Þjóðlíf - 01.05.1989, Síða 23

Þjóðlíf - 01.05.1989, Síða 23
r INNLENT mikla krafta — Veturinn 1987 hannaði ég svo þrjú ný skjöl af allt öðrum toga, en það eru aflrauna- skjöl sem ég gef þeim sem vinna til þess að eignast þau, en það felst í því að lyfta upp því steinataki sem skjalið segir til um. Þessi skjöl gera meira en veita viðkomandi viðurkenningu fyrir afrek, þau varpa einnig ljósi á forna siði og hreysti forfeðra okkar, en þeir notuðu steinatök sem mælistig um hreysti manna. Sá maður sem gat lyft Júdasi fékk full laun, en sá sem gat það ekki varð að sætta sig við helmingi lægri laun. — Með útgáfu aflraunaskjalanna varð- veitist forn hefð íslendinga, skjölin hafa sem sagt menningarlegt gildi, enda er saga á bak við hvert skjal, sem ella er hætt við að glatað- ist í tímans rás eins og dæmi eru til um. — Prentsmiðan Oddi h.f. prentaði fyrir mig aflraunaskjölin og byrjaði ég að afhenda þau síðastliðið sumar, 1988, og mættu þau miklum áhuga og ánægju manna sem lögðu leið sína að Hvallátrum við Látrabjarg, en þar eru öll steinatökin og bíða nánast eftir því að verða tekin upp. Hér er um mismun- andi þung steinatök að ræða og er erfiðasta takið 281 kíló að þyngd en það heitir Brynj- ólfstak, og sagan segir að Brynjólfur nokkur Eggertsson hafi borið þennan stein úr fjöru og á þann stað sem steinninn er, en það eru fimmtíu metrar. I dag fá menn viðurkenn- ingu fyrir að lyfta þessum steini upp frá jörðu og síðastliðið sumar voru tveir menn sem unnu það afrek og afhenti ég þeim vottfast afreksskjal því til staðfestu, þessir menn heita Barði Sæmundsson, Patreksfirði og Matthías Eggertsson, Reykjavík. — Aðrir á meðal þeirra sem eignuðust afreksskjöl á s.l. sumri voru 9 drengir í 9. bekk í Húnavallaskóla sem allir lyftu steinin- um Júdasi, sem er 130 kíló að þyngd. Þetta afrek unnu þeir 1. sept. 1988 og er það vel gert. Drengirnir sem unnu þetta afrek heita: Bjarni Róbert Ólafsson, Bjarni G. Ragnars- son, Einar Kolbeinsson, Hilmar A. Frí- mannsson, Hilmar P. Valgeirsson, Hrafnkell Jóhannsson, Ingvar Björnsson, Sigfús H.A. Jóhannsson og Sigurður S. Gunnarsson. — Allir þeir sem leggja leið sína að Hval- látrum og Látrabjargi í náinni framtíð eiga kost á að eignast afreksskjal en þau verða ávallt til í húsinu Gimli, Hvallátrum. Áhuga- menn geta óskað eftir sérstökum tíma til þess að lyfta steinunum hjá mér, Magnúsi Guð- mundssyni, Patreksfirði, sími: 94-1264. Við- urkenningarskjal fyrir að hafa komið á vest- asta odda Evrópu fást einnig á sama stað, sagði Magnús Guðmundsson að lokum. - óg Lífeyrissjóðirnir Ráða lítt vöxtum „Miðað við óbreyttar reglur í viðskiptum Húsnæðisstofnunar og lífeyrissjóðanna, þar sem ákveðnum hluta ráðstöfunarfjár er var- ið til skuldabréfakaupa, er afar ólíklegt að vaxtalækkun þar hafi bein áhrif á raunvexti almennt“, segir í áliti sérfræðinganefndar sem SAL skipaði til að kanna áhrif á vaxta- þróun með lækkun vaxta á skuldabréfum líf- eyrissjóðanna. Samband almennra lífeyrissjóða skipaði nefndina eftir að Verkamannasambandið hafði óskað eftir sérfræðilegri úttekt á áhrif- um af vaxtalækkun í þessum viðskiptum. SAL skipaði þau Tór Einarsson, Hannes G. Sigurðsson (VSÍ) og Lilju Mósesdóttur (ASÍ) í nefndina. Þrátt fyrir að nefndin kæmist að þeirri nið- urstöðu um vaxtalækkun í þessum viðskipt- um að hún hefði ekki „bein áhrif“, kveður hún að vaxtalækkun í bréfaviðskiptum þess- ara aðila geti haft ýmis „óbein“ áhrif í átt til vaxtalækkunar á lánamarkaði; flýtt fyrir al- mennri lækkun vaxta og fest í sessi flokkun lánþega eftir áhættu í bankakerfinu. Ekki er fjallað um svar við spurningunni um hvaða áhrif það hefði á vaxtakjör á almennum lána- markaði ef lífeyrissjóðirnir lækkuðu allir vexti sína einnig á lánum til einstaklinga nið- ur í 5%. En vert er að hafa í huga, að lífeyris- sjóðunum er gert að ráðstafa 55% ráðstöfun- arfjár síns í kaup hjá Húsnæðisstofnun. Nefndin vekur athygli á, að dæmið gæti litið öðruvísi út ef reglurnar væru sveigjan- legri, þannig að bréfakaupin væru ekki bundin ákveðnu hlutfalli ráðstöfunarfjárins. Þá mætti ætla að bein áhrif til vaxtalækkunar yrðu meiri. —Þjóðlíf fjallaði ítarlega um vexti og lífeyrissjóðina í mars sl.(3.tbl.l989). Takmörkun á umferð eiturskipa Kjarnorkuslysið við Bjarnareyjar í aprfl- mánuði opnaði augu margra fyrir þeirri hættu sem íslendingum stafar af umferð kjarnorkuknúinna skipa og flutningi eitur- efna á hafsvæðinu í kringum landið. Þjóðlíf vakti athygli á þessum hættum í úttektinni,, Hafmengun við ísland" í febrúar (Þjóðlíf 2.tbI.1989 bls.15-21). Þar voru við- töl: Pörfá betra skipulagi, — viðtal við Gunn- ar Ágústsson hjá Siglingamálastofnun, Kjarnorkuslys mesta 6gnunin-,\iðtal við Sig- urð Magnússon hjá Geislavörnum ríkisins, Geislavirkni hefur mœlst við Island—,viðtal við Jón Ólafsson haffræðing og Getum bann- aðflutninga um hafið, — viðtal við Steingrím J. Sigfússon samgönguráðherra. í umfjöllun- inni kom skýrt fram hve tilkynningaskyldu um flutninga og slys væri ábótavant, og Steingrímur kvaðst hafa áður flutt frumvarp um takmarkanir á umferð kjarnorkuknúinna farartækja og skipa með eiturefni. Steing- rímur kvaðst hafa kynnt þetta mál í ríkis- stjórninni en hann ætti ekki von á að fá leyfi til að flytja það sem stjórnarfrumvarp. Mætti ætla að slysið við Bjarnareyjar muni breyta einhverju um það atriði. Þjóðlíf lagt fram sem réttarskjal Þjóðlíf hefur verið lagt fram sem réttarskjal í máli ákæru- valdsins gegn Halli Magnús- syni blaðamanni á Tíman- um. Umfjöllun Þjóðlífs (4.tbl. 1989) um þennan sérstæða málarekstur hefur vakið mikla athygli. Þegar málið var tekið upp að nýju fyrir Sakadómi á dögunum, lagði Ragnar Aðalsteinsson verj- andi ákærða Þjóðlíf fram sem réttarskjal. 23

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.