Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.07.2012, Blaðsíða 15
FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 15 Í stuttu máli Samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni fækkaði störfum á Íslandi um 9.900 á milli áranna 2007 og 2011. Fram kom í frétt Morgun blaðs ­ ins að þetta ylli forráðamönnum borgarinnar áhyggjum þar sem langstærsti hluti fækkunarinnar, eða 8.400 störf, er í Reykjavík. Nærri helmingur þeirra sem hafa verið atvinnulausir í meira en tvö ár er búsettur í Reykjavík. Sveitarfélögin sjá fyrir sér enn meiri útgjöld til fjárhags að stoð ar við atvinnulausa verði bráða ­ birgða ákvæði ekki fram lengt um áramótin sem kveður á um að fólk geti verið á atvinnu leysis ­ bótum að hámarki í fjögur ár. Þrátt fyrir að bráðabirgða ákvæð­ ið yrði framlengt í fjögur ár um áramótin munu 1.600 manns fara af atvinnuleysisbótum á næsta ári, þar af um 1.400 á höfuð borgar ­ svæð inu. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði nýlega í blaðaviðtali að um 1.500 manns væru núna á fram ­ færi sveitarfélaga vegna atvinnu ­ leysis og í lok næsta árs mætti gera ráð fyrir að talan yrði komin upp í 4.500. Jakob Ásmundsson, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá fjárfestingabankanum Straumi, skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið ný lega þar sem hann mælir eindregið með því að fjárfestingarbankastarfsemi verði skilin að frá hefð ­ bund inni viðskiptabankastarfsemi bankanna. Hann segir að viðskiptamódel íslensku bankanna sé það sama og það var fyrir hrun. „Þeir voru, og eru enn, í senn viðskiptabankar og fjárfestingabankar.“ Samanlögð stærð bankanna nemur um tvöfaldri landsframleiðslu þjóðarinnar og því hefði fall eins þeirra í för með sér gífurlegan kostnað fyrir þjóðina. Jakob heldur því fram að fjárfestingabankastarfsemi samhliða viðskiptabankastarfsemi hafi í för með sér freistnivanda sem ekki sé hægt að stöðva með regl ­ um eða auknu eftirliti. Hann segir ennfremur að við ­ skiptabankarnir stundi áhættusamar lánveitingar til að styðja við fjárfestingabankastarfsemi sína. tölvupÓstar GEta sýnst hranalEGir störfum fækkaði um ÉG vil aðskilnað umræður um atvinnuleysi og ný störf hafa verið mjög misvísandi að undan förnu og hefur umræðan ekki síst snúist um það að fólki á at vinnu leyisskrá hafi fækk ­ að en það sé hins vegar ekki vegna þess að störfum í land inu hafi fjölgað. Um 4.500 manns verða á framfæri sveitarfélaga á næsta ári vegna atvinnuleysis. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra. launamál björns ZoëGa Engin frétt hef­ur verið eins mikið rædd að undanförnu og að Guð­ bjartur Hannesson velferðar­ ráðherra hefði ákveðið að hækka laun Björns Zoëga, forstjóra LSH, um 450 þús und krónur á mánuði til að halda honum í starfi. Landspítalinn bókstaflega nötraði eftir fréttina. Kjararáð ákveður laun for stjóra spítalans. Það sem Guðbjartur gerði var að hækka laun Björns fyrir læknisstörf hans þannig að ekki kom til kjararáðs út af þessu. Launahækk­ unin var dregin til baka um hálfum mánuði eftir að hún komst í hámæli. Ljóst er að þetta mál hefur bæði skaðað Guðbjart og Björn og í raun óvíst hvort lokaorðin hafi verið sögð í því – svo rækilega hefur málið undið upp á sig. 9.900 ÓvÍst hvaða lEið Er bEst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.