Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 145
Frá skáldsögu til kvikmyndar
um á borð við Ödipusarduldina sem liggnr svo djúpt í mannlegri reynslu
og því einnig í frásögnum af þeirri reynslu að eðli þeirra helst óbreytt í
margvíslegri framsetningu. Efnið með aðalmerkingunum ber í sér þessi
mynstur og kann að breytast frá skáldsögu til kvikmyndar án þess þó að
hafa áhrif á aukamerkingar hinna goðsögulegu og sálfræðilegu minna.
Það er ljóst að þessi mynstur hafa ákaflega mikil áhrif á niðurskipan frá-
sögunnar. Maður gæti til dæmis sagt að sú freudíska hugmynd að „at-
höfn sjálfsins sé eins og hún á að vera ef hún uppfyllir í senn kröfur
frumsjálfsins, yfirsjálfsins og veruleikans“73 veitd okkur tækifæri til að
flokka frásagnarþætti og skýringar þeirra eða ástæður í sögunni - hvort
heldur er á pappír eða hvíta tjaldinu.
Ofangreindum nálgunum er efrirfarandi sameiginlegt:
(a) Þær vísa allar til þátta sem liggja í „djúpum“ textans.
(b) Þær snerta ffásagnarþætti sem eru ekld háðir tilteknum tján-
ingarmáta (þ.e. þeim sem finna má að verki í munnlegum tákn-
kerfum eða öðrum).
(c) Allar eru fallnar til nokkurn veginn hlutlægrar úrvinnslu ólíkt
enn óstöðugri þáttum (t.d. ástæðum persónanna eða umhverfi).
Þær tengjast allar srigi frásagnarinnar, svæðum þar semyfirfærsla úr öðr-
um miðlinum í hinn er möguleg og einangrun þeirra ryður brautina fyr-
ir því að hægt sé að rannsaka þá þætti sem veita yfirfærslunni viðnám og
kalla á eiginlega aðlögun.
Eiginleg aðlögun
Þá þætti skáldsögunnar sem krefjast eiginlegrar aðlögimar má lauslega
flokka sem vísa (eins og Barthes gerir), sem táknmyndirfrásagnarinnar og
sem skrifin, eða semframsögn svo notað sé víðfeðmara hugtak sem nýtur
hylh í kvikmyndafræðum nú um stundir. Kvikmyndaútgáfa sem heldrn:
kannski í alla veigamestu aðalliði skáldsögunnar, alla meginpersónuliði
73 David Stafford-Clark, Það sem Freud sagði „íraun og veru“ [What Freud ‘Really’ Sa-
id\, Penguin Books, Harmondsworth, 1967, s. 112. [Þýð.: Ensku hugtölrin „ego“,
„id“ og „super-ego“ eru latneskar gerðir af mjög látlausum og einkar skiljanlegum
orðum Freuds, „Ich“ eða ég, „Es“ eða það og „uber-Ich“ eða yfir-ég, eða æðra ég.
Hér eru notaðar hefðbundnar íslenskar þýðingar á þessum orðum. „Es“ vísar til
hvata- og tilfinningalífs.]
143