Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.07.2012, Blaðsíða 30
30 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 T ímabil Lars Lager­ bäck sem lands­ liðs þjálfara var ný gullöld í sænsku knattspyrnunni. Sví ar höfðu ekki verið svo góðir í boltanum síðan á 6. áratugnum þegar þeir voru með á öllum mót um og léku einu sinni um heims meistaratitilinn. Hann kom hinu sænska fót ­ boltalandsliði karla á fimm stór ­ mót á árunum 2000 til 2009 og gerði það gott þar. Og nú vonast Íslendingar eftir að stjórn unar­ hæfileikar hans komi okkar pilt um líka í hóp þeirra bestu. Árangurinn með íslenska liðið er ef til vill ekki stórbrotinn enn sem komið er þrátt fyrir sæt an sigur á Norðmönnum. Sví um þykir líka gaman að sigra Norð ­ menn og Lars hlær þegar hann er spurður um leikinn og harm Norð manna eftir hann. „Þetta var bara einn leikur. Þeir ná sér vonandi eftir þetta,“ segir hann. FÓtbOltI OG stJÓrNUN En Frjáls verslun er ekki fót ­ bolta blað. Stjórnun er fast þema hér í blaðinu og við erum líka á heimavelli með Lars þegar rætt er um stjórnun. Hann er eftirsóttur fyrirlesari hjá fyrir ­ tækjum og stofnunum vegna þess að hann kann ýmislegt fyrir sér í stjórnun. Og Lars hefur áðveðnar hug ­ myndir um íþróttir og stjórnun. Albert heitinn Guðmundsson sagði eitt sinn að fótboltamaður yrði að taka ákvarðanir á „splitt­ sekúndu“. Sú reynsla kæmi sér vel í opinberum störfum. Við fáum álit Lars á þessu hér á eftir. lÝðræðIsleG stJÓrN UN Lars segist mæla með lýðræðis­ legri stjórnun. Allir eiga að koma að ákvörðunum og vita hvað er að gerast þótt vissulega verði stjórnandi liðs eða fyrir ­ tækis oft að skera úr og taka loka ákvörðunina. „Stjórnandi verður að hafa allt liðið með sér. Þess vegna er þátttaka allra mikilvæg. Það verður að ræða allar ákvarðanir og hópurinn verður að vera sátt ­ ur við stefnuna og þekkja her ­ fræðina sem lagt er upp með,“ segir Lars. „En það verður líka að taka tillit til að engir tveir menn eru eins. Suma þarf að örva til að segja álit sitt, aðrir eru ákveðnir í sínum skoðunum og þeir þola andmæli og jafnvel skammir. Stjórnandinn verður að hafa tilfinningu fyrir hvernig liðið er samansett. Þetta á jafnt við um íþróttir og rekstur,“ segir Lars ennfremur. látA stJörNUrNAr NJÓtA síN Þetta fjallar um að sumir eru stjörnur og aðrir eru vinnu ­ hest ar. Lars hafði hinn fræga Zlatan Ibrahimović í sænska lands liðinu og hann er stjarna. „Zlatan er dæmigerð stjarna í liði. Hann er sterkur og ákveð ­ inn og þolir mótlæti. Slíkir menn eiga að fá að njóta sín,“ segir Lars. En hvað ef í liðinu eru eintóm­ ar stjörnur, prímadonnur, sem verða að láta ljós sitt skína? „Þetta er bara vandamál fyrir spænska landsliðsþjálfarann,“ segir Lars og hlær. „Það er aldrei annars svo að í einum hópi séu bara stjörnur. En það er nauðsynlegt fyrir lið, sem ætlar að ná árangri, að hafa leið togatýpur sem allir bera virð ingu fyrir. Gylfi Sigurðsson er þannig leiðtogi. Hefur náð árangri í erfiðri deild og getur tekið ákvarðanir þegar á reynir.“ Hann segir líka að ef lið á að leika eins og Spánverjarnir verði það að hafa á að skipa stjörnum í allar stöður. Fá lið geti státað af því. „Þess vegna verður leik­ ur liðsins að miðast við þann efnivið sem er í því,“ segir Lars. ÓlíkIr leIðtOGAr Lars leggur líka áherslu á að leiðtogar séu alltaf ólíkir, hvar sem þeir koma fyrir. Sumir eru Það er ekki hægt að byggja upp aga með reglum. Aginn er á ábyrgð einstakling­ anna. Það verður að höfða til ábyrgð ar þeirra. Látum stjörnurnar njóta sín Lars er vinsæll fyrirlesari um stjórnun í Svíþjóð og ræðir hér við Frjálsa verslun um þær aðferð ir sem hann telur að nýtist best til að ná árangri í stjórnun. TexTi: Gísli krisTJánsson / myndir: Geir ólafsson Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Íslands: stjórnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.