Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Page 39
„Hann er kominn. “ - „Hann erfarinn. “
hafi á sjónarsviðinu, ein
kveimanna þriggja sem
settar eru í brennidepil.
Hún tekur líka snemma til
máls, nánar til tekið eftir að
Þorkell og Asgerður eigast
við. Þá horfir hún alvarleg á
eiginmann sinn í rekkju
þeirra og segir: „Mundu að
Gísli er bróðir minn.“25
Reynt er að gera orð Þór-
dísar áhrifameiri með því
að sýna hana í ramma inn
um gátt lokrekkjunnar.
Ramminn gegnir tengihlutverki. Hann birtist aftur við víg Þorgríms og
heldur seinna þar sem Þórdís situr harmþrungin undir bónda sínum
föllnum. Tengingin hrekkur þó skammt. Fyrstu orð Þórdísar, inntak
þeirra, tímaseming og samspil við önnur atriði, vima um hversu grunn-
rist persónusköpun hennar er. Dulúð hennar er að engu gerð, spennan
sem hún veldur þurrkuð út - og samband hennar við Gísla, sem lesend-
ur fomsögunnar geta varið ómældum tíma í að hugleiða, verður ekki
ýkja flókið: Hún vildi ekki að hann yrði drepinn, samt drap hann mann-
inn hennar.
Þórdís Utlagans er framtakssöm á fleiri sviðum en í fornsögunni - bið-
ur til dæmis sjálf Barkar - og talar oftar og lengur en þar. Orð, sem sam-
in em á varir henni, em minnisstæð. Svofellt tal á hún til dæmis við As-
gerði þegar Vésteinn kemur í Haukadal og staldrar við á Sæbóh:
Ásgerður: Hann er kominn.
Þórdís: Já ekki ber á öðru. Haim er kominn.
og heldur síðar:
Ásgerður: Hann er farinn.
Þórdís: Ekki ber á öðm. Hann er farinn.26
Látæðið, svipbrigðin og raddbeitingin sem fylgja blæbrigðaríkum til-
25 Ágúst Guðmundsson 1981.
26 Agúst Guðmundsson 1981.
Þórdis og Börkur um það bil sem hún biður
hans
37