Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 52
DAGNÝ KrISTJÁNSDÓTTIR
vegna hetjan velur ranga kostinn. Samtímis vekja örlög hetjunnar ótta af
því að við þekkjum vanda hennar af eigin raun og \dtum að dómgremd-
arleysi hennar gæti hent okkur. Hvort tveggja, samúðin og óttinn, fá okk-
ur til að ganga gegnum þjáningamar með söguhetjunni allt til hins harm-
ræna endis og koma tilfinningalega sterkari út úr þessu ferh að lokum.9
Handritshöfundurinn velur þá einu túlkun á ungfrúnni góðu sem
leyfir henni að vera geranda en það er forsenda þess að hún geti sýnt af
sér dómgreindarskort og orðið harmræn persóna. En það Hrðist ekki
vera nóg og það virðist heldur ekki nóg að möfalda skilaboðin um harm-
leik hennar með því að láta móðurina undirstrika hann og segja áhorf-
endum frá þH að illa hafi verið farið með tmgfirúna. Vandamálið er
nefnilega að Rannveig, leikin af Ragnhildi Gísladóttur, getur ekki orðið
harmræn hetja af því að hún er soddan dæmalaus geðlurða. Hún verðm'
jafii óskýr persóna í mynd og í bókinni. Hvað vill hún? Hver er hún? Við
vitum það hvorki við upphaf né endi myndarinnar.
Eitt er þó víst í Ungfnlnni góðu og það er að hún velur að verða ófrísk
aftm og hún velur Andrés snikkara sem barnsföður. Þetta er efiárminni-
legt atriði í myndinni. Ungfrúin er búin að jafna sig líkamlega eftir missi
fyrra barnsins þegar Andrés talar við hana niðri í fjöru. Hann er greini-
lega til í hvað sem er en hún svarar honum ekki þannig enda eru bömin
hans að leika sér í fjörunni við hhðina á þeim. Hún gengur burt, gengur
fram hjá Þuríði og neitar að tala við systurina sem stal barninu hennar.
Þuríður stendur eftir niðurlægð og tilviljanakennt fliss stúlknanna sem
ganga fram hjá verður eins og írónísk viðbrögð við leikrænum tilþrifum
Þuríðar. Leikstíll Tinnu er á mörkum raunsæis og stílfærslu, alvöru og
útúrsnúnings af því að gegnum alla m}mdina leikur hún persónuna Þur-
íði sem er að leika hlutverk hinnar siðavöndu og vammlausu faktorsfi-ú-
ar fyrir fjölskyldu sína og samfélag. Stúlkurnar sem ganga ffam hjá flissa
yfir melódramatíkinni. Það er klippt aftur á Rannveigu sem stendur álút
í geðshræringu, klippt á Andrés sem nálgast og hér kemur midurveikt
inn táldragelsisstef Jóns Asgeirssonar við ljóð Olafs Kárasonar úr Ljós-
víkingnum: „Eg sá hana fyrst ... “ Aftur er klippt á Andrés sem snertir
ungfrúna og við nánast sjáum hugmyndina kvikna hjá Rannveigu um að
nota þennan ágæta snikkara til að koma sér upp nýju barni. Þetta er
sjálfseyðileggjandi uppreisn og hvers vegna skyldi ungfrúin velja hana?
9 M.H. Abrams: A Glossary of Literaiy Teiyns, Hartcourt Brace College Publishers,
Orlando, 1999, bls. 322.
5°