Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 18
Ástráður Eysteinsson
andi er þannig látinn gleyma að þessi Reykvíkingur hlýtur að hafa
beint sjónum sínum oftar en einu sinni að jöklinum þegar hann blasir tdð
höfuðborgarbúum í magnaðri upplyftingu).
Þannig skapast viss mystísk spenna í textanum: Hvemig mun þessi
sögulegi jökull koma umboðsmanni biskups og lesandans fyrir sjónir?
Lesandi er lengi dreginn á svari við því. Þegar Umbi mætir á staðinn
hefux þokan „skelt ofanaf fjallgarðinum öllum og er hvergi dimmara en
þar sem jökullinn á að vera eftir kortinu“ (25). Allnokkru síðar segir
Umbi okkur: „Eg sé í fyrsta sinn grilla í hið hvíta tarínulok heimsms
Snæfellsjökul milli þokutrafa og skýaskugga“ (42). Það er ekki b,Tr en
lesandi hefur lokið nær fjórðungi skáldsögunnar að hann og Umbi „sjá“
jökulinn óhulinn - og um leið birtist eirtnig Jón prímus í fyrsta siim,
„grámeingaður á hár, úfmn“ (74). „Undirritaður hefur ekki áður séð jök-
ulfell þetta nema úr oflángri fjarlægð en átti nú eftir að kynnast því um
skeið“, og í framhaldi lýsir hann því svo:
Fjallið minnir á leirílát á hvolfi, ögn bláleitt á glerúnginn ef
svo ber undir, en stundum einsog gullbrytt kínapostulín
gagnsætt, einkurn ef sól er hnigin til vesturs jdir hafinu, þtd
þá leika geislarnir um breðann tveim megin frá. Héðan er
jökullinn orðinn dálítið stórgerður í sér einsog prentmynd
sem ekki er nógu góð, breðinn víða regnskitinn að neðan-
verður einsog það segir hérna, og hefur tekið í sig rákir ein-
sog kámað prent. [...] Einhver segull sem ég er ekki reiðubú-
inn að skýra dregur auga manns að tindinum. Sýlt er í
tindinn og gnæfa jökulþúfur tvær alhvítar sveipaðar dáleið-
andi ljósi mjög köldu. Milli þessara þúfha verður gígurinn
þar sem þeir steyptu sér í ofan að ráði Árna Saknússenuns
[...]. (75-76)
I þessari athyglisverðu lýsingu er jökullinn fyrst „sýndur“ lesendum með
aðstoð leirlistar, síðan er sótt, að því er séð verður, til grafíkmyndlistar
og loks - auk þess sem jökullinn virðist beinlínis vera farinn að líkjast
hausnum á Jóni prímusi - er sem lesendur hafni í inisheppnaðri prentun
(sem gæti vísað til texta skáldsögunnar sjálfrar!). Kannski finnst höfundi
hann vera búinn að draga jökulinn nægilega til jarðar með þessmn sam-
líkingum úr heimi myndlistar og prents, því Umbi er líka látinn nefiia
dulrænt segulmagn jökulsins og loks er goðsögulegt hlutverk hans und-
ió