Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 108
Dudley Andrew
þannig réttilega lýst með myndhverfðum hætti vissum hhðum á heimi
hljóða (blá nóta, dapurlegur eða bjartur tónn). I aðlögun væri þá leitað
að þáttum með jafngilda stöðu í tjáningarkerfum bókmermta og kvik-
mynda og þeir notaðir til að draga fram táknmið sem er á vissan hátt við-
eigandi, eins og til dæmis er reynt í lýsingu á atburði innan ffásagnar.
Gombrich telur aðlögun mögulega þótt hún sé aldrei fullkomin, af því
að sérhvert listaverk er búið til úr þáttum sem verða til við hefðbundna
notkun kerfis. Þar eð mannskepnan er almennt fær um að laga sig að
nýju kerfi með ólíkum hefðum til að ná svipuðu markmiði eða samsetn-
ingu, er listræn aðlögun engin óyfirstíganleg hindrun. Ef Gð veitum
„hlutfallslegri samkvæmni“ athygli þurfa rannsóknir á aðlögun að taka
til beggja listgreina í réttu sögulegu samhengi þeirra.
Utskýringar þeirra Gombrich og Goodman gáfu til kynna það sem
tungutak merkingarfræðinnar útlistaði síðar \dð mun meiri vinsældir. I
Kvikmytidir og bókmenntir. Samskiptavirknin [Film and Fiction. The Dyn-
amics of Exchange\ reynir Keith Cohen að réttlæta þessa nýju og nánast
vísindalegu nálgun við spurningar rnn tengsl listgreinanna. Hann vitnar
hér í Metz:
Ég geng út frá því að bæði orð og myndir séu samstæður tákna
sem tilheyra ákveðnu kerfi og að í sértækum tilvikum geti ver-
ið ákveðin líkindi með þessum kerfum. Nánar tiltekið eru
margir ólíkir kóðar (skynrænir, merkingarlegir, táknrænir)
innan hvors kerfis. Rannsókn á tengslum tveggja aðskildra
táknkerfa eins og t.d. skáldsögu og kvikmyndar verður því
möguleg vegna þeirrar staðreyndar að sumir kóðar koma
kannski fyrir í meira en einu kerfi ... Málkerfi einkennast
þannig af því að þau bera uppi fjölbreytt og margbrotin inn-
byrðis vensl: „Tungumálið vinnur meðal annars með þeim
hætti að það nefnir þær einingar sem sjónin greinir í sundur
(en það hjálpar einnig við sundurgreiningu eininganna) en ...
sjónin hefur einnig það hlutverk m.a. að hún auðgar merking-
arfræðilega framsetningu (en auðgast einnig fyrir tilstyrk
hennar).12
12 Keith Cohen, Kvikmyndir og bókmenntir. Samskiptavirknin [Fibn and Fiction. The
Dynamics ofExchange], New Haven: Yale University Press, 1979, s. 4. Cohen vitnar
í bók Metz, Tungumál og kvikmyndir [Langage et cinéma], s. 20-21.
ioó