Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 55
Ungfrúna góðu eða hiísið...
Allir snúa haki
við hinni illu og
stjómsömu
Þuríði uns
ekkert er eftir
j nema Rannveig
að styðja hana sem slíka (eins og í dæminu um Hannibal Lecter hér að
framan) en það er óhugsandi að hann geti stutt persónu án þess að taka
sér stöðu með henni fyrst.11 Kvikmyndahöfundur þarf þannig að fá
áhorfandann til að taka sér stöðu með persónunni sem á að bera uppi
boðskap verksins. Til þess hefur hann ýmsar leiðir. Hann getur vakið
samstöðu með ákveðinni persónu með því að nota lýsingu, tónlist, nær-
myndir og fleira en einfaldasta aðferðin er að láta hana lenda í átökum
við andstæðing sem augljóslega er illmenni. En jafhvel það getur snúist
í höndum kvikmyndahöfundar ef andstæðingurinn verður áhrifameiri en
aðalpersónan.
Tinna Gunnlaugsdóttir er ekki aðeins ein af reyndustu kvikmynda-
leikkonum íslendinga, hún hefur útgeislun sem ekki er auðvelt að lýsa.
Grimmd hennar við yngri systurina er að sumu leyti stækkuð í Ung-
fnínni góðu, þar sem við horfum á hana ræna barninu og koma því fyrir
á munaðarleysingjahæli. I sögu Halldórs Laxness segir: „En svo hafði
verið stillt til um brúðkaup faktorsdótturinnar í Aðalvík, að það bar upp
á skipkomudag á Eyvík, og er nú ekki að orðlengja það, nema þegar
prófastshjónin og dóttir þeirra koma heim aftur úr veizlunni, þá eru
faktorshjónin látin í haf fyrir einum sólarhring, og hafa tekið með sér
litla drenginn, son ungfrúarinnar, samkvæmt beiðni örnmu hans í Kaup-
mannahöfn. Og þó undarlegt megi virðast, kom þetta ekki flatt upp á
neinn í þorpinu, nema ungfrú Rannveigu.“ (58) Þetta er allt sem sagt er
11 Jennifer Bell: Very engaging Characters, Oprentað lokaverkefhi í Film Theory, Un-
iversity of Amsterdam, bls. 11.
53