Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 15

Frjáls verslun - 01.07.2012, Page 15
FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 15 Í stuttu máli Samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni fækkaði störfum á Íslandi um 9.900 á milli áranna 2007 og 2011. Fram kom í frétt Morgun blaðs ­ ins að þetta ylli forráðamönnum borgarinnar áhyggjum þar sem langstærsti hluti fækkunarinnar, eða 8.400 störf, er í Reykjavík. Nærri helmingur þeirra sem hafa verið atvinnulausir í meira en tvö ár er búsettur í Reykjavík. Sveitarfélögin sjá fyrir sér enn meiri útgjöld til fjárhags að stoð ar við atvinnulausa verði bráða ­ birgða ákvæði ekki fram lengt um áramótin sem kveður á um að fólk geti verið á atvinnu leysis ­ bótum að hámarki í fjögur ár. Þrátt fyrir að bráðabirgða ákvæð­ ið yrði framlengt í fjögur ár um áramótin munu 1.600 manns fara af atvinnuleysisbótum á næsta ári, þar af um 1.400 á höfuð borgar ­ svæð inu. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði nýlega í blaðaviðtali að um 1.500 manns væru núna á fram ­ færi sveitarfélaga vegna atvinnu ­ leysis og í lok næsta árs mætti gera ráð fyrir að talan yrði komin upp í 4.500. Jakob Ásmundsson, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá fjárfestingabankanum Straumi, skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið ný lega þar sem hann mælir eindregið með því að fjárfestingarbankastarfsemi verði skilin að frá hefð ­ bund inni viðskiptabankastarfsemi bankanna. Hann segir að viðskiptamódel íslensku bankanna sé það sama og það var fyrir hrun. „Þeir voru, og eru enn, í senn viðskiptabankar og fjárfestingabankar.“ Samanlögð stærð bankanna nemur um tvöfaldri landsframleiðslu þjóðarinnar og því hefði fall eins þeirra í för með sér gífurlegan kostnað fyrir þjóðina. Jakob heldur því fram að fjárfestingabankastarfsemi samhliða viðskiptabankastarfsemi hafi í för með sér freistnivanda sem ekki sé hægt að stöðva með regl ­ um eða auknu eftirliti. Hann segir ennfremur að við ­ skiptabankarnir stundi áhættusamar lánveitingar til að styðja við fjárfestingabankastarfsemi sína. tölvupÓstar GEta sýnst hranalEGir störfum fækkaði um ÉG vil aðskilnað umræður um atvinnuleysi og ný störf hafa verið mjög misvísandi að undan förnu og hefur umræðan ekki síst snúist um það að fólki á at vinnu leyisskrá hafi fækk ­ að en það sé hins vegar ekki vegna þess að störfum í land inu hafi fjölgað. Um 4.500 manns verða á framfæri sveitarfélaga á næsta ári vegna atvinnuleysis. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra. launamál björns ZoëGa Engin frétt hef­ur verið eins mikið rædd að undanförnu og að Guð­ bjartur Hannesson velferðar­ ráðherra hefði ákveðið að hækka laun Björns Zoëga, forstjóra LSH, um 450 þús und krónur á mánuði til að halda honum í starfi. Landspítalinn bókstaflega nötraði eftir fréttina. Kjararáð ákveður laun for stjóra spítalans. Það sem Guðbjartur gerði var að hækka laun Björns fyrir læknisstörf hans þannig að ekki kom til kjararáðs út af þessu. Launahækk­ unin var dregin til baka um hálfum mánuði eftir að hún komst í hámæli. Ljóst er að þetta mál hefur bæði skaðað Guðbjart og Björn og í raun óvíst hvort lokaorðin hafi verið sögð í því – svo rækilega hefur málið undið upp á sig. 9.900 ÓvÍst hvaða lEið Er bEst

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.