Frjáls verslun - 01.07.2012, Blaðsíða 23
FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 23
Hlúum betur að sprota fyrir tækjum!
Valdimar Sigurðsson segir að snjallsímar séu farnir að rugga bátnum í markaðsmálum. Hann
tekur dæmi: „Segjum sem svo
að ég ræki herrafataverslun.
Viðsiptavinur kemur inn og
mát ar alls konar flíkur og finnur
eina sem honum líst vel á. Hann
kemur til afgreiðslumannsins og
segist vera með app og að hann
geti farið í aðra verslun eða til
Boston þar sem flíkin sé helmingi
ódýrari. Þetta er það sem sumir
neytendur eru farnir að gera;
sérstaklega yngra fólk. Netið er
með mjög harða verðsamkeppni
í snjallsímum þar sem neytandinn
getur náð í upplýsingar og oft
framkvæmt verðsamanburð á
staðn um. Mér finnst mjög lítil
umræða um þetta eða hvernig
hefðbundin smásala á að eiga
við þetta vandamál/tækifæri – til
dæmis hvort það eigi að lækka
verð á staðnum. Þar með skapast
tækifæri fyrir verðaðgreiningu
þann ig að sá sem er ekki inni í
þess ari tækni fær að borga fullt
verð og þarf því helst að njóta
frekari þjónustu. En sá sem er
verðviðkvæmur og nýtir sér tækn
ina getur fengið vöruna á lægra
verði. Hér skapast ýmiss konar
ógnanir en jafnvel tækifæri ef vel
er að staðið.
Athugum að margir af neyt endunum sem nýta sér tækn
ina myndu aldrei kaupa vöruna
á uppsettu verði, og því tækifæri
til að ná neytendaábata hvers
og eins; eða virðinu. Hvernig
smásalar eiga í raun að laga sig
að þessum breyttu aðstæðum er
pæling sem þarf að huga vel að.
Hefðbundin smá sala er að verða
flóknari og þarf að greina betur á
milli kaupa í verslun og á netinu
til að mæta þörfum neytenda. Það
þarf að finna út alla virðisaukandi
þætti.
Thomas Möller segir að ef horft sé um fimmtíu ár aftur í tímann hafi helstu fyrirtæki landsins verið
fiskvinnslufyrirtæki, flutningafyrir
tæki, mjólkursölur, trygginga
fyrir tæki, Rarik, Landspítalinn og
Landsíminn.
„Í dag verða flest ný störf til í
fjarskipta, ferða og upplýsinga
tæknifyrirtækjum sem voru
ekki til fyrir nokkrum áratugum.
Sem dæmi má nefna að það
vinna tugir starfsmanna hjá
Meniga, sem er með rafrænt
heim i lis bókhald, og hjá Betware,
sem þróar lottókerfi, vinna um
hundrað manns. „Activity“fyrir
tækin á Íslandi, sem flest eru
sprotafyrirtæki, eru með um
þúsund manns í vinnu. Nýlega
var sagt frá því í fréttum um
Reykjavík Startup að Marel og
Össur framtíðarinnar gætu verið
Guitarparty.com, StreamTags,
CloudEngineering og REmindMe.
Verðmætasköpun er fjölbreytt og
snýst ekki bara um handverk.“
Thomas segir að á næstu ár
um muni spretta upp hundruð
fyrirtækja á Íslandi sem hug
mynda ríkt fólk eigi eftir að stofna.
„Þessi fyrirtæki munu skapa ný
og spennandi störf fyrir unga
fólkið í landinu. Það vill vinna við
skapandi verkefni sem fyrst og
fremst byggjast á nýrri upp
lý singa og samskiptatækni svo
og afþrey ingarþörf fólks.
Hagvöxtur og velmegun næstu
áratuga mun byggjast á ferskum
hugmyndum frá fólki sem sér
þarfir fyrir og þekkir tæknina sem
þarf til að búa til söluvöru. Því
er mikilvægt að hlúa að sprota
fyrirtækjum og aðstoða þau við
að komast á legg. Þetta er hægt
að gera með skattaívilnunum og
þolinmæði fjárfesta. Það verður
að efla nýsköpunarmiðstöðvar og
sprotaaðstoð á öllum sviðum.“
Ingibjörg Þórðardóttir segir að fasteignamarkaðurinn hafi tekið aftur við sér síðsumars eftir frekar rólega
sumarmánuði. Hún segir að
seldum fasteignum hafi fjölgað
örlítið frá sama tíma í fyrra en til
samanburðar hafi í ár verið gerðir
um 15% fleiri kaupsamningar.
Húsnæðisverð hefur hækkað
á árinu, vísitala fasteignaverðs
hefur hækkað um tæp 4% en á
móti komi hins vegar hækkun
neysluvísitölu sem vegur gegn
fasteignaverðshækkuninni.
Ingibjörg segir að það vanti
minni íbúðir sem auðveldara er
að festa kaup á og fá lán fyrir.
Mér finnst unga fólkið sýna meiri áhuga núna og vera
að koma í auknum mæli inn
á mark aðinn. Kaupendur eru
ennþá að bíða eftir því hvað
Íbúðalána sjóð ur hyggst gera
varðandi óverðtryggð lán og
aðra hugs anlega lánamöguleika
og þar á ég sérstaklega við að
sjóðurinn hækki hámarkslánið en
það hefur lækkað verulega sé
miðað við hækkun neysluvísitölu.
Hámarks lán ætti a.m.k. að vera
orðið 26 milljónir en er ennþá
20 milljónir eins og það var í júní
2008 þegar það var síðast hækk
að. ÍLS miðar við að hámarkslán
fari ekki umfram 80% veðsetn
ingarhlutfall eignar þannig að
ljóst er að þetta þarf að leiðrétta.“
Ingibjörg segir að fasteignasal
ar séu hins vegar frekar bjart
sýn ir á fasteignamarkaðinn á
kom andi misserum. „Fjárfesting í
fasteign er það sem margir telja
traust á þessum tímum.“
Appið í
samkeppninni
Vantar
minni íbúðir
THomas möllEr
– framkvæmdastjóri rýmis
STJÓRNUN
dr. valdimar sigurðsson
– dósent við við skiptadeild Hr
ingibJörg ÞórðardóTTir
– formaður félags fasteignasala
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
MARKAÐS-
HERFERÐIN