Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 30

Þjóðlíf - 01.05.1989, Blaðsíða 30
ERLENT „Ég er pólitískur fangi“ styrki frá EB. Verið er að byggja hraðbraut- ir, hafnir og flugvelli. Allt þetta er nauðsyn- legt til þess að við stöndum okkur eftir 1992.“ Teystum á Evrópubandalagið Forsetinn er bjartsýnismaður, svo mikið er víst. Hann segist meira að segja draga í efa að Portúgal sé eins fátækt og opinberar tölur gefa til kynna. „Það vita allir sem vilja vita að hér í Portúgal er „neðanjarðarhagkerfi" rétt eins og á Italíu. Fyrirtæki sem hvergi eru skráð, atvinnuleysingjar sem ekki gefa upp tekjur sínar.“ Eitt þeirra atriða sem nú er mikið rætt um á vettvangi Evrópubandalagsins er sam- ræmd félagsmálalöggjöf. Talsmenn þess að setja lágmarksskilyrði um félagslega sam- hjálp benda gjarnan á að í Portúgal og Grikklandi, svo dæmi séu tekin, greiði fyrir- tæki mun minna fé til velferðarmála og geti það valdið óheillavænlegri þróun, ef þetta yrði til að laða þangað fyrirtæki frá félags- lega þróaðri löndum. Soares er inntur eftir því hvort til dæmis Danmörk og Portúgal séu á sama báti og nefnt sem dæmi að lítt sé gert til að uppræta vinnu barna. „Auðvitað er það rétt að Portúgal er langt á eftir þeim löndum sem lengst eru komin í velferðarmál- um. Því miður eru dæmi til þess að börn vinni erfiðisvinnu en við reynum að vinna gegn þessu. Vinna barna innan við 14 ára aldur er bönnuð skv. lögum en það er gömul hefð fyrir því að börn fari að vinna átta ára gömul. Vinnueftirlitið nær litlum árangri vegna þess að foreldrar barnanna og fyrirtækin vilja ekki að þetta komist upp.“ Soares viðurkennir að því fylgi nokkur áhætta fyrir portúgölsk fyrirtæki ef hug- myndir Frakka og fleiri ríkja innan EB um lágmarks „velferð“ nái fram að ganga því vissulega fylgi þessu kostnaðarauki. „Eg er bjartsýnn í þessu sem öðru og minni á að svartsýnisraddir sem mæltu gegn inngöngu í EB hafa þagnað. Þegar ég barðist fyrir inn- göngu okkar óttuðust menn virðisaukaskatt og fleira og fleira. Nú talar enginn um það lengur.“ Þótt Soares sé bjartsýnn dregur hann þó ekki dul á það að lyfta verði grettistaki á næstu árum ef Portúgal eigi ekki að fara halloka eftir 1993: „Ef við náum ekki að búa landsmönnum svipuð skilyrði og í helstu ríkj- um EB fyrir 1993 er voðinn vís. Þá má fast- lega búast við að það sæki í sama farið og fyrir byltingu: fólk streymi til þeirra landa í norðri þar sem hærri laun eru borguð. Og á hinn bóginn myndu Norður-Evrópubúar flykkjast til okkar til að njóta góðs veðurs og lágs verðlags. Við erum hins vegar ekki einir á báti því sama gildir um Spán, Grikkland og Suður-Ítalíu. Við hljótum að treysta á sam- stöðu innan EB til að koma í veg fyrir að þetta gerist." Árni Snævarr/Lissabon Sagði Otelo de Carvalho sem kallaður hefur verið síðasti bylt- ingarmaðurinn, þegar tíðinda- maður Þjóðlífs heimsótti hann í fangelsið í Tomár. — Fastlega er búist við að hetju blómabyltingarinnar verði veitt sakaruppgjöf á nœstunni. Það verður ekki sagt að herfangelsið í sntá- bænum Tomár 130 kílómetra norður af Lissabon skjóti manni skelk í bringu. Þegar tíðindamann Þjóðlífs bar að garði virtust auðkleifir rúmlega niannhæðarháu múrarn- ir býsna vinalegir. Hvítmáluð byggingin minnti einna helst á ögn strangan heimavist- arskóla, í vorsól og 25 stiga hita í marsmán- uði. Auðsótt reyndist að fá leyfi til að ræða við frægasta fanga Portúgals, Otelo de Car- valho, sem nú afplánar 17 ára fangclsisdóm fyrir aðild að hryðjuverkum. Otelo er enginn venjulegur fangi, enda hreint ekkert venjulegur maður. Helsti hugs- uður hóps herforingja sem hratt af stað blómabyltingunni árið 1974 hefur að sönnu verið sviptur frelsi sínu í umdeildum réttar- höldum, en í fangelsinu nýtur hann flestra þeirra þæginda sem háttsettur foringi í hern- um getur vænst. Þegar Þjóðlíf hringdi til herfangelsisins til að óska eftir viðtali var Otelo sóttur sjálfur í símann. Merkilegt nokk var fanginn í vandræðum með að finna lausa stund fyrir viðtalið sökum anna en engu að síður fannst tími snemma að morgni. Þegar hliðum fangelsisins var lokið upp vakti það strax athygli Þjóðlífs að verðirnir voru flestir óvopnaðir. Leitað var á blaða- manni, myndavél hans og segulband tekin í vörslu en tugir ungra hermanna héldu áfram að sleikja sólskinið í fangelsisgarðinum eins og ekkert væri. Otelo tók á móti tíðindamanni Þjóðlífs klæddur einkennisbúningi. Hermaður er hermaður hvar sem hann er niður kominn og fanginn upplýsti að á virkum dögum væri hann formlega séð á vakt og því í einkennis- búningi. Otelo geislaði af sjálfsöryggi og ræddi við Þjóðlíf á lýtalausri frönsku eins og svo margir Portúgalir. Eftir kurteislegar kveðjur var haft orð á því að hann virtist ekki illa haldinn. „Nei mér líður prýðilega hér, þótt ég sætti mig ekki við frelsissviptinguna," sagði Otelo og bætti við, „og það spillir ekki að ég er þess fullviss að ég verð látinn laus á næstunni.“ Otelo hefur að flestra áliti getað reitt sig á um nokkurt skeið að verða náðaður — fari hann fram á það. „Eg hef ekki áhuga á því að verða náðað- ur, síst af öllu vegna þess að þá sætu félagar mínir, sem einnig voru saklausir dæmdir, áfram í fangelsi. Eg sætti mig hins vegar við sakaruppgjöf þótt ég berjist ekki fyrir henni. Krafa okkar pólitísku fanganna er að réttar- höldin yfir okkur verði lýst órnerk." Kristín Thorberg og Victor Sá Machado. Portúgal á uppleið á flestum sviðum. (Mynd: Morgunblaðið) 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.