Þjóðlíf - 01.05.1989, Qupperneq 44

Þjóðlíf - 01.05.1989, Qupperneq 44
MENNING ...en holdið er veikt. Valmont skrifar ástarbréf á bakhluta vinkonu sinnar. Kvikmyndir Háskaleg kynni Vor í lofti boðar breytingar jafnt í þjóðfé- laginu sem og i einstaklingunum sem það byggja. Og ekki má gleyma náttúrunni sem fer að skarta sínu fegursta eftir leysingar og umhleypingar. Það er tími breytinga og tími til að hreinsa til eftir veturinn. Það ætla ég að gera og því gef ég ykkur nokkra mola sem þarf að hreinsa út. Kynferðislegur losti og/eða ást. Það er til losti án ástar en er til ást án losta? Getur maður sem lifir fyrir girndina og hefur hana að leiðarljósi í lífinu elskað með hjartanu? Þetta eru spurningar sem kvikmyndin Háskaleg kyrati (eða Dangerous Liaisons) veltir nokkuð fyrir sér. Myndin er byggð á leikriti breska handritshöfundarins Christ- opher Hampton, Les Liaisons Dangereuses, sem aftur var byggt á bók franska skáldsins Choderlos de Laclos, en sú bók vakti gífurlegt hneyksli og umtal þegar hún kom út árið 1782. Leikritið varð geysilega vinsælt út um all- an heim (nema á íslandi, þar sem það féll í Þjóðleikhúsinu) og aflaði höfundi sínum töluverðrar frægðar. Það var svo um jóla- leytið í fyrra að kvikmyndin var frumsýnd í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur hafa farið mjög lofsamlegum orðum um myndina og hún hefur fengið töluvert góða aðsókn. Það er breski leikstjórinn Stephen Frears (My Beautiful Laundrette, TheHit, Prick Up Your Ears), sem fékk það hlutverk að koma þessu drama um tál og ástríður á filmu. Til liðs við sig fékk hann ekki ómerkt leikaralið, en það eru Glenn Close (Fatal Attraction) sem leikur greifynjuna spilltu, Marquise de Merteuil, John Malkovich (Empire of the Sun), sem leikur fyrrum elskhuga hennar, hinn ofurspillta glaumgosa Vicomte de Val- mont og Michelle Pfeiffer, en hún er í hlut- verki hinnar fögru og saklausu Madame de Tourvel. Myndin gerist rétt fyrir frönsku bylting- una. Aðalsöguhetjurnar eru ríkari en allt sem ríkt er og þeirra takmark er að eltast við að svala eigin nautnum og finna gífurlegt vald sitt yfir öðrum manneskjum, án þess að skaðast nokkuð sjálf, tilfinningalega. Áhorf- endum finnst raunar sem greifynjan og Val- mont séu tilfinningalausustu og sálarlaus- ustu skepnur sem fyrirfinnast, enda eru það víst ófáir sveindómarnir og meydómarnir sem fá að fjúka fyrir lítið. En þegar líða fer á þennan leik þá fara ýmsir mannlegir brestir að koma í ljós. Hinn spillti Valmont gerir sér grein fyrir að hann elskar í raun hina fögru (og giftu) Madame de Tourvel og það er nokkuð sem Merteuil getur ekki liðið. Valmont stríddi á móti þeim lögum og leikreglum sem hann hafði sjálfur sett. Hann lét undan tilfinningum sínum, hann syndgaði með því að verða ástfanginn, og sá veikleiki getur aðeins leitt til harmleiks fyrir alla hlutaðeigandi. Eins og áður sagði þá hefur myndin hlotið lof gagnrýnenda hvar sem hún hefur verið sýnd, hún var m.a. tilnefnd til Óskarsverð- launa á nokkrum sviðum og verður gaman að sjá hana þegar hún verður sýnd í Bíóborg- inni (ef það er ekki þegar byrjað að sýna hana þegar þetta er skrifað). 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.