hárum, missti tennurnar, og það rnnnu af henni
holdin. Hún varð smátt og smátt óþekkjanleg frá alþýðukon-
unum, sem höfðu átt þrettán börn, var álitin sóði í húsinu, og
talin einkennilega grunnhyggin af svo vel ættaðri konu, ef til
vill vegna þess, hvað hún heyrði illa, en hún var góð við alla,
eins og gömul mæðumanneskja, sem hefur séð á eftir tíu börn-
um í gröfina, horft á húsið sitt brenna og manninn sinn fara í
sjóinn, já, hún gerði öllum gott. (89-90)
Rannveig brotnar þannig niður stig af stigi í sögunni. Persónan er rnjög
óskýr og lesanda er alls óljóst hvers vegna hún lendir í þessari ógæfu. Þrjár
skýringar eru hugsanlegar. Sú fyrsta er að ungfrúin góða sé ffemur einföld
og fáfróð og geri sér einfaldlega ekki grein fyrir afleiðingum gjörða sinna.
Hún tekur ekki áhættuna af óvelkominni þungun af því að hún gerir sér
ekki grein fyrir að það fehst áhætta í því að vera með karlmönnum.
Onnur skýring er sú að ungfrúin geri sér fulla grein fyrir því sem hún
er að gera. Þá er hún beinlínis að nota kynlífið sem henni býðst og hinn
frjóa líkama sinn til að hefna sín á foreldrum sínum og eldri systur. Ef
lesandi á að taka sér stöðu með Rannveigu og setja sig í hennar spor er
þetta eiginlega eina leiðin til að skilja persónuna. Vegna þess að þá vel-
ur hún sjálf leiðina sem hún vill fara þó að hún viti að þessi uppreisn kall-
ar smán yfir bæði hana og fjölskylduna. Uppreisn ungfrúarinnar góðu er
því undir formerkjum sjálfstortímingar eins og uppreisn Ragnheiðar
Brynjólfsdóttur forðum tíð. Alla vega er það víst að ungfrúin verður að
vera einhvers konar gerandi í sínu eigin lífi til að við getum tekið afstöðu
með henni og skilið forsendur hennar. Það getum við ekki ef persónan
44