Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 142
Brian A4cFarlane
þeim tdlg-angi að greina simdur það sem kvikmyndagerðarmaðurinn hef-
ur reynt að varðveita úr upphaflega verkinu og hvernig hann hefur nýtt
sér það.
Yfirfærsla og eiginleg aölögun
Sú aðgreining sem sett var fram fyrr í þessum kafla er þungamiðja í þeim
athugunum sem hér fylgja og að ég held í sérhverri kerfisbundimri könn-
un á því sem gerist þegar skáldsaga er flutt yfir í kvikmynd.
YfiÆersla
Með athugun á því hvað hægt er að flytja frá skáldsögu í kvikmynd er
lagður hornsteinn að kenningalegum grunni rannsóknar á þeim fyrir-
bærum sem snúa skáldsögu í kvikmynd en einnig grunni þess sem þegar
hefur verið yfirfært í einstökum tilvikum (þ.e. hversu langt kvikmynda-
gerðarmaðurinn hefur ákveðið að ganga í að yfirfæra það sem flytja má
yfir). I grófum dráttum tekur þetta til aðgreiningar milli frásagnar (þess
sem hægt er að yfirfæra) og framsagnar (þess sem ekki er hægt að yfir-
færa og tekur þá til allt annarra táknkerfa). Nokkrar mikilvægar aðferð-
ir í mati á hugmyndinni um jrfirfærslu eru raktar hér að neðan.
Aðgreining sögu ogfléttu
Terence Hawkes sækir í verk Viktors Shklovskíjs um eðli frásagna þegar
hann gerir eftirfarandi greinarmun: ,,‘Saga’ er einfaldlega grundvallar-
runa atburða, hráefnið sem blasir við listamanninum. Fléttan stendur
fyrir þær ólíku leiðir sem hægt er að fara til að gera ‘söguna’ undarlega,
að afmynda og framandgera hana á skapandi hátt.“62 Skáldsaga og kvik-
mynd geta átt sömu söguna sameiginlega, sama „hráefnið“, en þær
greinast í sundur vegna ólíkra bragða í fléttunni sem breyta röðinni og
draga fram ólíkar áherslur, í stuttu máli framandgera söguna. Að þessu
leyti gegnir beiting tveggja aðskilinna táknkerfa líka að sjálfsögðu lykil-
hlutverki í nefhdri aðgreiningu.
62 Terence Hawkes, Forvigerðarstefna og táknfrœði [Structuralism and Semiotics\, Methu-
en: London, 1977, s. 65-66. [Þýð.: Hawkes vísar hér í grein Viktors Shklovskíj sem
birst hefur í íslenskri þýðingu Arna Bergmanns, „Listin sem tækni“, Spor í búk-
mennWjfaði 20. aldar, s. 21—42, sjá einkum s. 29.]
140