Þjóðlíf - 01.05.1989, Síða 63

Þjóðlíf - 01.05.1989, Síða 63
VÍSINDI Konrad Lorenz ásamt uppáhaldsrannsóknarefni sínu, gæs. Grágæsin var honum kærust allra dýra. Gæsamamma gekk af stað... Konrad Lorenz og atferlisfræði hans Faðir atferlisfræðinnar, Konrad Lorenz lést nýverið 85 ára að aldri. Kenningar hans kipptu burt undirstöðunum á heimsmynd margra samtímamanna. Á sveitasetri skammt frá Vínarborg fyrir þremur aldarfjórðungum kviknaði vísir að nýrri vísindagrein, sem í fyrstu virtist ekki ætla að verða ýkja merkileg, en varð síðan eitt merkasta framlag þessarar aldar til sögu og þroska mannsandans. Þeir sem rekið hefðu augun í Konrad Lorenz buslandi í tjörninni á sveitasetri foreldra sinna innan um sposkar endur og þriflegar gæsir hefðu líklega hrist hausinn og þótt lítið til vísinda- starfa hans koma. Hann átti að heita læknir en lagði nú stund á dýrafræði við háskólann í Vín. Hvers vegna gat hann ekki haldið sig inni á rannsóknarstofum eins og almennileg- ur námsmaður í stað þess að synda þarna frussandi og brussandi í fuglagerinu? Petta gat ekki leitt til neins. En það átti ekki við Konrad Lorenz að loka sig inni í loftlausri tilraunastofu innan um steindauðar skepnur og skjannahvítar beinagrindur. Hann vildi njóta þess að vera innan um dýrin áður en þeim væri komið lífvana í hendurnar á honum. Hann ætlaði að kynna sér lifnaðarhætti þeirra, búa með þeim í þeirra rétta umhverfi, synda með þeim og tala við þau, rétt eins og væru þau Hegðun manna og hegðun dýra er keimlíkari en áður var talið. 63

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.