Frjáls verslun - 01.07.2012, Blaðsíða 37
FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 37
eyþór Ívar jónsson, framkvæmdastjóri Klaks,
velur 100 áhugaverð íslensk sprotafyrirtæki sem atvinnulífið
ætti að fylgjast með.
Þ
egar fyrsti listinn yfir áhugaverð
sprotafyrirtæki var tekinn sam
an af Frjálsri verslun árið 2008
var tilgangurinn fyrst og fremst
að vekja athygli á því að það
væru fleiri ný og áhugaverð sprotafyrirtæki
sem gætu orðið stórfyrirtæki en Össur,
Marel og CCP.
Fimm árum síðar er miklu meiri skiln
ingur á mikilvægi sprotafyrirtækja og
auk inn áhugi á að fjalla um frumkvöðla sem
eru að búa til ný fyrirtæki. Fyrirtæki eins og
Data market, Mentor og Meniga, sem voru
óþekkt þá, framleiða vörur og þjónustu sem
margir landsmenn nota daglega og fyrirtæki
eins og Hafmynd (Gavia), Marorka og
Nimble Gen hafa vaxið hratt og erlendir
fjár festar séð tækifæri í að byggja þau enn
frekar upp.
Engu að síður er augljóst að ruðningsáhrif fjár málabólunnar á Íslandi gerðu
það að verkum að ekki urðu til mörg ný
sprota fyrirtæki og þess vegna mun færri
sprotafyrirtæki en ella sem komin eru á
vaxt ar stig. Það eru hins vegar mörg sprota
fyrirtæki á klakstigi og gefa því von um að á
næstu árum verði til mun fleiri vaxtar fyrir
tæki en síðastliðin ár.
Listinn yfir áhugaverð sprotafyrirtæki á
að vera til minnis um það fyrir alla sem láta
sig verðmætasköpun á Íslandi varða að við
þurfum fyrst að sá fræjum og rækta þessa
sprota til þess að geta búið til stöndug fyrir
tæki og stórfyriræki framtíðarinnar. Listinn
er til minnis um að það eru til frum kvöðlar
sem taka mestu áhættuna til að skapa þessi
verðmæti þó að öllum mætti vera ljóst að án
þeirra verður engin atvinna sköpuð, nema þá
í ríkisbúskapnum. Listinn á að vera til minnis
um að við verðum að sá þessum fræjum og
fjárfesta í þessum tækifærum ef við ætlum að
fjárfesta í framtíð Íslands.
Mörg sprotafyrirtæki eru á klakstigi og gefa því von um að á næstu ár
um verði til mun fleiri vaxtarfyrirtæki en
síðastliðin ár.
áHUGI á áHUGAverðUm sprOtAFYrIrtækJUm?
og frumkvöðlar