Þjóðlíf - 01.05.1989, Síða 77

Þjóðlíf - 01.05.1989, Síða 77
BÍLAR ganga í samband viö súrefni loftsins) olíunn- ar og hún þykknar. Er olían mengast þá breytist seigja/þykkt hennar. Sót, jarðvegsefni, oxun eða leðju- myndun í olíunni þykkja hana. Eldsneyti í olíunni hinsvegar þynnir hana. Allar breyt- ingar á seigju olíunnar eru skaðlegar vélinni, því er nauðsynlegt að skipta reglulega um olíu og síur svo að mengun olíunnar sé í lágmarki. Leðja myndast helst í olíunni ef vélin gengur köld. Leðjan er sambland af vatni, óhreinindum, útfellingum vegnaófull- komins bruna og niðurbrots olíunnar. Oft eru kornin sem mynda leðjuna svo smá að síur ná ekki að halda þeim í sér, en þau valda sjaldnast vandræðum svo lengi sem þau eru uppleyst í olíunni. Eins og fyrr sagði þá myndast leðjan m.a. vegna vatns sem þéttist í sveifarhúsinu vegna hitamismunar og blandast olíunni. Fleira kemur til svo sem langvarandi akstur við sterka eldsneytisloftblöndu (innsogið stend- ur á sér), óhrein loftsía eða vanstillt vél. Akstur í hægfara þungri umferð eða stuttir „túrar“ þar sem vélin nær aldrei vinnuhita valda einnig miklu álagi á olíuna. Ymsum efnum er bætt í olíuna til þess að ná fram ákveðnum eiginleikum: uppleysi- efni (hreinsa), efni sem hindra oxun (hindra niðurbrot), efni sem hindra ryðmyndun, tær- ingu og koma í veg fyrir froðumyndun. Þá er gjarnan bætt í olíuna efnum sem minnka við- nám og bæta seigjustuðul. Engin þessara íblendiefna eru eilíf, þau slitna eða eyðast smámsaman og þessvegná ér nauðsynlegt að skipta reglulega um olíuna samkvæmt þeim ráðleggingum sem framleiðandi vélarinnar gefur. Algengt er nú að framleiðendur mæli með því að skipt sé um olíu eftir 5000 km akstur. Þetta ræðst auðvitað af því hvernig vélin er notuð eins og þegar hefur komið fram. Ábendingar um olíuskipti eru mismunandi eftir vélum og áríðandi er að kynna sér hvað á við í hverju tilfelli. Seint verður of oft brýnt fyrir mönnum að gæta reglulega að olíumagninu á vélinni. Oft minnkar olíumagnið smátt og smátt annað- hvort vegna leka eða að vélin brennir olíu, slíkt er auðvitað mesti ógnvaldur í umhverf- inu. En gagnvart vélinni hefur það þær af- leiðingar að minna magn olíu er til kælingar núningsflatanna, álagið á olíuna sem eftir er eykst, við höfum hér keðjuverkun sem leiðir til styttri endingar vélarinnar. Gerviolía Hversvegna skyldu menn rembast við að viðhalda framleiðslu og notkun smurolíu sem unnin er úr jarðolíu þegar gerviolíur hafa verið til í a.m.k. 40 ár? Stríðsvél nasist- anna gekk fyrir gerviolíum nánast allt stríð- ið. Gerviolía er búin til á vinnustofum efna- fræðinga í stað þess að koma úr jarðskorp- unni. Með efnahvörfum eru byggðar upp reglulegar sameindakedjur sem hafa miklu betri eiginleika en þær í jarðolíunni. Segja má að gerviolía hafi alla kosti umfram hina að því viðbættu að endingin er margföld, jafnvel 35-40.000 km akstur á sömu olíunni. Ókosturinn er aðeins sá að gerviolían er ríf- lega tvöfalt dýrari, en margir eru farnir að efast um að það geti talist ókostur. Líkast til er heldur djarflega farið hér í fullyrðingunum því að það er engin ein olía sem þjónað getur við allar aðstæður og þar eru gerviolíur engin undantekning. Sé vélin í löku ástandi þá getur engin olía læknað það. Enn þyrfti að velja þá gerviolíu sem þjónaði best hverju tilfelli eins og gerist með hefð- bundna olíu. Að síðustu skilaboð til þeirra handlögnu manna sem sjálfir hirða um bílinn sinn, þar með talið skipta um olíu sjálfir: Það telst meiriháttar synd að hella úrgangsolíu í skolpið eða út í móa. Urgangsolíunni á að skila til olíufélaganna sem eyða henni á við- unandi hátt (vænti ég), smurstöðvar og bíla- verkstæði taka einnig á móti úrgangsolíu. Nú er mál að linni, mér finnst ég nánast löðrandi...... Ingibergur Eiíasson ORIENT Tímanna tákn 77

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.