Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 118
Brlan McFarlane
al annars þau áhrif að draga niður í persónulegri frásagnarrödd höfund-
arins. Það leiðir til þess að við förum að lesa að því er virðist ómiðlað
sjónrænt tungumál síðari hluta nítjándu aldar sem fyrirboða reynslu
áhorfandans af kvikmyndinni, en hún leggur auðvitað fram þessi áþreif-
anlegu yfirborð. Conrad og James eru líka fyrirboðar kvikmyndarinnar
með hæfni sinni til að „brjóta upp“ atriði, að breyta sjónarhorninu svo
það beinist sterkar að ýmsum hliðum hlutarins og ekki síst með hæfhi
sinni til að kanna sjónræna sviðið með því að stmdra því fJemur en sýna
það í fjarvídd (þ.e. eins og það væri svið í leikhússuppfærslu).
Cohen var umhugað um „blöndun“ ólíkra listforma og gerði sér
einnig ljóst vægi þeirra Conrads og James í umræðu um samanburð
skáldsagna og kvikmynda. Hann telur þessa höfunda kljúfa sig frá frá-
sagnarskáldsögunni12 frá öndverðri nítjándu öld með þeim hætti að
áherslan færist yfir á það „að sýna hvernig atburðirnir koma fram á leik-
rænan hátt ffernur en að segja frá þeim“.13 Hliðstæðan við frásagnarað-
ferðir kvikmyndarinnar verður ljós og enginn efi virðist á að kvikmynd-
in hefur á sinn hátt haft mikil áhrif á skáldsögu módernismans. Cohen
notar kafla frá Proust og Virginiu Woolf til að leiða getum að því að
módernískar skáldsögur hafi orðið fyrir áhrifum frá myndfléttum í kvik-
myndagerð Eisensteins og dragi síðan athygli að eigin umritun ólíkt því
sem skáldsögur Viktoríutímans gerðu.
Dickens, Griffith og listin að segja sögu
I skrifum um kvikmyndir og bókmenntir gengur líka eins og rauður
þráður samanburður á Griffith og Dickens sem var sagður eftirlætis-
12 [Þýð.: „Frásagnar“ stendur hér fjrir „representational“. I grein McFarlanes er um það
að ræða að skáldsagan á 19. öld vísi nánar til hlutlægs veruleika en verið hafði í bók-
menntum, ekká síst skáldsögum, 18. aldar (t.d. Defoe, Richardson eða Swift). „Frá-
sagnar-“ bendir hér á tengsl sögu og veruleika og heldur í þann þátt þessa vandasama
hugtaks á ensku sem oft vísar einnig til þess að „standa fyrir“, og gæti bókmennta-
fræðilega gefið til kynna að sagan (skáldsagan, textinn) standi fyr'r veruleikann. Hug-
takið er því í reynd náskylt hugtakinu „veruleikalíking11 (e. ,,verisimilitude“) sem tek-
ur einnig til slíks sambands texta og veruleika sem raunsæisskáldsögur 19. aldar
reyndu að ná fram. „Frásögn" í þessum skilningi er ennfremur öndvert þeirri gerð frá-
sagnar sem McFarlane ræðir síðar sem „diegesis" (sjá nmgr. 76) en það hugtak vísar í
ffásögn þar sem sögumaður lætur beinlínis í veðri vaka að hann sjálfur tali, öfugt við
„mimesis“ sem viðheldur blekkingunni að arrnar en sögumaður tali; gagniýni McFar-
lanes á „representational“ ber að sama brunni og gagnrýni hans á „mimesis".]
13 Cohen, Kvikmyndir og skáldskapur, s. 5.
IIÓ