Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2001, Blaðsíða 106
Dudley Andrew
in sé að metast við bókmenntaverk eða að áhorfendur vænti þess að gera
slíkan samanburð. Tryggð aðlögunar er venjulega hugsuð útfrá „bók-
staf‘ eða „anda“ textans, rétt eins og aðlögun sé útlagning eða túlkun á
lagalegu fordæmi. Bókstafurinn virðist innan seilingar k\dkm}mdarinnar,
því hægt er að líkja eftir honum á tæknilegan hátt. Hér má finna skáld-
skaparþætti sem yfirleitt er unnið með í hverju kvikmyndahandritd: Per-
sónur og tengsl þeirra, þær landfræðilegu, félagslegu og menningarlegu
upplýsingar sem skapa samhengi skáldskaparins, svo og þá frásagnarlegu
grunnþætti sem afrnarka sjónarhorn sögumanns (tíð, þátttöku og þekk-
ingu þess sem segir söguna o.s.frv.). Þegar öllu er á botninn hvolft getur
bókmenntaverkið auðveldlega orðið að handriti sem skrifað er á dærni-
gerðu handritsformi, en Bazin kvartaði einmitt yfir þessu í sambandi tdð
umbreytingar sem eru trúar frumtexta sínum. Beinagrind frumtextans
getur í mismiklum mæli orðið að beinagrind kvikmyndar.
Erfiðara er að halda tryggð við andann, við tón frumtextans, gildi
hans, myndmál og hrynjandi því það er þarri þw að vera vélrænt ferli að
finna stílræn jafngildi þessara óáþreifanlegu þátta í kvikmynd. KHk-
myndagerðarmaðurinn hlýtur þá að beita innsæi sínu tii að endurvekja
þær tilfinningar sem búa í frumverkinu. Færð hafa verið margvísleg rök
fyrir því að þetta sé hreinlega ekki hægt eða að það feli í sér kerfisbundna
víxlun mállegra og kvikmyndalegra táknmynda, eða að þetta sé afurð
listræns innsæis eins og þegar Bazin fannst snævi þakin leikmyndin í
Symphonie Hjarðsymfónía [Pastorale] (1946) endurskapa fullkomlega ein-
falda þátíð allra sagnorða í þessari sögu Gides.8
Það er hér sem sérkenni þessara tveggja táknkerfa skiptir sköpum.
Kvikmyndin er yfirleitt talin leiða frá skynjun til merkingar, frá ytri stað-
reyndum að innri hvötum og afleiðingum, frá þw gefna í heiminum til
merkingar sögu sem skorin er úr þessum heimi. Bókinenntir vinna þver-
öfugt. Þær hefjast með táknum (bókstaf eða orðum) sem mynda fullyrð-
ingar sem er ætlað að leiða fram skynjun. Sem afurð mannlegs tungu-
máls þalla þær eðlilega um mannlegar hvatir og gildi og reyna að varpa
þeim út í hinn ytri heim, að búa til heim úr sögu.
George Bluestone, Jean Mitry og fjölmargir aðrir telja andstæðu bók-
mennta og kvikmynda augljósasta í aðlögunum.9 Því veitir það þeim sér-
8 Sami, s. 67.
9 George Bluestone, Frá skáldsögu til kvihttyndar [Novels into Fihn], Berkeley: Univer-
sity of California Press, 1957 og Jean Mitry, „Um vandann við að aðlaga í kvik-