Frjáls verslun - 01.07.2012, Blaðsíða 18
18 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012
Í stuttu máli
100 milljÓnir söfnuðust
L
angflest barnanna búa heima
hjá fölskyldum sínum og
þurfa umönnun allan sólar
hring inn. Heimili þeirra
eru undirlögð af tækjum og
tól um og því má segja að á Íslandi séu
rekin mörg hátæknisjúkrahús, flest á
höfuðborgarsvæðinu.
Söfnunin fór fram með frjálsum fram
lögum í gegnum söfnunarþátt á Rás 2 og
RÚV sem og sölu á varaglossi frá Dior
sem heildverslun Halldórs Jónssonar
flytur inn. Yfir fimmtán þúsund glossar
seldust á hálfum mánuði en meðalsala er
um 200 á mánuði.
Þetta er í fimmta sinn á jafnmörgum
árum sem þær stöllur Elísabet Sveins
dótt ir, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Páls
dóttir standa fyrir söfnun af þessu tagi.
Þrjár konur úr Kópavogi, eins og þær
hafa stundum nefnt það, sem gerðu þessi
mál efni að áhugamáli sínu.
Yfir 200 manns lögðu hönd á plóginn
og gerðu hugmyndina að veruleika.
„Við erum óendanlega þakklátar fyrir
stuðning þjóðarinnar,“ segir Elísa bet.
„Með góðum undirtektum þjóðarinnar
hefur tekist að tryggja stuðnings miðstöð
inni fjögur rekstrarár.“
Landsbankinn, Vistor, Medor, Fíton,
True North, RÚV og síðast en ekki síst
Halldór Jónsson voru helstu bakhjarlar
söfnunarinnar.
landssöfnunin Á allra vörum er gott dæmi um vel heppnaða söfnunarherferð þar sem allt gekk upp;
góður málstaður, hugmynd, undirbúningur, framkvæmd og árangur. Þegar upp var staðið söfnuðust
um 100 milljónir króna til stuðningsmiðstöðvar fyrir langveik börn með sjaldgæfa, alvarlega og jafn
vel ólæknandi sjúkdóma.
landSSÖfnunin á allRa vÖRum:
Landssöfnunin fór m.a. fram í kvölddagskrá á RÚV föstudagskvöldið 14. desember.
Hér er rætt við Dorrit Moussaieff forsetafrú.
Gróa Ásgeirsdóttir, Elísabet Sveinsdóttir og Guðný
Pálsdóttir með íslenska landsliðinu í knattspyrnu sem
kom við sögu í söfnuninni.
Með forráðamönnum Dior. Fimmtán þúsund glossar
seldust á hálfum mánuði. Frá vinstri: Parisa Shave,
markaðsstjóri Dior á Norðurlöndum, Guðný Pálsdótt
ir, Elísabet Sveinsdóttir, Ásgeir Sveinsson, frkvstj.
Halldórs Jónssonar ehf., Gróa Ásgeirsdóttir, Stephane
Previdi, framkvæmdastjóri Dior á Norðurlöndum, og
Helena Finnbogadóttir, vörumerkjastjóri Dior á Íslandi.
Meinleg mistök urðu í árlegri
og viðamikilli könnun
Frjálsrar verslunar um
fjölda kvenna í stjórn
um og framkvæmda
stjórnum stærstu
fyrir tækja landsins og
birtist í blaðinu um
100 áhrifamestu konur
landsins.
Í töflu með greininni
voru rangar upplýs
ingar. Engar konur
voru sagðar í stjórn
VÍS. Reyndin er sú að
2 af 5 stjórnarmönn
um eru konur, þær
Guðrún Þorgeirsdóttir
og Helga Jónsdóttir.
Sama villan var upp á
teningnum varðandi
konur í framkvæmda
stjórn félagsins. Hið
rétta er að 2 af 6 fram
kvæmdastjórum VÍS
eru konur, þær Auður
Björk Guðmundsdóttir
og Anna Rós Ívars
dóttir.
Forstjóri VÍS er Sig
rún Ragna Ólafsdóttir.
Framkvæmdastjórn
VÍS er því skipuð 7
manns, þar af 3 kon um
að Sigrúnu með talinni.
Beðist er velvirðingar
á þessum mistökum.
lEiðrÉttinG vEGna vÍs
kvennablaðið:
Helga
Jónsdóttir.
Anna Rós
Ívarsdóttir.
Auður Björk
Guðmundsdóttir.
Sigrún Ragnar
Ólafsdóttir.
Guðrún
Þorgeirsdóttir.